Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 20
miklu neðar á listanum. Þetta eru allt fyrirtæki sem almenningur á mikil viðskipti við en auðvitað eru þau fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. A landsbyggðinni voru KEA, Kaupfélag Skagfirðinga og Kaupfélag Ámesinga öll nefnd þótt fylgi þeirra væri stað- bundið. Nýsköpunarfyrirtæki eins og Mar- el, Oz og Össur vinna hylli fólks og það leynir sér ekki að margir telja þau aðalvaxtarsprota íslensks atvinnulífs. Bankamir em allir í kringum tvö prós- ent eins og undanfarin ár og lenda allir í hópi tuttugu vinsælustu fyrirtækjanna. Hins vegar vekur það athygli að ekkert tryggingarfélag kemst á blað yfir 47 vinsælustu fyrirtækin í ár og segir það sína sögu um hina neikvæðu ímynd sem þau hafa í hugum fólks. HVAÐ SEGIR SVONA KÖNNUN OKKUR? Það hefur heyrst að kannanir eins og sú sem hér er gerð séu meingall- aðar. Almenningur hafi ekkert vit á rekstri fyrirtækjanna, eins og sést hafi af því að Sól hafi verið á toppnum eða við hann á sama tíma og fyrirtæk- ið barðist í bökkum fjárhagslega. Þeir, sem þannig tala, hafa ekki skilið hvað þessar kannanir mæla. Þær segja hvaða fyrirtæki það eru sem almenningur metur mest (eða minnst) en eru ekki mælikvarði á það hvernig fyrirtækin em rekin. Bónus, Hagkaup og Samherji hafa til dæmis aldrei viljað birta ársreikninga sína opinberlega og því vita ekki nema inn- vígðir hvemig afkoma þeirra fyrir- tækja er. Afkoma og gengi á hluta- bréfamarkaði eru annað mál en vin- sældir meðal almennings. Enn ein aðferð er svo að Iáta stjórnendur meta sjálfa sig og kollega sína sem einnig er áhugavert. Tölfræðileg óvissa í þessari könn- un er frá því að vera um 3% hjá fyrir- tækjunum á toppnum niður í tæplega 1% hjá þeim lægstu. Því er varla hægt að segja að marktækur munur sé á þeim fyrirtækjum, sem eru með fylgi í kringum 1%, og hinum sem ekki kom- ast á listann. Það eru því fyrst og fremst 20 efstu fyrirtækin eða þar um bil sem telja má öruggt að séu í hópi hinna vinsælustu. Hins vegar er hér birt fylgi allt niður í 47. sæti þannig að menn sjái hvaða fyrirtæki voru nefnd. FYLGIVIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKA Fylgi í % könnun Þingmenn könnun Síðustu kosningar Þingmenn kosningar Alþýðuflokkur 12,1% 8 11,4% 7 Framsóknarflokkur 21,4% 14 23,3% 15 Sjálfstæðisflokkur 40,3% 26 37,1% 25 Alþýðubandalag 14,8% 10 14,3% 9 Þjóðvaki 4,0% 2 7,1% 4 Kvennalisti 4,6% 3 4,9% 3 Annað 2,8% 0 1,9% 0 Könnun á fylgi stjórnmálaflokka: FRAMSOKNARMENNIVAFA Þjóövaki fengi tvo þingmenn og á enn nokkurt fylgi D skoðanakönnun Frjálsrar verslunar var spurt um fylgi við stjórnmálaflokka. Ekki voru stórkostlegar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu kosning- um. Þó er ljóst að Þjóðvaki, sem hefur horíið í skoðanakönnunum að undanfömu hefur enn nokkurt fylgi þótt það sé aðeins helmingur af fylg- inu í síðustu kosningum. SKIPTING ÞINGMANNA Á FLOKKA Miðað við könnunina fengi Al- þýðuflokkurinn 8 þingmenn og bætti einum við sig, Framsókn fengi 14 og tapaði einum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26, bætti við sig einum, Al- þýðubandalagið fengi 9-10 (er með 9), Kvennalistinn 3, eins og nú, og Þjóðvaki 2 þingmenn en er með 4. Ekki er hægt að fullyrða að um marktækar breytingar sé að ræða nema hjá Þjóðvaka. Tíundi þing- maður Álþýðubandalagsins er í bar- áttu við 27. mann Sjálfstæðisflokks og 3. mann Þjóðvaka. Kosningar voru mönnum greini- lega ekki ofarlega í huga og um 45% aðspurðra voru óákveðnir eða vildu ekki svara. Jafnframt könnuninni voru menn spurðir hvað þeir kusu síðast. Þar var svörunin betri. Þegar borið er saman hvað menn kusu síðastliðið vor og hvað þeir segjast ætla að kjósa nú kemur í ljós að 60% krata halda tryggð við flokk- inn sinn, 58% Alþýðubandalags- manna og 73% þeirra, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, ætla að kjósa hann aftur. Hins vegar segjast aðeins 32% þeirra, sem kusu Þjóð- vaka, ætla að kjósa flokkinn aftur og 33% stuðningsmanna Kvennalist- ans halda sig við hann. ÁÐUR FYRRVARTIL HUGTAKIÐ „SAUÐTRYGGUR FRAMSÓKNARMAÐUR" Mest kemur hins vegar á óvart að einungis 48% þeirra, sem kusu Framsóknarflokkinn, segjast ákveðnir í að kjósa hann aftur. Áður fyrr var hugtakið „sauðtryggur framsóknarmaður" haft um fylgis- menn flokksins sem talið var að gætu aldrei hugsað sér að víkja af sinni þröngu leið. Nú virðist þetta hins vegar breytt. Úrtakið er of lítið til þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um hreyfingar í einstökum kjördæmum. Ef kynja- munur er skoðaður þá sést að meiri- hluti stuðningsmanna Alþýðu- og Framsóknarflokks eru karlar en konur eru hins vegar í meirihluta stuðningsmanna Kvennalista, sem er eftir bókinni, og Sjálfstæðisflokks en það kemur á óvart. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á undanförnum ár- um mælst með heldur minna fylgi meðal kvenna en karla. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.