Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 68

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 68
FOLK ÞÓRUNN RAGNARSDÓTTIR, LANDSBANKA tibú Landsbanka ís- lands á Seltjamar- nesi var opnað árið 1992. Reksturinn hefur vax- ið hægt og sígandi en hér voru öflugir bankar fyrir. Viðskipti við einstaklinga er uppistaðan í starfseminni og hefur þjónusta við þá farið vaxandi. Tilboði bankans um greiðsludreifingu hefur t.d. verið mjög vel tekið en við hana nær fólk betri yfir- sýn yfir fjármálin. Með því að fá betri heildarmynd hef- ur fólk skorið niður óþarfa og jafnvel getað farið út í reglulegan spamað, segir Þórunn Ragnarsdóttir, úti- bússtjóri Landsbanka ís- lands á Seltjamarnesi. Þórunn er 50 ára. Hún lauk prófi frá Samvinnuskól- anum á Bifröst 1966 en hafði þá unnið í Samvinnubankan- um í Bankastræti í nokkur sumur. 1968 hóf hún aftur störf í þeim banka og vann þar til 1971 þegar hún tók sér frí vegna bameignar. „Ég kom aftur til starfa 1975 og vann í átta ár í útibúi Samvinnubankans í Austur- veri við Háaleitisbraut. Þá tók ég mér frí í eitt ár, til að sinna unglingunum á heimil- inu, en 1984 varð ég deildar- stjóri í útlánadeild Sam- vinnubankans í Bankastræti og var þar þegar bankarnir sameinuðust 1990. Þegar staða útibússtjóra í nýju úti- búi á Seltjamarnesi var aug- lýst, 1992, sótti ég um og hef sinnt því starfi síðan,“ segir Þórunn. ALLIR KOMA í BANKANN Á SAMA TÍMA Þórunn segir að starfið sé krefjandi og skemmtilegt en það útheimti mikla vinnu og TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR hún verði nú öðruvísi þreytt • „Eg en hún varð áður. „Lg var búin að vinna lengi í höfuð- stöðvum Samvinnubankans og hafði þá dagleg samskipti við yfirmenn bankans. Því fylgir meiri einangrun að MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON vera í litlu útibúi og ég get ekki fylgst eins vel með því sem er að gerast í höfuð- stöðvunum. Sem útibús- stjóri tek ég daglegar ákvarðanir sjálf og þarf að standa og falla með þeim. Þórunn Ragnarsdóttir vann í Samvinnubankanum á þriðja áratug og gerðist útibússtjóri Landsbankans á Seltjarnarnesi þegar það var stofnað. Næsti yfirmaður minn er svæðisstjóri, sem ég get haft samband við þegar ég vil, en ég hitti yfirmenn bankans mun sjaldnar. Hér vinnur gott starfsfólk sem gerir útibúinu kleift að sinna þeirri þjónustu sem fólk vill fá þegar það kemur í bankann. Flestir koma hing- að um mánaðamót og þá myndast örtröð en stefna bankans er að dreifa álag- inu. Hin nýja þjónusta, þar sem fólk getur fært banka- viðskipti sín í gegnum tölv- ur, hefur lengi staðið fyrir- tækjum til boða en er nú að færast inn á heimilin einnig. Landsbankinn leggur þó áherslu á að fólk hætti ekki að koma í bankann og fá persónulega þjónustu," segir Þórunn. TRJÁRÆKT í ÖLFUSINU Eiginmaður Þórunnar er Snorri Egilsson, markað- stjóri hjá Bflanausti. Þau eiga 28 og 27 ára dætur, 23 son og þrjú barnabörn. í frístundum er dvöl í sumarbústað fjölskyldunnar í Ölfusi vinsælust en þar dveljast þau nánast um hverja helgi frá páskum og fram í október. „Við höfum unnið mikið að trjárækt í sumarbústaðalandinu og hef ég mikla ánægju af því,“ segir Þórunn. „Leikfimi er einnig fastur liður á dag- skránni; ég fer í eróbik tvisvar til þrisvar í viku. Söngstarf í kirkjukór Garða- kirkju í Garðabæ er líka eitt af áhugamálunum en kóræf- ingar eru einu sinni í viku yfir vetrartímann. Að öðru leyti fer frítími minn mest í að sinna fjölskyldunni," seg- ir Þórunn. 68

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.