Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 36

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 36
MARKAÐSMAL Haukur Þór Hauksson, Borgarljósum. um, Tommaborgara. Tommaborgur- um var mjög vel tekið og áður en varði voru útibúin orðin sjö í Reykja- vík og nágrenni. En erfitt reyndist að reka svo mörg útibú og var því farið út í að selja sérleyfi. „Samningur var gerður. Akveðið var að sérleyfisgjafar greiddu ákveðna prósentu af veltu til sérleyf- isgjafa og jafnframt var ákvæði í samningunum sem skyldaði sérleyf- istaka til að kaupa allar vörur og hrá- efni í gegnum sérleyfisgjafa. Þar sem vörurnar voru ekki endilega seldar á hagstæðustu kjörum reyndist fyrir- komulagið of dýrkeypt fyrir sérleyf- istaka. Sýnir þetta dæmi að nauðsyn- legt er að huga að hag sérleyfistaka og að sérleyfisgjafi reyni ekki að hagnast á honum. Hagur beggja byggist á því að sérleyfistaki hafi rekstrargrundvöll til að skila hagnaði og reynslan sýnir að til langs tíma hagnast báðir aðilar með góðri og traustri samvinnu. Sérleyfisfyrir- komulagið er skynsamleg leið til markaðsfærslu á vörum og þjónustu. Ábyrgur sérleyfistaki skilar meiri hagnaði í rekstri en launaður starfs- maður. Hagkvæmara er að deila ábyrgð og fjárfestingu á fleiri aðila,“ segir Guðrún. Veitingastaðurinn Pizza 67 hefur fært út kvíarnar með sölu sérleyfa víðs vegar um landið, t.d. til Keflavík- ur, Akraness, Akureyrar, Ólafsvíkur og Selfoss. BORGARUÓS-KEÐJAN Eitt athyglisverðasta sérleyfisfyr- irkomulagið á innlendum markaði er Borgarljóskeðjan. 1979 stofiisetti Haukur Þór Hauksson verslun í STYRKURINN LIGGUR í VÖRUNNI „ Við komumst fljótt að því að það þýðir ekki að þvinga menn til neins. Styrkur okkar liggur fyrst og fremst í vörunni. “ - Haukur Þór Hauksson, Borgarljósum. ALLTAF TILBÚINN „Það er aldrei friður og maður verður alltaf að vera tilbúinn. Ég hef nokkrum sinnum þurft að fara frá gestum heima á laugardagskvöldi þar sem fólk hefur boðað forföll og allt vitlaust að gera. Okkur finnst þetta vera töluvert meiri vinna en við áttum von á. “ - Steindór I. Ólafsson, Pizza Hut. JÖFN SALA „Þeir sem ætla að komast í uppgrip á stuttum tíma ættu að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er enginn vertíðarbisness.“ - Kjartan Örn Kjartansson, McDonalds. VÖRUMERKI ERU STERK „ Vörumerki eða Brand recognition verða alltaf sterkari og sterkari og þess vegna hefur þekktum veitingastaðakeðjum eins og KFC, McDonalds og Pizza Hut tekist að hasla sér völl um allan heim.“ - Skúli Þorvaldsson, Dominos. 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.