Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 8
FRETTIR
Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða, afhendir hér verðlaunin fyrir athyglisverð-
ustu tímaritaauglýsinguna en það var auglýsingin „Sérðu ekki hvað mjólkin er góð fyrir
sjónina?“. Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins sem framleiddi auglýsinguna, er
fyrir miðri mynd en til hægri er Baldur Jónsson, fulltrúi auglýsandans, Markaðsnefndar
mjólkuriðnaðarins.
í auglýsingakeppninni
urn Athyglisverðustu
auglýsingu ársins, sem
haldin var í níunda sinn í
Borgarleikhúsinu á dög-
unum, var auglýsing á
mjólk valin athyglisverð-
asta tímaritaauglýsingin.
Yfirskrift auglýsingar-
innar er„Sérðu ekki hvað
mjólin er góð fyrir sjón-
ina?“
Fróði, útgáfufyrirtæki
Frjálsrar verslunar, gaf
að venju verðlaunin í
flokki athyglisverðustu
tímaritaauglýsinganna.
Magnús Hreggviðsson,
stjórnarformaður Fróða,
afhenti verðlaunin fyrir
hönd fyrirtækisins.
Framleiðandi auglýs-
ingarinnar var auglýsing-
astofan Hvíta húsið en
auglýsandi var Markaðs-
nefnd mjólkuriðnaðar-
ins. Það var Sverrir
Björnsson, hönnunar-
stjóri Hvíta hússins, sem
tók við verðlaunum fyrir
hönd stofunnar en Baldur
Jónsson, hjá Mjólkur-
samsölunni, tók við verð-
launum fyrir hönd Mark-
aðsnefndar mjólkuriðn-
aðarins.
í flokki sjónvarpsaug-
lýsinga vann auglýsingin
SÉRÐU
EKKIHVAÐ
MJÓLKI N E RGÓÐ
FYRIRSJÓNINA?
A-viU*rnín or ivnkrivœgt rynr oitVrvno.
Athyglisverðasta tímarita-
auglýsingin: Sérðu ekki hvað
mjólkin er góð fyrir sjónina?
Athyglisverðasta tímaritaaugljsingin:
AUGLYSING A MJOLK
VARÐ FYRIR VALINU
„Islenska er okkar mál“.
Mjólkursamsalan er aug-
lýsandi en Hvíta húsið
framleiðandi.
í flokki dagblaðaaug-
lýsinga sigraði auglýs-
ingin „Hver heldur þér
uppi?“ Skandia er auglýs-
andi en Atómstöðin frarn-
leiðandi.
I flokki útvarpsauglýs-
inga vann auglýsingin
„Svali“. Fyrirtækið Sól er
auglýsandi en Grafít
framleiðandi.
I flokki vöru- og firma-
merkja sigraði merkið
„Þingvellir“. Framleið-
andi er Grafít.
I flokki útsendiefna
vann efnið „Lykill að
lukku“. Auglýsandi er IK-
EA en framleiðandi er
Mátturinn og dýrðin.
í flokki umhverfisgraf-
íkar sigraði „Eureka“.
Auglýsandi er Eureka en
framleiðandi er Nonni &
Manni.
I flokki auglýsingaher-
ferðar vann herferðin
„Egils Malt ’94“. Auglýs-
andi er Ölgerðin Egill
Skallagrímsson en frarn-
leiðandi er Gott fólk.
I flokki óvenjulegustu
auglýsinga sigraði „Dai-
hatsu Charade-herferð-
in“. Auglýsandi er Brirn-
borg en framleiðandi er
Sjöundi himinn.
8