Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 74

Frjáls verslun - 01.08.1995, Side 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA ÁVINNINGUM ÞARF AÐ HALDA Flestir eru vafalaust sammála því að sá stöðug- leiki, sem ríkt hefur í efnahagsmálum á Islandi allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna, eigi stærstan þátt í því að heldur virðist vera að rofa til í efnahags- Iífi landsmanna og þess sjást teikn að þjóðaskútan sé nú aftur farin að sigla upp í vindinn eftir að hafa verið á lengra og hraðara lensi en dæmi eru um í sögu lýðveldisins. Kaupmáttur launa hefur heldur skán- að, þótt enn sé hann fjarri því að vera viðunandi og raunar er hann svo slakur að fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa rétt í sig og á. Þá má einnig ætla að sú mikla atvinnuleysishrina, sem yfir þjóðina hefur gengið, sé nú einnig að minnka og hagur fyrirtækja hafi skánað það mikið að þau geti farið að huga að auknum landvinningum og þar með skapist fleiri störf. Þessar staðreyndir ættu að leiða til þess að íslend- ingar gætu verið bjartsýnni en undanfarinn hálfan áratug, að fólk gæti almennt trúað því að betri tímar væru í vændum og reyndi að þreyja þorrann. En raunveruleikinn er allur annar. Ekki er annað sýnna en að enn eitt uppþotið á vinnumarkaðnum sé fram- undan, að enn sé hætta á því að sá ávinningur, sem við erum búin að hafa svo mikið fyrir að ná, verði þurrkaður út í einni svipan og að verðbólgudraugur- inn, sem við héldum að við værum búin að kveða niður, muni vakna upp að nýju með viðeigandi hörm- ungum og hruni. Þótt það sé stutt síðan að hann lék hér lausum hala virðast margir einfaldlega vera bún- ir að gleyma tilvist hans og því hvernig hann lék efnahagslífið. Ástæða þess óróa, sem nú gætir á vinnumarkaðn- um, er öllum ljós. Úrskurður kjaradóms um laun- og launakjör alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisins var algjörlega á skjön við það sem almenn- ingur í landinu má búa við og breytir engu þótt þar hafi verið um einhverja uppsöfnun að ræða. Kjör fólks hér eru í rauninni púðurtunna og með umrædd- um úrskurði var borinn eldur að henni. Sjálfsagt má endalaust deila um lögmæti og siðferðislegan grunn verkalýðshreyfingarinnar fyrir því að segja upp kjarasamningum nú. Vitanlega á sú meginregla að gilda, í þessum samningum sem öðrum, að þeir skuli standa, en það má ljóst vera að þrýstingur á verka- lýðsforystuna er á þeim nótum að hún hefur ekki afl til þess að standa hann af sér. Sennilega verður aldrei fundin skynsamleg eða réttlát leið til þess að skipta þjóðarkökunni milli launþega og raunar allra landsmanna. Á því sviði erum við raunar í einskonar hringekju sem virkar eins og eilífðarvél. Ég hef áður Iýst þeirri skoðun minni í þessum pistlum að vinnulöggöfin eigi þar stærsta sök á málum. Verkalýðsforystan hefur alltaf sett niður hælana ef umræður um breytingar á þeirri löggjöf hefur skotið upp kollinum, vitandi vits um það að án samþykkis hennar væri vonlítið að gera nauðsynlegar umbætur. Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju þessi tregða stafar og helst komist að þeirri niðurstöðu að verkalýðsiðnaðurinn sé orð- inn það umfangsmikill og hagsmunagæsla orðin það ríkur þáttur í starfseminni að allar breytingar væru ógnun. Hin gallaða vinnulöggjöf hefur beinlínis boð- ið upp á það sem verið hefur að gerast að undanförnu - að tiltölulega fámennar stéttir geti, aðstöðu sinnar vegna, hrifsað til sín meira en aðrir og þannig mun áfram verða, ef löggjafavaldið tekur ekki af skarið með róttækum breytingum á vinnulöggjöfinni. Sá órói, sem nú er á vinnumarkaðnum, er að mörgu leyti skiljanlegur. En allir verða þó að átta sig á því að ávinningur af átökum getur enginn orðið. Það eina, sem slíkt hefði í för með sér, væri að éta það upp sem áunnist hefur og stefna málum í það horf sem viðgekkst hér í tvo áratugi. Og verði það raunin hafa menn rækilega skotið sig í fótinn. í raun er eina hugsanlega aðgerðin til þess að lægja þær öldur sem risið hafa að ríkisvaldið láti af einhverju sínu, t.d. með lækkun skatta eða tolla. En ólíklegt verður þó að teljast að mikið komi úr þeirri átt, til þess er ríkishítin orðin of stór og má ekkert missa. wm 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.