Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 17

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 17
Gunnþórunn Jónsdóttir. Barátta hennar og Óla heitins í Olís við Landsbankann var ótrúleg — en ábatasöm. Afar litlu munaði í byrjun ársins 1989 að bankinn tæki völdin í fyrirtækinu og þau misstu það úr höndunum. Þá hefði milljarðasala Sunds hf. á dögunum ekki farið fram — og þessi fréttaskýring ekki verið skrifuð. aðan var hins vegar traust og nam um 755 milljónum króna þegar skylming- arnar við Landsbankann stóðu sem hæst. Stór hluti eigna OKs var hins vegar í fasteignum og tækjum, sem og útistandandi kröfum á viðskipta- menn. Það voru einmitt þessar út- istandandi kröfur sem taldar voru of hátt metnar. En Óli var laginn við að rukka og semja og náði fyrir vikið meiru út úr þessari eign en þeir bjart- sýnustu þorðu að vona. FRÉTTASKÝRING JÓN G. HAUKSSON „MÉR HEFUR VERIÐ KENNT AD STANDA j SKIL(JM“ Á eldfjörugum og frægum blaða- mannafundi 2. nóvember 1988, þar sem eftirminnilega sló í brýnu á milli Óla og Halls Hallssonar fréttamanns, sagði Óli hin fleygu orð: „Mér hefur verið kennt að standa í skilum en biðja ekki um lán.“ Tæknilega var mjög 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.