Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 19
allir. Þeini tókst að hasla sér völl á alþjóðamarkaði og leggja grunn að „japanska undrinu." Það gerðu þeir með gæðastjórnun og þar með áherslu á stöðugar umbætur, sem leiddi til ódýrari, en jafnframt betri framleiðslu en keppinautamir höfðu upp á að bjóða. í Evrópu hófst þessi þróun með skipulögðum hætti mun seinna. Raunar er það ekki fyrr en með hug- leiðingum um innri markað í álfunni sem skriður kemst á málið og þar er farin sú leið að taka upp alþjóðlega ISO staðla á vegum EB og EFTA. Evrópuþjóðirnar hafa hver af annarri áttað sig á þeirri staðreynd að aukin gæði skila mestum arði og að þar er um starf að ræða sem aldrei tekur enda. Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að skilgreina þetta margum- talaða hugtak nánar. GÆÐI - GÆÐASTJÓRNUN Orð eru gjarnan misnotuð og því miður vill oft fara svo að þau snúist í andhverfu sína. Hugtök eru mörg hver afstæð og þá skiptir máli í hvaða samhengi þau eru notuð. Almennt má segja um gæðahugtakið í þessari um- ræðu að það spanni allt sviðið en að inntakið snúist um að koma til móts Menn töldu talsvert skorta á að íslensk fyrirtæki uppfylltu almennt evrópsku staðlana. T.d. höfðu innan við 20% aðspurðra komið sér upp gæðahandbók og gera má ráð fyrir að í raun hafi ekki nema 5-10% íslenskra iðnfyrirtækja komið sér upp þannig handbókum. við væntingar viðskiptavinanna. Með gæðum í framleiðslu er t.d. ekki aðeins átt við góða vöru heldur ekki síður hagkvæmnina á öllum stigum framleiðslunnar frá hönnun til flutn- ings í hendur kaupanda. Sama gildir um þjónustu því gæðahugtakið nær ekki síður til hennar en haldbærrar vöru. Grunnhugsun þeirra, sem predika nauðsyn aukinna gæða, er sú að ef fyrirtæki eigi að ná árangri verði það að bjóða vörur eða þjónustu sem komi til móts við vel skilgreindar þarfir, fullnægi væntingum viðskiptavina og séu á samkeppnishæfu verði og að þessum markmiðum verði náð með sem minnstum tilkostnaði. Auk þess er við altæka gæðastjórnun lögð áhersla á afbragðsgæði, þ.e. koma viðskiptavininum sífellt á óvart með betri vöru en hann átti von á og skapa með því trygg viðskiptasambönd. Til að stuðla að þessum þáttum hafa þróast ákveðnar forskriftir, m.a. svo- kölluð gæðakerfi. Þau eru með ýmsu 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.