Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 24

Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 24
MARKAÐSMÁL JUKU VELTU SINA MEST ALLRA Frjáls verslun ræðir við forráðamenn þeirra fjögurra fyrirtækja semjuku veltu sína mest allra á síðasta ári. Hvað gerðist eiginlega hjáþeim? í síðasta tölublaði Frjálsrar versl- unar, bókinni 100 stærstu, var einn listinn um þau fyrirtæki sem juku veltu sína hlutfallslega mest á síðasta ári. Fjögur efstu fyrirtækin á þessum lista voru útgerðarfyrirtækið Njáll hf. í Garðinum, BESTA í Kópavogi, út- gerðarfyrirtækið ísleifur hf. í Vest- mannaeyjum og BM Vallá-Vikurvör- ur hf. í Reykjavík. Mesta veltuaukningin 75% 79% BM Vallá ísleifur L------------------------ Velta þessara fjögurra fyrirtækja jókst á bilinu frá 75% til 90% á milli ára. Útgerðarfyrirtækið Njáll hf. í Garðinum var efst á listanum, með mesta veltuaukningu allra fyrirtækja. Velta þess jókst um hvorki meira né minna en 90% á milli ára. Frjáls verslun ræddi við forráða- menn þessara fyrirtækja og leitaði skýringa á auknum umsvifum þeirra. Njáll hf í Garðinum: STÆKKUÐUM FLOTANN Útgerðarfyrirtækið Njáll hf. í Garðinum var með mesta veltuaukn- ingu eins fyrirtækis á íslandi á síðasta ári. Velta þess jókst um 90% á milli ára. Bergþór Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Njáls hf., segir að þessa aukningu megi fyrst og fremst rekja til þess að bátafloti fyrirtækisins hafi stækkað. „Við keyptum 200 tonna bát, Berg Vigfús, og þau kaup eru meginskýr- ingin á því að við jukum veltu okkar jafn mikið á síðasta ári og raun ber vitni,“ segir Bergþór. Fyrirtækið gerir nú út sex báta. Það hefur nýlega keypt tvo báta til viðbótar, Sigga Bjama og Keflvíking, og á sá síðar- nefndi að koma í staðinn fyrir Berg Vigfús sem verður úreltur. Fyrirtækið Njáll hf. var stofnað ár- ið 1986 af Baldvini Njálssyni og fjölskyldu. Sonur Baldv- ins, Bergþór, er fram- kvæmdast- jóri. Fjölskyldan á einnig fyrirtækið Nesfisk hf. en það er eingöngu í fisk- verkun. Síðastliðin vetur keypti fjöl- skyldan fyrirtækið Eldey hf. eftir að það hafði gengið í gegnum nauða- samninga. Eldey á einn togara, Eld- eyjarsúluna. Þess má geta að samanlögð velta Njáls hf. og Nesfisks hf. á síðasta ári nam um 1,3 milljörðum króna. BESTA í Kóþavogi: VÍÐTÆKARI DREIFING „Meginbreytingin á rekstri okkar á síðasta ári var sú að við byrjuðum á að selja í smásöluverslanir en áður höfð- um við eingöngu selt til stórra not- enda hreinlætisvara. Þessi breyting heppnaðist vel og er meginástæðan fyrir aukinni sölu hjá okkur á síðasta ári,“ segir Friðrik Hróbjartsson, eig- andi fyrirtækisins BESTA í Kópa- vogi. Fyrirtækið jók veltu sína næst- mest allra fyrirtækja á síðasta ári, eða um 88%. Friðrik stofnaði BESTA árið 1987. Fyrirtækið er dæmigert fjölskyldu- fyrirtæki. Það er stofnað út firá Burstagerðinni en það fyrirtæki stofnaði faðir Friðriks, Hróbjartur Ámason, árið 1930. Friðrik rak Burstagerðina frá árinu 1962 eða þangað til að hann stofnaði BESTA. Synir Friðriks, þeir Böðvar og Friðrik Ingi, eru nú framkvæmdastjórar BESTA. Böðvar er yfir verslunar- deildinni en Friðrik Ingi yfir tækni- deildinni. BESTA selur hrein- lætisvörur sem og vélar og tæki til hreingeminga. Nefna má vörur eins ogbón, sápur, bursta, klúta, moppur, þvegla og ræstingavagna. Fyrirtækið er með mjög sterka markaðsstöðu í sölu á bóni á gólf og er meðal annars með umboð frá tveimur þekktum bandarískum fyrirtækjum, Butcher’s og Minuteman. m. kr. m. kr. y 138 73 K '93 '94 ísleifurhf, Vestamannaeyjum: LENGDUM BÁTINN Leifur Ársælsson, framkvæmda- og útgerðarstjóri ísleifs hf. í Vest- MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSS0N 24

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.