Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 54

Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 54
NÆRMYND lands og verið gestur á heimili Áma. í viðtölum hefur Árni sagt að fljótlega fari mesti glansinn af því að umgang- ast stórar stjömur og segir það ekki stíga sér til höfuðs að hitta frægt fólk sem í flestum tilvikum sé mjög líkt og fólk er flest en meðal uppáhaldsleik- ara Áma má nefna Harrison Ford og Sean Connery. Á ÍBÚÐ í LOS ANGELES Starfið felur það í sér að Ámi þarf að dvelja langdvölum er- lendis og þau hjónin eiga íbúð í Los Angeles og dvelja þar í vax- andi mæli við að sinna viðskipta- samböndum. Los Angeles er meðal uppáhaldsstaða hans í heiminum og þar á hann fjölda vina og viðskiptafélaga og má segja að það sé orðið hans annað heimili. „Hann fylgir einni meginstefnu í viðskiptum og hún byggir á hans eigin vinnusemi og hörku,“ segir maður sem þekkir Áma mætavel gegnum starfið. Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus hefur þekkt Áma árum saman bæði gegnum viðskiptin og einnig persónulega. „Ég kynntist honum fyrst þegar ég keypti af honum plastpoka fyrir Slát- urfélagið í gamla daga. Pabbi hans framleiddi sellófanpoka, mikill ágætismaður. Ámi er fyrst og fremst hörkuduglegur og skemmtilegur fé- lagi sem er laus við allt snobb." „Ég kynntist Áma fyrst gegnum Áramót. Mér sýnist hann vera harð- snúinn bisnessmaður með yfirburða- þekkingu á því sem hann er að fást við. Sumir segja að hann sé frekur en ég hefi ekki séð þá hlið á honum enda höfum við alltaf setið sömu megin við borðið,“ segir Þorgeir Baldursson forstjóri prentsmiðjunnar Odda. „Menn halda sjálfsagt að það þuríi einhveija sérstaka hörku í þessu en það er fyrst og fremst eljusemi og þekking.“ MIKIÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Ami stendur ekki einn í sínum rekstri því synir hans, Björn og Al- freð, taka virkan þátt í starfinu með föður sínum. Það gerir reyndar eigin- konan, Guðný, einnig en Elísabet, dóttir Áma, er nú búsett í Banda- ríkjunum, annars væri hún eflaust við störf hjá fjölskyldufyrirtækinu. Alls vinna ríflega 100 manns hjá SamFilm og Sambíóunum, flestir reyndar við bíóin. Björn er titlaður fram- kvæmdastjóri Sambíóanna en Alfreð er markaðsstjóri. Þetta eru alls ekki alfarið skrifstofust- örf því oft stendur Björn í dyrum í Bíóborginn og rífur af miðunum meðan starfsvettvangur Alfreðs er í Bíóhöllinni. Þannig nýtur Ami þeirra forréttinda að vinnan tekur ekki of mikinn tíma frá fjöl- skyldunni því fjölskyldan er með honum í vinnunni. En hvernig er að vinnan undir stjórn pabba gamla? Því svara þeir bræður Björn og Albert sem hvergi hafa unnið ann- ars staðar en í fyrirtækjum íjölskyld- unnar og byrjuðu sem smápoOar í Vík- urbæ í Keflavík að sinna ýmsum við- vikum eins og að mala kaffibaunir fyrir viðskiptavini eftir pöntun. „Hann er frekar kröfuharður yfir- maður bæði við okkur og aðra starfs- menn. Það má segja að okkur finnist hann harður en sanngjam,“ segja þeir bræður. „Þó gerðar séu kröfur til Ámi er í hugum margra Keflvíkingur. En svo er ekki. Hann ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík. ^TTri i i HJ Electrolux I mismunandi hceðum. Einfaldir í uppsetningu. Margir aukahlutir s.s. venjulegar hillur, slá fyrir tromlur o.fl. eenBTKueroK r»aijcf\ Borgartúni 26, Reykjavík. ; Sími 91-622262. Símbréf 91-622203. GALVANISERAÐIR BRETTAREKKAR 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.