Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN ÞEIR ERU HRÆDDIR, HVERS VEGNA? Gloppótt umræða á Alþingi um eign útlendinga í sjávar- útvegsfyrirtækjum ætti sér ekki stað ef veiðileyfi væru í íslenskum sjávarútvegi. Þrjú frumvörp þar að lútandi lægju heldur ekki frammi. Hvorki þingmenn né aðrir þyrftu þá að hræðast eign útlendinga í fiskvinnslu og útgerð. Veiðileyfagjald gulltryggði að útlendingar hirtu ekki auðlindina af okkur eða gleyptu - þótt þeim þyki fiskur góður. Frumvörpin þrjú á Alþingi eru enn ein rökin fyrir því að veiðileyfagjald verði að taka upp. Smám saman fer mönnum að skiljast nauðsyn þess að koma á veiðileyfagjaldi. Stíflan mun bresta fyrr en síðar. Eingöngu út frá óréttlæti gengur það ekki upp að útvalin fyrirtæki í sjávarútvegi ráði yfir veiðikvót- um án þess að greiða túskilding fyrir - að fiskimiðin séu ekki verðlögð. Umræðan hér á landi um erlent fjármagn og útlendinga er, og virðist endalaust ætla að verða, einkar sérkennileg. Það er í raun alvarlegt hvað hún er brosleg. Við fögnum öll þegar íslenskir athafnamenn kaupa í fyrirtækjum í sjávarútvegi erlendis eða stofna dótturfyrirtæki í útlöndum. Við nefnum það útrás og segjum stolt að íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki séu að flytja út vit og þekkingu og styrkja er- lendu fyrirtækin - og sig sjálf í leiðinni. Útrás er kannski óheppilegt orð. Andstæðan við útrás er nefnilega innrás. Það að útlendingar geri innrás í land- ið merkir í hugum flestra að þeir ráðist á okkur. Auðvitað á það ekkert skylt við innrás ef útlendingar koma hingað til lands með fjármagn til að leggja í íslenskt atvinnulíf og njóta arðsins með okkur. Það er óþarfi fyrir þingmenn að hræðast. Þeir ættu frekar að hafa áhyggjur af of litlum erlendum fjárfestingum. Skoðum málið frá fleiri hliðum. Oftar en ekki er rætt um erlend áhrif á menningu okkar íslendinga - sérstaklega í gegnum kvikmyndir og sjónvarp. Til að draga úr þessum áhrifum á ekki að banna sýningar erlendra kvikmynda hérlendis heldur er besta leiðin að framleiða meira ís- lenskt efni, enn meira af íslenskum kvikmyndum. Það hefur verið gert og er ástæða til að róma gróskuna í ís- lenskri kvikmyndagerð. Hins vegar er hægt að fullyrða að íslensk kvikmyndagerð væri hvorki fúgl né fiskur nema vegna þess að íslenskum kvikmyndagerðarmönnum hefur tekist að fá útlendinga til að fjárfesta í myndum sínum. Flestir gera þeir mynd- irnar í samvinnu við útlendinga sem leggja jafnvel fram tugi milljóna í erlendu fé er flæðir hingað inn í landið. Þess vegna er það erlent fjármagn sem ger- ir íslenskar kvikmyndir að veruleika. Margir þingmenn eru haldnir laxveiði- dellu. Þeim þykir eðlilegt að eigendur ánna selji veiðileyfi. Leyfður er ákveðinn stangafjöldi á dag til að draga úr ofveiði. Aldrei hafa þessir sömu þingmenn rætt um að banna útlendingum að veiða í íslenskum laxveiðiám. Enda má halda því fram að sala veiðileyfa til útlendinga á ofurháu verði yfir besta veiðitímann geri jarðeigendum kleift að rækta árnar - að erlent fjármagn hafi bjargað íslenskum laxveiðiám. Og takið nú vel eftir! Það er ekki lengra síðan en í kosningabaráttunni vorið 1991 sem það var baráttumál nokkurra frambjóðenda að leyfa erlendum fiskiskipum að landa afla hér á landi og nýta sér þjónustu, eins og t.d. skipasmíðastöðva. Nú líta allir á komu erlendra fiskiskipa sem happdrættisvinning. Það var þá ekkert að hræðast - eftir allt saman. Þingmenn ættu ekki að karpa um frumvörp um eign útlendinga í fyrirtækjum í sjávarútvegi heldur koma á veiðileyfagjaldi í snatri. Þá þyrftu þeir hvorki að vera hræddir né skipta sér af því hvort útlendingar ættu í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G.Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 - RITSTJÓRN: Sími 561-7575. - AUGLÝSINGAR: Sfcni 561-7575 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, súni GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.