Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 82

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 82
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA NÝ STJÓRN - ÆRIN VERKEFNI Það verður að teljast nokkuð rökrétt framhald nýaf- staðinna alþingiskosninga að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu ríkisstjórn. Þótt fyrrverandi ríkisstjórn héldi í raun velli var ljóst að meirihluti hennar var orðinn það veikur að hætt er við að hann hefði ekki haldið í heil fjögur ár og það vitan- lega rétt sem bent hefur verið á að hefði sú stjórn verið mynduð hefði hver og einn alþingismaður stjórnar- flokkanna raunar haft úrslitavald um hvort stjórnin hefði lifað eða dáið. Slíkt hefði verið í meira lagi hættu- legt ekki síst vegna þess endalausa kjördæma- og hagsmunapots sem tröllríður íslenskum stjómmálum. Það mátti líka öllum ljóst vera sem fylgdist með kosn- ingabaráttunni að þótt lítill áherslumunur virtist milli allra flokka var hann þó hvað minnstur milli Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. í raun em báðir þessir flokkar miðjuflokkar og yrðu sjálfsagt hvarvetna skil- greindir sem sósíaldemókratískir flokkar. Margir, og þá ekki síst væntanlegir stjórnarand- stæðingar, hafa látið í ljós þá skoðun að líklegt verði að teljast að ríkisstjórn þessara tveggja flokka verði ekki framsækin, hún verði ríkisstjórn stöðnunarinnar og að íhaldsemi í helstu málaflokkunum, eins og landbúnað- armálum, sjávarútvegsmálum og utanríkismálum muni ráða ferðinni. Satt er það að ólíklegir em þessir flokkar til þess að gera þar meiri breytingar en fyrrver- andi ríkisstjórn gerði. Það verður heldur ekki séð að sókn til bættra lífskjara og meiri verðmætasköpunar í þjóðfélaginu byggi endilega á grunni mikilla breytinga á þeirri stefnu sem ríkt hefur í framatvinnuvegum okkar, þótt auðvitað þurfi menn þar að halda vöku sinni og aðlaga okkur að breyttum tíma og breyttu umhverfi. Aðalatriðið hlýtur að vera meiri nýsköpun í atvinnulífinu, bæði í stóm og smáu. Aðeins þar liggja möguleikar á að skapa vemlega aukin verðmæti og atvinnu, ekki aðeins fyrir þann fjölda fólks sem nú gengur atvinnulaus heldur líka unga fólkið sem er að koma út á vinnumarkaðinn. í kosningabaráttunni gerði Framsóknarflokkurinn það að stefnumáli sínu að skapa þyrfti 12 þúsund ný störf fram til aldamóta. Þar mun síst vera um ofáætlun á þörf að ræða. Réttilega var líka bent á það fyrir kosningarnar að sá stöðugleiki sem ríkt hefur í efn- hagsmálum og á vinnumarkaði undanfarin ár, svo og lækkun vaxta og minni spenna á fjármagnsmarkaði hefur skapað töluverðan bata hjá mörgum atvinnu- fyrirtækjum þótt enn sjái þess ekki vemlega stað í fjölgun atvinnutækifæra hjá þeim. Það má ljóst vera að framatvinnugreinarnar eiga takmarkaða sóknar- möguleika og ólíklegt má teljast að þær geti staðið undir nauðsynlegri fjölgun starfa. Það þarf að sækja á á nýjum sviðum og þar þurfum við Islendingar einfald- lega að hefja mikla sókn og hreina sölumennsku á þeim möguleikuin sem við getum og eigum að bjóða upp á. Og það er ekki síður mikilvægt að skapa þeim sem reyna og vilja berjast upp á eigin spýtur svigrúm og möguleika. Það er nefnilega staðreynd að þótt allir stjórnmálaflokkar hafi óspart haldið á lofti að nauð- synlegt sé að efla minni atvinnufyrirtæki á sem flest- um sviðum, þá hafa mál þróast þannig að hið opinbera skriffinnsku- og eftirlitskerfi er orðið þannig að menn hreinlega veigra sér við því að leggja í atvinnurekstur og þurfa að standa í allri þeirri baráttu sem honum fylgir. Eitt veigamesta verkefni komandi ríkisstjórnar er að ráðast til atlögu við sitt eigið kerfi. Það er tómt mál að tala um að tök náist á ríkisbúskapnum og að ríkis- sjóður verði rekinn hallalaust nema landsstjórnin hafi vilja, kjark og styrk til þess að stokka allt ríkiskerfið rækilega upp. Og það mun reyna á það á næstunni hvort sú ríkisstjórn sem nú hefur tekið við völdum leggur til atlögu eða hvort hún lætur sér það nægja að taka einhver örsmá skref sem litlum árangri skila. Enginn er að tala um að nauðsynlegt sé að leggja ís- lenskt velferðarkerfi niður eða skerða það stórlega. Málið snýst einfaldlega um það að seglum sé hagað eftir vindi og að kerfið sjálft snúi ekki vilja og viðleitni einstaklinga til þess að bjarga sér hreinlega niður. Það þarf enginn að láta sig dreyma um hagvöxt í landinu til frambúðar ef blaðinu verður ekki snúið við á þessu sviði, ef skattar verða ekki lækkaðir og svigrúm til afhafna aukið. Hefji ríkisstjórnin ekki sókn á þessum vettvangi verður öragglega hægt að saka hana um að vera stöðnunarstjórn þegar kjörtímabilinu lýkur. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.