Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 16

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 16
FRETTIR ÍSLENDINGAR „PENINGALAUSIR" Vegna þess að íslend- Hatim A. Tyabji, aðalforstjóri VeriFone, segir að íslendingar séu tæknisinnaðri en flestar aðrar þjóðir og geti því orðið fyrsta „peninga- lausa þjóðfélagið" í heiminum. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa ísland, sýndi það með tölum að íslendingar eru fljótir að tileinka sér rafræn viðskipti og greiðslumiðlun. ingar eru fyrri til en flest- ar aðrar þjóðir að tileinka sér nýjungar og alla tækni, gæti svo farið að ísland yrði fyrsta pen- ingalausa þjóðfélagið í heiminum, sagði formað- ur og aðalforstjóri Veri- Fone, Hatim A. Tyabji, á hádegisverðarfundi sem Visa ísland hélt á Grand Hótel Reykjavík á dögun- um. Yfirskrift fundarins var Peningalaust þjóðfé- lag (Cashless society) en fjallað var um það út frá nýjungum í rafrænum viðskiptum og greiðslu- miðlunum. Fyrirtækið VeriFone er leiðandi á sviði raf- rænna og alþjóðlegra greiðsluskipta. Það er stærsti framleiðandi í heimi á sviði tölvuút- stöðva (posa) fyrir sölu- og þjónustustaði og veltir yfir 20 milljörðum króna á ári. Hatim A. Tyabji er há- menntaður rafmagns- verkfræðingur, af ind- versku bergi brotinn en búsettur í Bandaríkjun- um. Hann þykir snjall og er eftirsóttur fyrirlesari. nashuatec ★ Mest seldu Ijósrilunarvélar á Islandi! ★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki Verið velkomin i vinningsliðið! Umboð: Hljómver, Akureyri Póllinn, Isafirði Geisli, Vestmannaeyjum ARMULA 8 - SIMI588-9000 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.