Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 38

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 38
Ari Teitsson, nýkjörinnformaðurBændasamtaka íslands, ætlarekki aðflytjaámölina, suðurtil Reykjavíkur. Hann ætlar að stjórna samtökunum frá skrifstofu sinni á býli sínu fyrir norðan. Tímanna tákn, ekki satt? Skrifborð, stóll, lampi ogbókahillur prýddu áður hin svonefndu húsbónda- herbergi. Nú hafa tölvur, fax og sími víða bæst við - jafnvel ljósritunarvélar og sjónvarpstæki. Það er líka svo að margir stjórnendur hafa fært hluta af vinnunni heim til sín. Og einyrkjar, menn sem vinna hjá sjálfum sér, hafa margir hverjir sagt upp leigu á skrif- stofuhúsnæði og flutt reksturinn heim til sín. Stórbætt fjarskipti gera þeim það kleift. Þessi breyting endurspeglast skemmtilega í svari nýkjörins for- manns Bændasamtaka íslands, Ara Teitssonar, bónda í Þingeyjarsýslu, við spurningu fréttamanna um það hvort hann ætlaði ekki að flytja suður á mölina, til Reykjavíkur, og stjórna samtökunum þaðan. „Nei,“ svaraði Ari og bætti við að það væru til tölv- ur, símar og fax-tæki. Hann gæti stjórnað að norðan. Þetta svar er tím- anna tákn fyrir nútíma stjórnandann. SKRIFSTOFA 21. ALDARINNAR Erlendis hefur það aukist í stórum stíl að toppstjórnendur, millistjórn- endur, hluthafar, fjárfestar, fyrirles- arar og þó sérstaklega ýmiss konar sérfræðingar, séu með fullkomnar skrifstofur heima hjá sér og vinni þar að stórum hluta. Jafnvel viku - eða vikur - í senn og mæti síðan á skrif- stofur sínar í fyrirtækjunum. Og lík- lega verða skrifstofur heimahúsanna táknrænar fyrir skrifstofur 21. aldar- innar í viðskiptalífinu. Svo verður einnig hér á landi. Astæður eru nokkrar. Mesti vaxtar- broddurinn í íslensku atvinnulífi er í litlum fyrirtækjum. Einyrkjum mun Qölga. Til að fá vinnu þurfa menn hreinlega að skapa sér vinnu. Og hvers vegna þá ekki að nota heima- húsið í stað þess að leigja skrifstofu úti í bæ? Sömuleiðis kann eldsneyti að hækka í verði á næstu áratugum og TÍMANNA TÁKN Þessi breyting endurspeglast skemmtilega í svari nýkjörins formanns Bændasamtaka ísiands, Ara Teitssonar, bónda í Þingeyjarsýslu, við spurningu fréttamanna um það hvort hann ætlaði ekki að flytja suður á mölina, til Reykjavíkur, og stjórna samtökunum þaðan. „Nei,“ svaraði Ari og bætti við að það væru til tölvur, símar og fax-tæki. Hann gæti stjórnað að norðan. Þetta svar er tímanna tákn fyrir hinn nútíma stjórnanda. 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.