Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 52

Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 52
NÆRMYND / Arni Samúelsson í nærmynd Frjálsrar verslunar: BÍÓKÓNGURINN Strákurinn úr Hlíöunum, sem fór alltafi bíó á sunnudögum og skiþtist á hasarblöðum við aðra stráka, gerði bíódelluna að aðalstarfi mi Óli Samúelsson forstjóri er bíókóngurlslands. Hannhefur aukið framboð á kvikmyndum margfalt á síðustu 15 árum með rekstri íjölsala kvikmyndahúsa og með harðri samkeppni hleypt nýju lífi í bíórekstur á Islandi. Nú þykir ekkert tiltökumál að kvikmyndir séu sýndar hér volgar úr draumaverksmiðjunni í Hollywood og Evrópufrumsýningar og heimsfrumsýningar á kvikmynd- um hérlendis eru reglulegir viðburð- ir. Það þykir varla í frásögur færandi þótt kvikmyndir tilnefndar til Óskars- verðlauna hafi þegar borið fyrir augu kvikmyndahúsagesta á íslandi þegar afhending verðlaunanna fer fram. AFMÆLISGREIN í VARIETY Arni Ó. Samúelsson hefur fengist við rekstur kvikmyndahúsa frá árinu 1967. Fyrsta viðfangsefni hans á þessu sviði var rekstur Nýja-Bíós í Keflavík sem hann annaðist ásamt því að reka sína eigin heildverslun í Reykjavík. Fyrirtækið SamFiIm var stofnað árið 1975 og hefur eitt ís- lenskra fyrirtækja fengið 20 ára af- mælisgrein um sig í ameríska tímarit- inu Variety sem er biblía bandarísks skemmtanaiðnaðar. Þáttaskil urðu í rekstri Árna árið 1982 þegar hann opnaði kvikmyndahúsið Bíóhöllina í Mjódd í húsnæðinu í sama húsnæði og skemmtistaðurinn Broadway. Ámi var harðfylginn við að ná til sín um- boðum til dreifinga og sýningarrétti fyrir ýmis kvikmyndafélög og rekstur Bíóhallarinnar gekk vel. Fimm árum seinna, 1987, tók hann við rekstri gamla Austurbæjarbíós við Snorra- braut og skírði það Bíóborgina. Saga- bíó var svo opnað í kjallara Bíóhallar- TEXTI: PÁLL ÁSGEIRSSON innar við Álfabakka 1991 og einu nafni eru kvikmyndahúsin nefnd Sambíóin og varla til sá íslendingur núlifandi sem ekki hefur verið gestur í sölum einhvers þeirra kvikmyndahúsa sem Árni rekur. í þessari upptalningu má ekki gleyma Nýja-Bíói í Keflavík sem enn tilheyrir Sambíóunum. Ámi lætur ekki þar við sitja í af- þreyingarmálum því hann hefur síðan um mitt ár 1994 rekið útvarpsstöðina FM sem er til húsa við Álfabakkann í höfuðstöðvum Sambíóanna. Þess ut- an eru Sam-myndbönd umsvifamikil í útgáfu myndbanda og þannig eru við- skiptavinir Árna einnig í heimahús- um. Þá er ónefnt að Ámi hefur til skamms tíma átt hlut í Islenska út- varpsfélaginu sem rekur m.a. Bylgj- una og Stöð 2 en seldi sinn part á 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.