Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 26

Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 26
UMHVERFISMAL STEINALDARHUGSUNARHÁTTUR. „Ég tel að vlð íslendingar séum stutt á veg komnir í umhverfisvernd. Það ríkir enn of mikill steinaldarhugsunarháttur í þessum málum, bæði hjá almenningi og stjórnendum í fyrirtækjum. Það vantar mikið á að hinn dæmigerði stjórnandi sjái markaðsmöguleika umhverfisverndar." - Guðjón Jónsson, hjá Iðntæknistofnun 20 fyrirtæki á íslandi fylli fyrstu tvo flokkana. íslenska álfélagið í Straumsvík, ísal, er það fyrirtæki sem af fagmönnum er talið lengst komið í umhverfisstjórnun. Þess má geta að forstjóri fyrirtækisins, Christian Roth, er raunar þekktur náttúruverndarsinni. UMHVERFISSTEFNA EIMSKIPS Eimskip setti fyrir nokkrum árum umhverfisvernd inn í stefnu sína. Þar er unnið skipulega að þessum málum. Áður hefur verið minnst á umhverfis- mál olíufélaganna og fyrirbyggjandi starf þeirra. Landsvirkjun er með harða um- hverfisstefnu. Enda segir það sig sjálft að við virkjun vatnsafls og lagn- ingu raflína getur orðið röskun á nátt- úrunni og hlýtur umhverfisvernd því að vera snar þáttur í starfseminni. Fyrirtækið ver miklu fé í að græða upp og laga þá röskun sem bygging virkjana hefur í för með sér. Ekki verður svo fjallað um um- hverfismál fyrirtækja og losun úr- gangs að ekki sé minnst á starfsemi Sorpu sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þar er allt rusl, sem kemur frá fyrirtækjum, flokkað og því eytt. Raunar sýnir nú austurrískt fyrirtæki því mikinn áhuga að koma inn í rekstur Sorpu eða leigja aðstöðu frá fyrir- tækinu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgar- stjóri var nýlega í Aust- urríki í viðræðum við þetta austurríska fýrir- tæki. Þá má geta stórauk- innar starfsemi Gáma- þjónustunnar á undan- förnum árum. En fyrir- tækið er nú leiðandi hér á landi í að flytja rusl og annan úrgang frá fyrir- tækjum. En víkjum þá að starfsemi iðnfyrir- tækja og hvernig þau geta beitt svo- nefndri aðferð „hreinnar framleiðslu- tækni“ í umhverfisvernd sinni en að- ferðin kom fram í Bandaríkjunum Christan Roth, forstjóri ísal. Fyrir- tækið hefur markað sér mjög skýra stefnu í umhverfismálum. Að mati fagmanna er fyrirtækið komið hvað lengst hér á landi í umhverfisstjórn- un. snemma á níunda áratugnum. Hún gengur út á að draga úr myndun úr- gangs við framleiðslu og draga þannig úr heildarkostnaði við eyðingu úrg- angs. Farið er markvisst yfir fram- leiðsluferil fyrirtækja og myndunar- staðir úrgangs eru kortlagðir. BANDARÍSKA AÐFERÐIN: HREIN FRAMLEIÐSLUTÆKNI Iðntæknistofnun leiddi aðferð hreinnar framleiðslutækni inn í ís- lenskt atvinnulíf árið 1990 þegar stofnunin hratt af stað verkefni í sam- vinnu við fimm fyrirtæki í iðnaði þar sem aðferðin var reynd. Fyrirtækin fimm voru: Islenskur skinnaiðnaður á Akureyri, Plastos, Sápugerðin Frigg, Vífilfell, Lýsi. Að sögn Guðjóns Jónssonar hjá Iðntæknistofnun, sem hafði umsjón með verkefninu, gekk það vonum framar. í mörgum tilfellum var hægt að draga all verulega úr kostnaði með því að minnka sóun. Dæmi er að finna um að dregið hafi verið úr heildar- magni úrgangs um 70% og kostnaður lækkaður um allt að 2 til 3 milljónir króna á ári. í framhaldi af þessu tekur Iðn- tæknistofnun, ásamt Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, þátt í norrænu verkefni þar sem verið er að skoða samhengið á milli umhverfismála og gæðamála. TJtlit er fyrir að mikil tengsl verði á milli þessara þátta í framtíðinni enda má segja gæði og um- hverfismál gangi út á að draga úr sóun. Hlutur íslendinga í verkefninu er að vinna að umhverf- isúttekt hjá matvæla- og fiskframleiðendum. Þau fyrirtæki sem hafa tekið þátt í verkefninu fram til þessa eru: HVERS VEGNA UMHVERFISVERND? 1. Mengun og ágangur af mannavöldum er að stefna öllu lífríki jarðar í hættu. 2. Eyðing ósonlagsins er lífi hættuleg. 3. Eiturefni, sem úrgangur iðnaðarframleiðslu, finnast víða í náttúrunni og þúsundir deyja vegna neyslu á ódrykkjar- hæfu vatni eða vegna vatnsskorts. 4. Sex milljónir hektara verða að eyðimörk á ári hverju (rúmlega hálft ísland) og eru helstu orsakirnar skógar- högg (30%) og ofbeit (35%). 5. Regnskógar jarðar, sem eru mikilvægir vegna fram- leiðslu súrefnis, eru að eyðast. 6. Víða er rányrkja; of mikil veiði, akuryrkja eða hráefnis- öflun sem leiðir til mikils vanda. 7. Enn er endurnýting hráefnis og úrgangs aðeins iítið brot af framleiðsiu í heiminum. (Ur bæklingi Islandsbanka). 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.