Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 55
fólks þarf það ekki að þýða að það sé óánægt og margir starfsmenn hafa unnið hér árum saman og starfsand- inn hér er góður.“ LÉK MEÐ LANDSLIÐINU í HANDBOLTA Þegar Ami bíóbarón er ekki að vinna sinnir hann áhugamálum sínum. Meðal þeirra eru kvikmyndir en Ámi sér allar kvikmyndir sem Sambíóin taka til sýninga og hefur ekki aðeins viðskiptalegan áhuga á kvikmyndum heldur líka fagurfræðilegan, að sögn kunnugra. Iþróttir vekja talsverðan áhuga hans og hann fylgist nokkuð vel með því sem fram fer í heimi íþrótt- anna. Einkum er það þó handbolti sem vekur spennu í blóðinu því Árni var á sínum yngri árum liðtækur handboltamaður. Ferill hans hófst með Ármanni og þar lék hann sem skytta og þótti bæði skotfastur og markviss. Hann var nógu góður til þess að vera valinn í fyrsta unglinga- landslið Islands og komst síðan alla leið í A-landsliðið og lék með því nokkra leiki. SYNDIR1000 METRA Á HVERJUM DEGI Árni fer í sund á hverjum einasta degi og syndir 1000 metra og gerir heimatilbúnar leikfimiæfingar. Með þessu móti hefur hann náð að halda sér í hörkuformi og kunnugir segja að hann sé mjög vel á sig kominn miðað við aldur og starf sem oft fylgir mikið álag en vinnudagur þess, sem rekur kvikmyndahús, er yfirleitt frá 13:00 til 01:00 á næturnar alla daga vikunnar. Þegar tómstundir gefast er þeim oft eytt í að horfa á kvikmyndir. Kvik- myndaáhuginn er mikill og það er sagt að á árum áður, þegar hjónin Árni og Guðný fóru saman á kvikmyndakaup- stefnur hafi oft verið horft á kvik- myndir frá 09:00-18:00 á daginn og svo var skroppið í bíó eftir kvöldmat- inn til að slaka á. Bíókóngurinn hefur mikinn áhuga á laxveiði og stangveiði og lærði til þeirra handbragða undir augliti föður síns sem var mikill veiði- maður. Árni dró sinn fyrsta lax 11 ára gamall í Elliðaánum sem síðan hefur alltaf verið vinsæll veiðistaður og þangað fer hann á hverju ári en honum hefur ekki tekist að kveikja veiði- Jóhannes Jónsson í Bónus er einn af bestu vinum Árna Samúelssonar. áhugann í sonum sínum sem fóru stundum með honum þegar þeir voru yngri en segjast vera hættir. Helstu veiðifélagar hans eru Pétur Stefáns- son, mágur hans, og Sigurjón Jó- hannsson sem er tæknimeistari Sam- bíóanna, sér um vélar og hljóð. Árni er félagi í Oddfellow og helsti félagi hans í því er Valdimar Steinþórsson í Texta hf. sem textar allar kvikmyndir fyrir Sambíóin en hann rækir funda- sókn þokkalega. Meðal persónulegra vina Áma má helst nefna Eggert Elíasson, fast- eignasala í Eignasölunni, sem var fé- lagi hans í barnaskóla og alla ævi síðan og býr í næsta húsi við hann í Starra- hólunum. „Við fórum eins og aðrir strákar úr Hlíðunum í Austurbæjarbíó á sunnu- dögum og skiptumst á hasarblöðum við aðra stráka. Þá hefði okkur fund- ist það fjarlægur draumur að annar okkar ætti eftir að eignast bíó,“ segir Eggert. I vinahópnum má einnig finna Sigurð Sigurjónsson lögfræðing sem annast alla lagakróka fyrir Sam-veld- ið, Guðmund Sigurðsson í Vogabæ í Vogum og Jóhannes Jónsson kaup- mann í Bónus svo nokkrir séu nefnd- ir. MiPasKRÁ SJ^arfrc,ta SKIPASKRÁ sjávarfrétta NÚFÁANLEGÁ TÖLVUTÆKU FORMI FRODI urn jiærö og gerö cillre ízlerizkru zkipíi áziirn i úieirriilbföngurri, zírriiinúrnerurn, fíixriúrrierurri og keririiiölum úigeröe þeirm. Armúla 18 Reykjavík bóka & blaðaútgáfa Sími: 581 2300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.