Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 43
með aðrar þarfir en t.d. Bandaríkja- markaður. Helsta nýjung Sharp í myndritum er tæki sem kallast FO 5200. Þor- valdur Birgisson, sölumaður hjá Skrifbæ, segir tækið vera búið nýrri tækni sem skili jafn miklum prent- gæðum og laser prentari gerir. FO 5200 myndritinn er hannaður fyrir venjulegan pappír. Tækið er búið minni sem tekur viðstöðulaust við 10 blöðum og sér sjálft um að senda þau þegar samband næst. Minni myndrit- ans gerir notanda einnig kleift að senda sama blaðið á 32 mismunandi staði þó því sé aðeins rennt einu sinni í gegn. Ef pappír myndritans klárast geymir hann aðsend bréf í minninu og rennir þeim sjálfkrafa út þegar pappír hefur verið látinn í vélina aftur. Tækið er einnig búið leyninúmerakerfi fyrir trúnaðarmál og hægt er að stilla það á sendingu fram í tímann. Sharp fyrirtækið setti nýverið tvær nýjar tegundir af ljósritunarvél- um á markaðinn. Annars vegar SF-9400, sem er hönnuð fyrir stærri fyrirtæki, og hins vegar SF-7800 sem hentar öllum meðalstórum skrifstof- um. SF-9400 er, að sögn Þorvaldar, geysilega öflug vél sem tekur 50 ein- tök á mínútu og raðar blöðum sjálf í sett og heftar þau saman án þess að mannshöndin komi nærri. Hún er búin svokölluðu stilliminni sem vinnur þannig að þó búið sé að mata vélina á 200 eintökum er hægt að stöðva ljós- ritunina hvenær sem er og skjóta öðru verkefni inn í og láta hana svo halda áfram þar sem frá var horfið. Vélin ljósritar báðum megin og snýr bæði afriti og frumriti við sjálfkrafa. SF-7800 ljósritunarvélin er fyrir- ferðarlítil og segir Þorvaldur að hún sé búin öllum nauðsynlegasta búnaði fyrir meðalstóra skrifstofu. Hún gef- ur m.a. möguleika á stækkun og minnkun texta og raðar blöðum einnig í sett. Benedikt Lövdahl, sölustjóri Umfangs, stendur hér fyrir framan Konica litaljósritunarvélina sem er sérlega fyrirferðarlítil. UMFANG HF. Umfang hf., er ungt fyrirtæki, stofnað af fyrrverandi starfsmönnum Skrifstofuvéla hf. KONICA heita skrifstofutækin, sem Umfang flytur inn, en enn sem komið er verslar fyrirtækið aðeins með ljósritunarvél- ar og myndrita. Að sögn Benedikts Lövdahl, sölustjóra fyrirtækisins, er ætlunin að flytja inn öll önnur skrif- stofutæki en tölvur og ritföng í nán- ustu framtíð. Byltinguna í Konica ljósritunarvél- um segir Benedikt vera nýju Konica 8028 vélina. Þetta er þriggja lita vél sem ljósritar með sömu gæðum og laserprentari. Litirnir eru svartur, blár og rauður. Venjulegir áherslu- pennar í sömu litum gera notandanum kleift að ráða í hvaða litum textinn á að ljósritast. Dugar að strika í eða í kringum þann part af textanum sem á að vera blár eða rauður, sama hvar á blaðinu hann er staðsettur. Það er einnig hægt að stilla vélina þannig að hún þurrki út þann part af texta sem strikað er í kringum. Benedikt segir vélina vera sjálf- virka að verulegu leyti sem gerir hana mjög einfalda í notkun. Hvert blað fer aðeins einu sinni í gegnum vélina þó hún prenti á það í þremur litum sem kemur í veg fyrir að blaðið verði stökkt og verpist, sér í lagi sé um endurunninn pappír að ræða. Aðra nýjung í Konica ljósritunar- vélum segir Benedikt vera meðal- stóra vél sem heitir Konica 3035. Vélin er fyrirferðarminni en hefur áður tíðkast en er búin nýjustu tækni sem völ er á fyrir meðalstóra skrif- stofu. Pappírsbakkarnirerut.d. látnir vera undir vélinni sem sparar pláss. Af myndritum er Konica Fax 120 nýjastur. Þetta tæki segir Benedikt vera lítið og nett með öllum þeim möguleikum sem skrifstofa þarf á að halda, svo sem 100 númera minni, 16 grátóna skala, sem gefur mjög skýra mynd, frumritamatara, sjálfvirkri endurhringingu o.fl. EGILL GUTT0RMS- S0N - FJÖLVAL HF Fyrirtækið Egill Guttormsson- Fjölval hf. flytur inn Riso fjölrita og Mita ljósritunarvélar. Að sögn Sturlu Eiríkssonar, forstjóra fyrirtækisins, hefur orðið bylting í þróun fjölrita undanfarin ár. Japanska fyrirtækið Ri- so hóf framleiðslu fjölrita fyrir 40 ár- um síðan og árið 1980 markaðssetti það stafræna fjölrita sem gáfu mun meiri myndgæði en áður hafði tíðk- ast. Sturla segir þessa fjölrita gefa ljósritunarvélum lítið eftir í prent- gæðum í dag og að prentsvertusmit úr þeim sé svo til úr sögunni. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.