Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 26
UMHVERFISMAL
STEINALDARHUGSUNARHÁTTUR. „Ég tel að vlð íslendingar séum stutt á veg komnir í
umhverfisvernd. Það ríkir enn of mikill steinaldarhugsunarháttur í þessum málum, bæði hjá
almenningi og stjórnendum í fyrirtækjum. Það vantar mikið á að hinn dæmigerði stjórnandi sjái
markaðsmöguleika umhverfisverndar."
- Guðjón Jónsson, hjá Iðntæknistofnun
20 fyrirtæki á íslandi fylli fyrstu tvo
flokkana. íslenska álfélagið í
Straumsvík, ísal, er það fyrirtæki
sem af fagmönnum er talið lengst
komið í umhverfisstjórnun. Þess má
geta að forstjóri fyrirtækisins,
Christian Roth, er raunar þekktur
náttúruverndarsinni.
UMHVERFISSTEFNA EIMSKIPS
Eimskip setti fyrir nokkrum árum
umhverfisvernd inn í stefnu sína. Þar
er unnið skipulega að þessum málum.
Áður hefur verið minnst á umhverfis-
mál olíufélaganna og fyrirbyggjandi
starf þeirra.
Landsvirkjun er með harða um-
hverfisstefnu. Enda segir það sig
sjálft að við virkjun vatnsafls og lagn-
ingu raflína getur orðið röskun á nátt-
úrunni og hlýtur umhverfisvernd því
að vera snar þáttur í starfseminni.
Fyrirtækið ver miklu fé í að græða
upp og laga þá röskun sem bygging
virkjana hefur í för með sér.
Ekki verður svo fjallað um um-
hverfismál fyrirtækja og losun úr-
gangs að ekki sé minnst á starfsemi
Sorpu sem er í eigu sveitarfélaganna
á höfuðborgarsvæðinu. Þar er allt
rusl, sem kemur frá fyrirtækjum,
flokkað og því eytt. Raunar sýnir nú
austurrískt fyrirtæki því mikinn
áhuga að koma inn í
rekstur Sorpu eða
leigja aðstöðu frá fyrir-
tækinu. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgar-
stjóri var nýlega í Aust-
urríki í viðræðum við
þetta austurríska fýrir-
tæki.
Þá má geta stórauk-
innar starfsemi Gáma-
þjónustunnar á undan-
förnum árum. En fyrir-
tækið er nú leiðandi hér
á landi í að flytja rusl og
annan úrgang frá fyrir-
tækjum.
En víkjum þá að starfsemi iðnfyrir-
tækja og hvernig þau geta beitt svo-
nefndri aðferð „hreinnar framleiðslu-
tækni“ í umhverfisvernd sinni en að-
ferðin kom fram í Bandaríkjunum
Christan Roth, forstjóri ísal. Fyrir-
tækið hefur markað sér mjög skýra
stefnu í umhverfismálum. Að mati
fagmanna er fyrirtækið komið hvað
lengst hér á landi í umhverfisstjórn-
un.
snemma á níunda áratugnum. Hún
gengur út á að draga úr myndun úr-
gangs við framleiðslu og draga þannig
úr heildarkostnaði við eyðingu úrg-
angs. Farið er markvisst yfir fram-
leiðsluferil fyrirtækja og myndunar-
staðir úrgangs eru kortlagðir.
BANDARÍSKA AÐFERÐIN:
HREIN FRAMLEIÐSLUTÆKNI
Iðntæknistofnun leiddi aðferð
hreinnar framleiðslutækni inn í ís-
lenskt atvinnulíf árið 1990 þegar
stofnunin hratt af stað verkefni í sam-
vinnu við fimm fyrirtæki í iðnaði þar
sem aðferðin var reynd. Fyrirtækin
fimm voru:
Islenskur skinnaiðnaður á
Akureyri,
Plastos,
Sápugerðin Frigg,
Vífilfell,
Lýsi.
Að sögn Guðjóns Jónssonar hjá
Iðntæknistofnun, sem hafði umsjón
með verkefninu, gekk það vonum
framar. í mörgum tilfellum var hægt
að draga all verulega úr kostnaði með
því að minnka sóun. Dæmi er að finna
um að dregið hafi verið úr heildar-
magni úrgangs um 70% og kostnaður
lækkaður um allt að 2 til 3 milljónir
króna á ári.
í framhaldi af þessu tekur Iðn-
tæknistofnun, ásamt Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins, þátt í norrænu
verkefni þar sem verið
er að skoða samhengið
á milli umhverfismála
og gæðamála. TJtlit er
fyrir að mikil tengsl
verði á milli þessara
þátta í framtíðinni enda
má segja gæði og um-
hverfismál gangi út á að
draga úr sóun. Hlutur
íslendinga í verkefninu
er að vinna að umhverf-
isúttekt hjá matvæla-
og fiskframleiðendum.
Þau fyrirtæki sem hafa
tekið þátt í verkefninu
fram til þessa eru:
HVERS VEGNA UMHVERFISVERND?
1. Mengun og ágangur af mannavöldum er að stefna öllu
lífríki jarðar í hættu.
2. Eyðing ósonlagsins er lífi hættuleg.
3. Eiturefni, sem úrgangur iðnaðarframleiðslu, finnast víða
í náttúrunni og þúsundir deyja vegna neyslu á ódrykkjar-
hæfu vatni eða vegna vatnsskorts.
4. Sex milljónir hektara verða að eyðimörk á ári hverju
(rúmlega hálft ísland) og eru helstu orsakirnar skógar-
högg (30%) og ofbeit (35%).
5. Regnskógar jarðar, sem eru mikilvægir vegna fram-
leiðslu súrefnis, eru að eyðast.
6. Víða er rányrkja; of mikil veiði, akuryrkja eða hráefnis-
öflun sem leiðir til mikils vanda.
7. Enn er endurnýting hráefnis og úrgangs aðeins iítið brot
af framleiðsiu í heiminum. (Ur bæklingi Islandsbanka).
26