Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 53
síðasta ári. Hann hefur einnig verið
orðaður við ýmsar tilraunir manna til
þess að veita aukinni samkeppni inn í
sjónvarpsrekstur á Islandi. Um tíma
var hann í samstarfi með Frjálsri
fjölmiðlun og fleirum í fyrirtækinu Sýn
hf.
KAPALSJÓNVARP í HAUST
Þótt fyrirtæki Arna, SamFilm, sé
20 ára gamalt og hafi vakið verðskuld-
aða athygli langt út fyrir landsteinana
er ekki þar með sagt að hann og hans
menn láti kyrrt liggja heldur er land-
helgi vitundariðnaðarins stöðugt að
færast út. í október í haust ætlar
SamFilm að opna eigin kapalsjón-
varpsstöð sem á að senda út á fjórum
rásum. Innihaldið verður traust
blanda af tónlist, kvikmyndum,
íþróttum og fréttaefni án þess að rek-
in verði sjálfstæð fréttastofa. Sent
verður gegnum ljósleiðarakerfi Pósts
og síma og stefnt að því að ná til 10
þúsund heimila í fyrstu atrennu en 80
þúsund fljótlega. Samkeppnin beinist
fyrst og fremst gegn Stöð 2 og kunn-
ugir segja að þarna sé í burðarliðnum
næsta stórbylting á sviði afþreyingar
á íslandi sem eigi eftir að færa ísland
endanlega inn í nútí-
mann í þessum efn-
um.
Ámi er í hugum
margra tengdur við
Keflavík og margir telja hann Keflvík-
ing en svo er ekki. Hann fæddist í
Reykjavík 12. júlí 1942 og ólst þar
upp. Hann tók próf úr Verslunarskól-
anum 1962 og starfaði við bankastörf í
Keflavík 1964 til 1968 og tók við Nýja-
bíói þar 1967. Hann stofnaði matvöru-
verslunina Víkurbæ í Keflavík sem
varð að keðju verslana sem seldi
fleira en matvörur, s.s föt og hljóm-
plötur. Víkurbær var í eigu Áma og
fjölskyldu til 1982 þegar hann flutti sig
yfir í bíórekstur eingöngu.
Ami er fæddur 12. júlí og er því í
merki Krabbans. Krabbafólk er sagt
vera dular, lokaðar og tilfinninga-
næmar manneskjur. Stundum er sagt
um þetta fólk að það fari ekki beina
leið að settu marki heldur gangi svo-
lítið út á hlið líkt og einkennisdýr
merkisins en komist alltaf að settu
marki samt sem áður.
Foreldrar Árna voru Samúel
Torfason frá Kollsvík á Rauðasandi
og Unnur Árnadóttir. Ámi telst því í
föðurætt vera af hinni nafntoguðu
Kollsvíkurætt sem em afkomendur
vestfirskra bænda og sjóvíkinga með
salt í skegginu. Unnur var dóttir Árna
Jónssonar frá Varmá í Mosfellssveit
og Branddísar Guðmundsdóttur frá
Litlaholti í Dölum. Árni á tvær systur.
Önnur er Hlíf Samúelsdóttir heildsali,
gift Pétri Stefánssyni verkfræðingi,
og Torfhildur Samúelsdóttir gift Guð-
mundi Ágústssyni tæknifræðingi.
Samúel faðir Áma fékkst við ýmsan
sjálfstæðan atvinnurekstur og varð
fyrstur íslendinga til þess að fram-
leiða sellófanpoka í vélum og hóf þá
framleiðslu 1947.
Ámi kvæntist 14.11. 1964 Guðnýju
Sigurlín Ásberg Björnsdóttur, dóttur
Björns Snæbjömssonar forstjóra í
Keflavík og Elísabetar Ásberg. Þarna
er komin skýringin á því hvað dró
Árna til Keflavíkur þegar prófi úr
Verslunarskólanum
lauk en samkvæmt
bestu heimildum
kynntust þau hjónin
gegnum sameigin-
legan íþróttaáhuga. Björn
Snæbjörnsson starfaði við eigin at-
vinnurekstur á Suðurnesjum og rak
meðal annars Nýja-Bíó í Keflavík þar
til Árni tók við því.
Ámi og Guðný eiga þrjú börn. Þau
eru Björn Ásberg f. 1965, Alfreð Ás-
berg f. 1967 og Elísabet Ásberg f.
1967. Elísabet og Alfreð eru tvíburar.
Börnin eru öll gift og hópur bama-
bama fer stækkandi.
RÍFUR AF MIÐUM 0G SELUR SÆLGÆTI
Ámi fylgist grannt með fjölþættum
rekstri kvikmyndahúsa sinna. Hann
er með skrifstofu í húsakynnum Bíó-
hallarinnar við Álfabakka en hikar
ekki við að selja miða, rífa af miðum
og afgreiða poppkorn og sælgæti
þegar svo ber undir. Stundum reka
menn upp stór augu þegar þeir sjá
þekkt andlit hans fyrir innan sjoppu-
borðið en þetta lýsir stjórnunarstíl
hans vel. Hann er sagður vinnusamur
og ákveðinn og gerir talsverðar kröf-
ur til starfsfólks síns.Tíðar utanferðir
tilheyra starfi bíóbarónsins og liggur
leiðin oftast á kvikmyndakaupstefnur
eða kvikmyndahátíðir bæði vestan
hafs og austan. Við slík tækifæri um-
gengst Árni iðulega misfrægar kvik-
myndastjörnur og sumar svo frægar
að margir öfunda hann leynt og ljóst af
því af þessum sérstæðu starfshlunn-
indum. Hægt væri hér að nefna nöfn
eins og Arnold Schwarzenegger,
Barböru Streisand, John Travolta og
Sylvester Stallone en allt er þetta fólk
sem Árni hefur hitt og haft samskipti
við. Jon Voight er þekktur fyrir leik
sinn í Midnight Cowboy og Coming
Home en Voight hefur komið til ís-
NÆRMYND
Bíókóngurinn, Árni Óli Samúelsson, segir að margir hafi talið sig bandbrjál-
aðan af bjartsýni er hann réðst í byggingu Bíóhallarinnar árið 1980. En hann
lét allar úrtölur sem vind um eyru þjóta og getur nú litið um öxl og sagt með
góðri samvisku að hann hafi haft rétt fyrir sér.
53