Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 25

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 25
 HHNIHHHHHHHnHHHHSSUBi VONIN UM HAGNAÐ. Fyrirtæki úti í heimi hafa ekki síst tekið umhverfisvernd inn í stefnu sína til að skapa aukin viðskipti. Hagnast. Hagnaðarvonin kveikir helst í stjórnendum til að taka af festu á umhverfis- og gæðamálum. mengunarslys. Tankbílar er búnir mengunarvarnarbúnaði með mikilli lekavörn ef óhapp skyldi eiga sér stað. Raunar hefur nýlega reynt á slíkan búnað í óhappi sem varð norður í Þingeyjarsýslu. Þar sannaði búnað- urinn sig. UMHVERFISFÉLAG ÍSLANDSBANKA íslandsbanki er eitt þeirra fyrir- tækja sem hefur sérstaka umhverfis- stefnu og hefur látið þau mál til sín taka í kynningu og markaðssetningu. Mjög gott samstarf er á milli bankans og starfsmanna um umhverfismál. Það birtist ekki síst í því að árið 1993 stofnaði starfsmannafélagið sérstakt Umliverfisfélag til að efla þekkingu og vitund viðskiptavina, eigenda og starfsmanna íslandsbanka, fjöl- skyldna þeirra og annarra á umhverf- ismálum. Á meðal þess sem Umhverfisfélag íslandsbanka hefur staðið fyrir á und- anfömum fjórum árum er að halda sérstakan skógræktardag bankans og hafa starfsmenn gróðursett um 20 þúsund trjáplöntur á um 14 stöðum víðs vegar um landið. íslandsbanki hefur fengið verulega kynningu á þessari starfsemi sinni í fjölmiðlum auk þess sem bankinn hefur sjálfur gefið út prentað efni um mikilvægi umhverfismála þar sem stefna hans er kynnt. Þessi dæmi hér á undan um það hvernig umhverfismál hafa verið sett inn í markaðsstefnu og heildarstefnu fyrirtækja eru ekki valin af handahófi heldur til að sýna að þótt starfsemi fyrirtækja sé gjörólík koma umhverf- ismál við sögu í öllum fyrirtækjum. Allir sjá strax mikilvægi þess að olíu- félög sinni umhverfismálum en ein- hver kynni að spyrja hvers vegna banki láti þessi mál sig varða. UMHVERFISVERND ÁÞREIFANLEG í FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKJUM Þarna blasir við einn af hornstein- unum í umhverfisvernd. Hann er sá að umhverfismál snerta öll fyrirtæki, hvort heldur þau eru í framleiðslu eða þjónustu. Umhverfisvemd hlýtur samt ævinlega að vera óáþreifanlegri í þjónustufyrirtæki en fyrirtæki í framleiðslu þar sem hún er mjög áþreifanleg. Fyrirtæki í þjónustu geta lagt mál- inu lið með alls kyns kynningu á nauð- syn umhverfisverndar ásamt því að nota vistvænar vörur til rekstursins. Þannig geta þau sett inn í stefnu sína að nota endurunninn pappír; að ákveða hversu mikill pappír sé notað- ur; að flokka úrgang; nota umhverfis- væna tússpenna; að tæki, eins og lyftarar, séu rafknúnir og mengi sem minnst; að skipuleggja umferð bfla og tækja á athafnasvæðum sínum og þannig mætti lengi telja. Flokka má umhverfisvernd í ís- lensku atvinnulífi í þrjá flokka. Þau fyrirtæki sem þegar hafa umhverfis- mál í stefnu sinni. Þau sem eru að byrja að vinna að þessum málum. Loks eru það þau fyrirtæki sem ekki eru farin að gera neitt. Sá flokkur er því miður enn langfjölmennastur. Ætla má að aðeins í kringum 15 til l IÝIR TÍMAR * r IÝJA R t (RÖ >FU IR SORPTÆKNI býður fyrirtækjum og sveitarfélögum lausn á sorpfrágangi fyrir ólíkar aðstæður. SORPTÆKNIer umboðsaðili fyrir þrjá affremstu framleiðendum sorptætara, pressugámaog safnstöðva í Evrópu. 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.