Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 66
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA STÓRGÖLLUÐ VINNULÖGGJÖF Því verður ekki á móti mælt að kjarabaráttan á íslandi hefur tekið á sig ákveðið mynstur á síðustu áratugum. í stórum dráttum er það mynstur þannig að fjölmennar starfstéttir semja fyrst um kaup og kjör og oftast er það láglaunafólkið sem fyrst gerir samninga sína. í kjölfar slíkra samninga fylgja tíðast yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins að barist verði gegn því með öllum tiltækum ráðum að aðrar stéttir fái meiri launahækkanir hlutfallslega og eftir hverja einustu samningalotu heyrast yfirlýsingar um að með nýgerðum kjarasamningum sé stefnt að launa- jöfnuði. Blekið er vart þornað í undirskriftum samn- ingamanna áður en baráttan hefst á öðrum vígstöðvum og þá eru samningar láglaunafólksins notaðir sem lág- marksviðmiðun. Aðrir fara fram á og fá meira í krafti aðstöðu sinnar. Þetta verður síðan til þess að þeir samningar, sem búið var að gera, halda ekki og spenna og órói eru því viðvarandi á vinnumarkaðnum. Það virðast alltaf vera yfirvofandi verkföll einhverra hinna fjölmörgu starfstétta og í mörgum tilfellum eiga at- vinnurekendur nánast engra kosta völ. Þeir verða að semja til þess að starfsemin lamist ekki — til þess að þeir sitji ekki uppi með það að fámennar starfstéttir í fýrirtækjum þeirra stöðvi reksturinn og stofni þar með fyrirtækinu og atvinnu þeirra, sem þegar hefur verið samið við, í hættu. Gott dæmi um fyrirtæki, sem verður harkalega fyrir barðinu á kerfi kjarabaráttunnar á Islandi og því fyrir- komulagi sem viðgengst hjá launþegahreyfingunni, eru Flugleiðir. Það hefur komið fram hjá forsvars- mönnum Flugleiða að starfsmenn félagsins séu í hvorki fleiri né færri en 39 verkalýðsfélögum. Vitan- lega eru aðeins örfáir í sumum þessara félaga en samt nógu margir til þess að hver og einn hópur getur stöðv- að reksturinn. Fyrir utanaðkomandi aðila virðist stundum svo að Flugleiðir eigi í ævarandi launastríði við starfsfólk sitt og það sé nánast happdrætti hvort rekstur félagsins geti gengið frá degi til dags vegna verkfalla. Þarna sjást einnig hvað augljósustu dæmin um hverju fámennir hópar geta náð fram í krafti að- stöðu sinnar og hve lítið allar yfirlýsingarnar um al- menna launastefnu hafa að segja. Þannig eru t.d. þær prósentutölur, sem heyrast nefndar eftir samninga flugmanna og flugfreyja, allt aðrar en þegar fjölmenn- ar launastéttir eiga hlut að máli. Báðar þessar starf- stéttir hafa prýðileg laun og þá sérstaklega flugmenn sem hljóta að teljast hálaunastétt miðað við það sem gerist í íslensku þjóðfélagi en hækkun mánaðarlauna þeirra getur slagað upp í heil mánaðarlaun hjá lág- launafólkinu. Fyrir utanaðkomandi aðila er ákaflega erfitt að átta sig á því hvaða sérstöðu þessi ákveðni starfshópur hefur meðal almenns launafólks á íslandi og hver séu rökin fyrir því að hann á að hafa slíka sérstöðu. Vitanlega eru það fleiri en flugmenn og flugfreyjur sem nota aðstöðu sína til þess að knýja fram meiri launahækkanir — í einni eða annarri mynd — en gerist og gengur í þjóðfélaginu og vitanlega eru það fleiri fyrirtæki en Flugleiðir sem standa frammi fyrir vanda- málum sem þessum þótt vandi þess félags sé kannski hvað mestur vegna eðlis starfsemi þess. Ut af fyrir sig er kannski ekki hægt að álasa neinni starfstétt þótt hún noti aðstöðu sína til þess að kreista fram allt það blóð sem mögulegt er að ná úr kúnni. Hér er í raun um að ræða kerfisvandamál sem stéttarfélagakerfið hefur skapað. Hér er um að ræða vandamál sem virðist svo viðkvæmt að enginn treystir sér til þess að taka á því. Þar á verkalýðshreyfingin stóra sök og getur í raun sjálfri sér um kennt að sagan skuli alltaf vera að endur- taka sig. Islenska vinnulöggjöfin og löggjöf um stéttar- félög og vinnudeilur hlýtur að vera stórgölluð og bein- línis bjóða upp á hagsmunapot fámennra starfstétta sem síðan brýtur niður alla kjarasamninga fyrr eða síðar. Þótt allir viðurkenni vandann er enginn sem sýnir raunverulegan áhuga eða vilja til þess að taka á honum. Það hlýtur að vera verkefni löggjafans að taka af skarið og gera skynsamlegar umbætur á umræddri löggjöf og það hlýtur einnig að vera hagsmunamál ís- lensku launþegahreyfingarinnar í heild að það verði gert. Okkur er tamt að líta á rétt fólks til þess að semja um kaup og kjör sem heilagt vé sem ekki megi hrófla við og í þeim tilfellum sem stjórnvöld hafa gripið til þeirra ráða að stöðva vinnudeilur með lagasetningu hefur ekki staðið á almennri fordæmingu hjá laun- þegaheyfingunni, jafnvel þótt flestir eða allir þar sjái og viti að slíkar ráðstafanir geta verið nauðsynlegar og tryggi betur hag fólks en sá skollaleikur sem ella er leikinn. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.