Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 16

Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 16
FORSÍÐUGREIN Olíudrottningin, Gunnþórunn Jónsdóttir, hefur stórgrætt á ævintýrinu í Olís: SAGANABAK VIÐ MILUARDINN Eign Sunds í Olís tvöfaldaðist á sl. fjórum árum. Húnfór úr 500 milljónum íyfirl milljarð. Það er um 18% raunávöxtun á ári. Ágætt, ekki satt? unnþórunn Jónsdóttir, sem seldi ESSO og TEXACO 45% hlut Sunds hf. í Olís á dögun- um, er milljarðamæringur. Hún skip- ar sér nú á bekk með ríkustu íslend- ingum. Fyrirtæki hennar, Sund hf., hefur ávaxtað pund sitt vel síðastliðin ijögur ár. Hlutur Sunds í Olís, sem var seldur á yfir 1 milljarð, var um mitt ár 1990 metinn á um 500 milljónir króna. Eignin bólgnaði því um hálfan mOljarð á tímabilinu. Það er um 18% ávöxtun á ári. Ágætt, ekki satt? Saga Olís hefur verið ævintýri allt frá því að þau hjón, Gunnþórunn og Óli Kr. Sigurðsson, heitinn, keyptu, í gegnum fyrirtæki sitt Sund hf., 74% í Olís laugardaginn 30. nóvember 1986. Það reyndist laugardagur til lukku. Kaupverðið var um 78 milljónir króna. Sagan segir að Óli hafi greitt fyrstu útborgunina, 4,5 mill- jónir króna, út af ávísanar- eikningi Olís. Kunnur bankastjóri mun eitt sinn hafa haft á orði um slík kaup að þau væru eins og að „rífa sjálfan sig upp á hárinu“. GUNNÞÓRUNN BAKSVIÐS EN ÓLI í FRONTINUM Á þessum árum fór lítið fyrir Gunnþórunni, hún vann baksviðs. En þeim mun meira fór fyrir eigin- MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G BRAGIJÓSEFSSON manninum Óla Kr. Sigurðssyni, eða Óla í Olís eins og hann var jafnan kall- aður. Óli lést mjög sviplega 9. júlí 1992. Frá og með kaupunum í Olís varð hann goðsögn í viðskiptalífinu. Næstu þrjú ár urðu ævintýraleg Olís- ár við að forða fyrirtækinu frá gjald- þroti. Hver dagur var ævintýri og mikið gekk á, sérstaklega í sambandi við Landsbankann. Slagurinn við Landsbankann var bæði harður og illskeyttur. Slagurinn náði hámarki frá haustinu 1988 til haustins 1989. Um mitt sumar 1989 varð Óli að taka á öllu, sem hann átti, í slagnum en þá lagði bankinn meðal annars fram kyrrsetningarkröfu á eignir félagsins. En Óli varðist fim- lega í sölum borgarfógeta og naut í þeim skylmingum góðs liðsinnis stór- vinar síns, Óskars Magnússonar lög- Gunnþórunn Jónsdóttir á aðalfundi Olís á dögunum. fræðings, sem nú er raunar forstjóri Hagkaups. Þeir höfðu betur. Á lagamáli þýðir kyrrsetning að viðkomandi skuldari megi ekki ráð- stafa eignum sínum sem eru kyrrsett- ar. Ekki megi leigja þær eða selja. Undanfari kyrrsetningar er sá að að lánadrottinn, Landsbankinn í Olísmál- inu, efast um að skuldarinn geti greitt skuldir sínar eða hafi jafnvel áhuga á því. Þegar krafa um kyrrsetningu er lögð fram kemur skuldarinn og bendir á eignir sínar sem tryggingu fyrir greiðslunni. KEYPTUILLA STATT FYRIRTÆKI 0G KOMU ÞVÍ Á BEINU BRAUTINA Olísmálið var orðið mikið vand- ræðamál hjá Landsbankanum löngu fyrir komu Óla Kr. Sigurðssonar. í raun keyptu Óli og Gunn- þórunn illa statt fyrirtæki á lágu verði, komu skikki á það, björguðu því fyrir horn og rifu það síðan upp. Þau gerðu verðlitla eign að mjög verðmætri með mikilli út- sjónarsemi. Það var mikil og erfið vinna — en ábatasöm. Olísmálið gekk í stuttu máli út á að félagið skuldaði of mikið í Landsbankanum og fyrir vikið var það stöð- ugt í vanskilum. Eiginfjárst- 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.