Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 50
Gunnar er mikill áhugamaður um tónlist. Hann hefur verið varaformaður Styrktarfélags íslensku óperunnar frá
1988. Sjálfur lagði hann stund á píanónám í æsku og þótti nokkuð liðtækur píanónemandi. Hann var og virkur í
Lúðrasveit Vesturbæjar og lék þar á túpu og vakti verðskuldaða athygli fyrir tök sín á þessu háværa og dimmradd-
aða hljóðfæri. Síðar lék hann með Lúðrasveit Reykjavíkur í nokkur ár.
stefnufastur. Hann mætir snemma á
morgnana, jafnvel fyrir klukkan átta
ef því er að skipta, vinnur afar vel og
missir aldrei sjónar á langtímamark-
miðum. Þannig mun hann hafa unnið
að undirbúningi Stöðvar 3 í undanfarin
tvö ár.
Hann hefur góða yfirsýn yfir verk-
efnin, sem fyrirtækið er að fást við
hverju sinni, og sumir segja að hann
sé eins og fíllinn, hann gleymi engu.
Þetta kemur meðal annars fram í því
að Gunnar er langrækinn. Hann hefur
næma réttlætiskennd og ef henni er
misboðið á einhvem hátt á hann erfitt
með að fyrirgefa viðkomandi. Af
þessum sökum hefur hann stundum
lent í útistöðum við menn á ferli sín-
um.
Hin hliðin á Gunnari lýsir sér í því
að verði hann þess áskynja að starfs-
menn hans eigi í einhverjum pers-
ónulegum erfiðleikum þá er hann afar
nærgætinn og tillitssamur og hikar
ekki við að gefa af sjálfum sér ef á þarf
að halda og þetta hefur stundum kom-
ið mönnum á óvart sem litu svo á að
hann væri fyrst og fremst harður
bisnessmaður.
„Hann er feikilega marksækinn og
stefnufastur og á auðvelt með að
vinna að langtímamarkmiðum og
koma sínum málum, sem hanntrúir á,
í höfn og rífur fólk auðveldlega með
sér,“ sagði Guðmundur Hannesson,
markaðsstjóri Stöðvar 3, sem hefur
starfað með Gunnari í Nýherja og
IBM frá 1976.
Gunnar Magnús var að mörgu leyti
á undan sinni samtíð í ýmsum málum.
Þannig var hann harður andstæðingur
reykinga löngu áður en það varð al-
mennt á vinnustöðum og var búinn að
gera Nýheija að reyklausum vinnu-
stað býsna löngu áður en slíkt komst í
almenna umræðu. Hann lét innrétta
íþróttaherbergi í húsnæði IBM við
Skaftahlíð og koma þar fyrir líkams-
ræktartækjum og sturtum áður en
það varð algengt og hvatti starfsmenn
sfna ákaft til þess að nota þessa að-
stöðu.
Gunnar heldur sjálfum sér í formi
með því að fara á hestbak, stunda
leikfimi og ennfremur með því að
leggja stund á tennis. Hann þykir
harður og óvæginn á tennisvellinum,
ekki síst við sjálfan sig og er það tekið
sem dæmi að hann hafi haldið áfram
að leika löngu eftir að hann var kom-
inn með tennisolnboga sem er ill-
ræmdur íþróttakvilli og ákaflega sárs-
aukafullur.
Kunnugir segja að Gunnar Magnús
sér mikill sælkeri og finnist fátt betra
en að borða góðan mat og drekka gott
vín með. Hann er mikill áhugamaður
um léttvín og er sagður ótrúlega
slyngur vínþekkjari. Þetta áhugamál
mun hann hafa tileinkað sér til þegar
hann dvaldist í Frakklandi í starfsþjálf-
un hjá IBM.
Þannig sýnir nærmyndin af Gunn-
ari Magnúsi Hanssyni okkur samsett-
an mann úr fáguðum sælkera, þolin-
móðum vinnuhesti og hugsjónamanni
og tónelskum menningarfrömuði.
50