Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 30

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 30
MARKAÐSMAL Kjartan Örn Kjartansson, McDonalds: ENGINN VERTÍÐ ARBISN ESS Kjartan Örn Kjartansson, eigandi McDonalds á íslandi. Þad tók hann þrjú ár að fá sérleyfissamning við McDonalds í hús. að er mikill misskilningur að þessir sérleyfisaðilar hér séu allir með útlendan rekstur og séu þannig af hinu vonda. Þetta eru allt íslensk fyrirtæki. Okkar heitir Lyst hf. og er eins íslenskt og það getur verið. Þetta er minn rekstur að öllu leyti. Ég greiði gjald til McDon- alds og fæ vörumerkið og þekkinguna í staðinn, staðlaða uppskrift sem er eins alls staðar í heiminum, segir Kjartan Öm Kjartansson hjá McDon- alds. McDonalds er stærsta hamborg- arakeðja í heimi og jafnframt ein þekktasta skyndibitakeðjan. Þótti aðeins spuming hvenær en ekki hvort hún kæmi til landsins, með McDonalds kæmi menningin loks til íslands. Margir þekkja McDonalds vísitöluna sem er verðssamanburður á Big Mac í ýmsum löndum og þykir gefa raunsannari lýsingu á raunvem- legum kostnaði í löndunum en marg- ar háfleygari vísitölur. í dag em tveir McDonalds veitingastaðir í Reykjavík. Það tók Kjartan þrjú ár að fá sér- leyfissamning við McDonalds í hús. Hann segir þetta ekki einföld við- skipti þótt lítinn tíma taki að afgreiða máltíð á veitingastöðum hans. „Það er í mörg hom að líta og þetta er mun meiri vinna en mig óraði fyrir. Þeir, sem ætla að kom- ast í uppgrip á stuttum tíma, ættu að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er enginn vertíðarbisness. Við vomm eitt ár í skóla hjá McDonalds, sem meðal annars fólst í að vinna á veit- ingastöðum þeirra erlendis, eitt ár fór í rannsóknir og undirbúning og eitt ár í að koma þessu upp hér heima. En viðtökumar hafa verið mjög góðar og ég er ánægður með hve vel hefur gengið." leyfistaki fær leiðsögn og aðstoð frá sérleyfisgjafa. Það er mjög mikilvægt fyrir einstakling með litla reynslu og kunnáttu af rekstri fyrirtækis. Sér- leyfistaki fær þjálfun og kennslu sem stuðlar að velgengni í rekstri. Sér- leyfistaki er eigandi rekstursins en sleppur við þá áhættu og vandamál sem fylgja því að setja eigin rekstur á fót. Lausnir á ýmsum vandamálum liggja þegar fyrir hjá sérleyfisgjafan- um. Loks nýtur sérleyfistaki góðs af stærð sérleyfisnetsins með magninn- kaupum á hagstæðum kjörum. STRÖNG SKILYRÐI Gallamir eru mun færri og þykja veigalitlir samanborið við kosti sér- leyfiskerfisins. Sérleyfistaki skapar flest vandamál fyrir sérleyfisgjafa. Honum eru sett ákveðin skilyrði sem hann verður að ganga að en vandamál geta orðið ef upp kemur ósætti milli aðilanna eða ef vantraust skapast. Þá er alltaf hætta á að sérleyfistaki standi sig ekki í rekstrinum og skaði ímynd eða orðspor sérleyfisins. í versta falli verður að rifta samningi. Sérleyfis- gjafi verður því að vanda valið á sér- leyfistaka. Framtíð sérleyfisins er í höndum þess síðamefnda og slæmt val getur verið dýrkeypt. Fyrir sérleyfistakann getur þótt neikvætt að honum er sjaldnast leyft að gera breytingar eða setja í fram- kvæmd nýjar hugmyndir tengdar rekstrinum. Sérleyfistaki er undir eftirliti sérleyfisgjafa og skuldbundinn til að fara að settum reglum og stöðl- um. Allar breytingar eru háðar sam- þykki sérleyfisgjafans og ekki má selja reksturinn nema með leyfi sér- leyfisgjafans. 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.