Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 65
Við opnun Sky sjónvarpsins á fjórum rásum var Murdoch spurður að því
hvort áhorfendur fengju að sjá „innyflasjónvarp“ — eitthvað í stíl við dag-
blaðið The Sun. Þetta hrærði viðkvæma strengi í brjósti Murdochs sem er
hrifinn af blaði sínu og hann svaraði. „Ég er hreykinn af The Sun.“ Hann
sagði einnig að Englendingar snobbuðu fyrir ríkjandi sjónvarpskerfi.
Sjónvarpsþættir eins og America’s Most Wanted hafa náð gífurlegri horfun í
Bandaríkjunum og slegið út efni frá stóru sjónvarpsnetunum. Hér sést einn
af „fréttapönkurum“ Murdochs — John Walsh, krossfari gegn glæpum, að
biðja áhorfendur um hjálp til að finna glæpamenn. Þátturinn er byggður á
breskum sjónvarpsþáttum sem nefnast Crimewatch UK. En bandaríska
gerðin er helmingi grófari og glæpirnir eru sviðsettir í sjónvarpinu með
safaríku myndefni.
er algeng þumalfingursregla í sjónvarps-
iðnaðinum í Bandaríkjunum að sjón-
varpsþáttur sem er sýndur í New York
og Los Angeles — tveimur stærstu
mörkuðunum — ber sig. Þegar efnið
hefur verið mjólkað í Bandaríkjunum er
það síðan selt til evrópskra sjónvarps-
stöðva. Þetta er ástæðan fyrir því að
Bandaríkin hafa náð slíkum yfirburðum í
útflutningi á sjónvarpsefni. Önnur ríki
komast ekki með tæmar þar sem þau
hafa hælana í slíkum útflutningi. Mur-
doch getur selt sjálfum sér sjónvarpsefni
sem hann er þegar búinn að græða stór-
fé á í Ameríku og sýnt það í Sky sjón-
varpinu. Þegar Fox samsteypan fer að
skila arði mun Sky sjónvarpið einnig
skila arði.
En það er ekki víst að dæmið gangi
upp. Engum hefur áður tekist að breyta
ríkjandi sjónvarpskerfi í Bandaríkjunum.
Margir hafa reynt það en fjögur sjón-
varpskerfi virðast ekki geta gengið.
Murdoch hefur lagt út í gífurlegar fjár-
festingar sem gætu riðið honum að fullu.
Það er vitað að lánadrottnamir hanga
yfir honum með hvassar klærnar úti.
Dagblöð hans í Bretlandi, The Sun,
News of the World, Today, The Times
og The Sunday Times skila hámarks-
gróða síðan Murdoch færði vinnslu
þeirra til nútímalegra horfs. Fram að
þeim tíma er hann færði öll blöðin í nýtt
húsnæði í Wapping niður við ána Tha-
mes í Lundúnum, hafði ímynd Murdochs
verið sterk í Bretlandi. En þegar hann
ákvað að reka um 5000 prentara sem
áttu í stríði við hann í eitt og hálft ár fyrir
utan víggirta bygginguna í Wapping beið
írnynd hans stórkostlegan hnekk í Bret-
landi. Margir eru honum þakklátir fyrir
að hafa brotið prentarana á bak aftur þar
sem þeir stóðu í vegi fyrir nauðsynleg-
um framförum í prentiðnaðinum. Verka-
lýðsfélag prentara í Bretlandi var eitt
það sterkasta á Bretlandseyjum og Mur-
doch vissi að hann myndi lenda í útistöð-
um við þá. Getgátur hafa verið uppi um
það af hverju ríkisstjóm Margaret Tha-
tcher lánaði Murdoch 35 milljónir punda
til að byggja Wapping húsnæðið en
fréttaskýrendur hafa einfaldlega sagt að
Thatcher hafi veðjað á réttan hest. Síðan
Murdoch flutti sig um set frá Fleet
Street til Wapping hafa flest dagblöðin í
Bretlandi fetað í fótspor hans.
Fox sjónvarpið og Sky ævintýrið hafa
til þessa gleypt gróðann sem streymir út
úr Wapping. Hreinn gróði af dagblaðar-
ekstri Murdochs í Bretlandi var um 170
milljónir punda á síðasta ári — bæði
sjónvarpsfyrirtækin standa höllum fæti
og er reiknað með að Murdoch reyni að
selja 308 milljón punda hlut sinn í Pear-
son fyrirtækinu, sem gefur út dagblaðið
Financial Times, til þess að borga lána-
drottnum sínum í Bandaríkjunum. Ef
langþráður draumur Murdochs um að
láta sjónvarpsfyrirtækin skila gróða ræt-
ist verður News Corporation Intema-
tional eitt öflugasta fjölmiðlafyrirtæki í
heimi. Murdoch hefur sýnt það að hann
er reiðubúinn til þess að lyfta grettistök-
um til að ná árangri. Hann er stálmaður
með járnvilja en það er spurning hvort
hann hefur ekki hætt of miklu í þetta
skipti.
65