Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 15
FRETTIR
Jónar og Flutningsmiðlunin:
SAMAN í EINA SflENG
Sameinaðir í Flutningsmiðluninni Jónum. Framkvæmda-
stjórar hins sameinaða fyrirtækis Jóna og Flutningsmiðlunar-
innar, þeir Steinn Sveinsson, til vinstri, og Jón Þór Hjaltason.
Fyrirtækin Jónar hf. og
Flutningsmiðlunin hafa
sameinast í eitt öflugt
fyrirtæki undir nafninu
Flutningsmiðlunin Jónar
hf. Fyrirtæki þessi hafa
um árabil verið leiðandi í
flutningsþjónustu í sam-
vinnu við fjölmörg flutn-
ingafyrirtæki innanlands
og utan.
Eftir sameininguna
getur nýja félagið boðið
viðskiptavinum sínum
betri heildarlausnir í
flutningum og flutninga-
tengdri þjónustu í lofti, á
láði og legi á enn hag-
kvæmari hátt en fyrr.
Framkvæmdastjórar
eru þeir Jón Þór Hjalta-
son í Hafnarfirði og
Steinn Sveinsson í
Reykjavík. Stjórnarfor-
maður er Jón Helgi
Guðmundsson. Þess má
geta að þeir Jón Helgi og
Jón Þór eru fram-
kvæmdastjórar BYKO.
Samstarfsaðilar Flutn-
ingsmiðlunarinnar Jóna
hf. á Islandi eru Samskip,
Eimskip, Flugleiðir, Nes-
skip, Nes, Jöklar og Van
Ommeren auk ýmissa
annarra flutningatengra
fyrirtækja.
Helsti samstarfsaðili
fyrirtækisins í aðflutn-
ingum og skipafrakt á
meginlandi Evrópu er
Royal Frans Maas Group í
Hollandi svo og ýmsir að-
ilar á Norðurlöndum,
Bretlandi, Bandaríkjun-
um, Austurlöndum fjær
og víðar.
Helstu samstarfsaðilar
í flugfrakt eru Burlington
Air Express í Bandaríkj-
unum og Bretlandi,
Danzas í Þýskalandi,
W.A.C.O. (World Air Car-
go Organization) á meg-
inlandi Evrópu og Aust-
urlöndum fjær og Lep A/S
á Norðurlöndum, auk
fjölda annarra samstarfs-
aðila víða um heim. Fé-
lagið er og umboðsaðili
fyrir FEDEX hraðsend-
ingar á Islandi.
Engar meginbreyting-
ar eru fyrirhugaðar á
starfseminni. Skrifstofur
og vöruafgreiðslur verða
áfram á sömu stöðum,
þ.e. á Vesturgötu í Hafn-
arfirði og Skútuvogi 1E í
Reykjavík.
Tilboð Hugvers í tilefni 3ja ára afmælis
pakki
Ótrúlegur
“Mnlti Media'
VESA Local Bus móðurborð, 256k flýtiminni,
stækkanl. í 1Mb ! 4 Mb RAM. 14” NI, LR,
frábær skjár. Cirrus Logic 1 Mb skjáhraðall.
IBM 364 Mb, l()ms harður diskur. Turnkassi.
Vandað íslcnskt lyklaborð og mús.
US-Robotics 28.800/V.34
fax/modem kr. 25.900,-
“Ouad speed” geisladrif
kr. 23.800,-
Með 486 DX2/80 örgjörva:
Með 486 DX4/100 örgjörva
90 MHz Pentium.PCI og 8Mb
kr. 114.800,-
kr. 122.800,-
kr. 194.800,-
Móðurborð, minni, diskar,
og allt hitt til að uppfæra eldri
velar. Frábœr verð og gœði.
kr. 21.000,-
486/66 vélar frá kr. 89.800,-!!
Hagstœð verð á disk- og minnisstœkkunum.
Kynntu þér mergjaðan verðlista okkar !
Hugver
Laugavegi 168
s. 91-620707
f. 91-620706
15