Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 62

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 62
FOLK ARNRÚN KRISTINSDÓTTIR, BORBIFYRIR TVO „Mér fannst vera þörf fyrir verslun af þessu tagi, þar sem verslað er með lit- ríkan og líflegan borðbúnað, og fann vöru að mínum smekk í Frakklandi, Þýska- landi, Englandi og á Ítalíu. Þegar borðaður er góður matur skiptir máli hvernig lagt er á borð og fólk hefur gaman af að breyta til og fá sér nýja línu inn á heimilið,“ segir Arnrún Kristinsdóttir eigandi verslunarinnar Borð fyrir tvo í Kringlunni. Arnrún er 36 ára og tók gagnfræðapróf frá Voga- skóla. Að því búnu fór hún í Húsmæðraskóla Suður- lands að Laugarvatni og var með síðustu nemendunum sem voru þar í heilan vetur. „Þegar ég var í skóla vann ég öll sumur í Lands- bankanum og í einn vetur að TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR loknum skóla. Síðan fór ég að vinna við útstillingar í Karnabæ og ákvað að læra fagið. Það gerði ég með eins vetrar námi í Kaupmanna- höfn. Eftir að heim kom urðu útstillingar fyrst auka- vinna hjá mér þegar ég vann á nokkrum stöðum, fyrst hjá Ásbirni Ólafssyni, heild- verslun, síðan hjá Fálkanum við auglýsingar og loks hjá Auglýsingaþjónustunni við almannatengsl.“ Rúna bjó á Spáni á árun- um 1985 til 1987 þar sem maður hennar lék hand- knattleik. Eftir að þau komu heim urðu útstillingar aðal- starf hennar og á tímabili hafði hún eina manneskju í vinnu. I nóvember 1991 stofnaði hún verslunina Borð fyrir tvo í Borgar- kringlunni ásamt Sigríði Héðinsdóttur en hún seldi sinn hlut fyrir um ári síðan. I febrúar sl. flutti verslunin úr Borgarkringlunni yfir í Kringluna. BfltTTU VIÐ NÁTTÚRULEGUM SNYRTIVÖRUM „Ég hef keypt inn vöru sem mér finnst falleg og vona að fleiri hafi sama smekk,“ segir Rúna þegar hún er spurð hvað einkenni verslun hennar. „Búðin hef- ur markað sér ákveðna sér- stöðu og á tryggan hóp við- skiptavina. Ég legg áherslu á að halda þeim stíl, sem markaður var í upphafi, og segi stundum að ég sé með vöru fyrir lrfslistamenn. Verslunarrekstur hefur verið eríiður sl. tvö ár og vörur eins og ég hef á boð- stólum eru eitt það fyrsta sem fólk sparar þegar kreppir að. En nú sýnist mér málin vera að komast í góðan farveg og er bjartsýn. Reyndar ætlaði ég í upphafi að hafa verslunina sem aukastarf með útstillinga- vinnunni en starfið var fljótt að vinda upp á sig. Ef vel á að ganga þarf að hugsa um svona fyrirtæki eins og barnið sitt. Á sl. ári tókum við inn nýja vörutegund þegar við yfirtókum vörur úr verslun- inni Bað og heilsa, sem var í Borgarkringlunni. Það eru náttúrulegar bað- og húð- snyrtivörur frá Neal’s Yard í London. Við hófum þá einn- ig sölu á handklæðum og baðherbergisvörum. “ AÐ ELDfl OG BORÐA MEÐ GÓÐUM VINUM Eiginmaður Rúnu er Ein- ar Þorvarðarson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, og eiga þau 14 ára dóttur og 5 ára son. „Vegna þess hvað starfið tekur mikinn tfma reyni ég að gefa fjölskyldu og vinum sem mest af frítímanum," segir Rúna aðspurð um áhugamál og tómstundir. „Ég hef áhuga á andlegum málum, lestri og tónlist. Ég er í hópi kvenna sem hittist einu sinni í mánuði til að ræða ýmis mál og fáum við fyrirlesara til að fræða okk- ur. Ég hef líka mjög gaman af að elda mat og njóta þess að borða hann með góðum vinum. Við Einar höfum ferðast töluvert og hann kemur stundum með mér í verslunarferðir. Það er svo miklu skemmtilegra en að vera einn að þvælast í út- löndum," segir Rúna að lok- um. „Verslunin Borð fyrir tvo selur vörur fyrir lífslistamenn. Það skiptir máli að hafa fallega hluti í kringum sig,“ segir Arnrún Kristinsdóttir. 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.