Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 28

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 28
FYRIRTÆKI Frjáls verslun er sterkur auglýsingamiðill: KOSTIR TÍMARITA FYRIR AUGLÝSENDUR Kostimir eru þessir helstir: Langur líftími, mikil þrentgæöi, meiri „mikilvæg athygli“, margir lesendur á hvert eintak oggreiö leiö til markhópa rlend fyrirtæki, með sérfræð- inga í markaðsmálum sér til fulltingis, velja tímarit í miklu meiri mæli en tíðkast hérlendis. Þau nýta sér tímaritin um það bil þrisvar sinnum meira en íslenskir auglýsend- ur. Þetta er varla tilviljun. Kostir tímarita, eins og Frjálsrar verslunar, fyrir auglýsendur eru margir. í fróðlegri grein í Frjálsri verslun fyrir rúmu ári var fjallað um þessi mál og þar kom fram að kostir tímarita fyrir auglýsendur væru þessir helstir: Langur líftími tímarita, mikil prent- gæði, meiri „mikilvæg athygli", margir lesendur á hvert eintak og greið leið auglýsenda til markhópa. LANGUR LIFTIMIOG MARGIR LESENDUR Á HVERT EINTAK Frjáls verslun hefur langan líftíma. Það stafar af því að fólk safnar tímarit- HELSTU KOSTIR FRJÁLSRAR VERSLUNAR FYRIR AUGLÝSENDUR Langur líftími. Mikil prentgæði. Meiri „mikilvæg athygli“. Margir lesendur á hvert eintak. Greið leið til markhópa. um frekar en dagblöðum og vikublöð- um. Margir áskrifendur Frjálsrar verslunar binda til dæmis inn hvern árgang fyrir sig og safna blaðinu. Tímarit er lesið í margar vikur eða jafnvel í nokkur ár. Líftími þeirra er langur. Allir kannast við að bíða á bið- stofu eða dvelja í sumarbústað og lesa tímarit, bæði ný og gömul. Það er nefnilega svo að fólk kippir gjarnan með sér tímaritum í bústaðinn og ferðalagið. Þá þekkja líklega flestir það af eigin raun að hafa lánað vinum og ættingj- um tímarit - og þá nokkur í senn. Þetta er sérstaklega algengt eigi þeir í veikindum heima hjá sér eða á mjög áberandi þáttur í starfsemi fyrir- tækisins, sérstaklega á sviði lífeyris- og tryggingamála, þótt það hafi einnig haslað sér völl sem útgefandi á ritum um viðskipti og efnahagsmál. Fyrsti starfsmaður fyrirtækisins, fyrir utan stofnandann hóf störf árið 1985. Árið eftir, 1986, kom fyrsta rit fyrirtækisins út. Það var um trygg- ingamarkaðinn og hét einfaldlega ís- lenski tryggingamarkaðurinn. RIT UM LEIÐTOGAFUNDINN Undir lok þessa árs var leiðtoga- fundurinn frægi haldinn hér á landi. í tilefni fundarins gerði Talnakönnun, að eigin frumkvæði, könnun á meðal þeirra fjölmörgu blaðamanna sem komu til landsins, eins og um það hvernig land og þjóð kæmu þeim fyrir sjónir. Könnunin var síðan gefm út í sérstöku riti um leiðtogafundinn. RITIÐ ÍSLENSKT ATVINNULÍF Árið 1988 gaf fyrirtækið út ritið ís- lenskt atvinnulíf og hefur gert á hverju ári síðan. Þetta er rit sem gef- ur nákvæmar upplýsingar um rekstur margra af stærstu fyrirtækjum lands- ins, þeirra sem gefa upp ársreikninga sína. Jafnframt er ítarlegur saman- burður við rekstur fyrri ára. Pétur Valdimarsson viðskiptafræðingur er núverandi ritstjóri íslensks atvinnu- lífs. Árið 1990 var íslenskt atvinnulíf gefið út í samvinnu við viðskipta- og efnahagsritið Vísbendingu sem þá var gefið út af Kaupþingi. Þar með var fyrsta skrefið með Vísbendingu stig- ið. VÍSBENDING KEYPT1993 Þremur árum síðar, hinn 27. mars 1993, keypti Talnakönnun síðan Vís- bendingu af Kaupþingi. Á þeim árum var Sigurður Jóhannesson, bróðir Benedikts, ritstjóri Vísbendingar. Sverrir Geirmundsson viðskipta- fræðingur tók síðan við ritstjórn Vís- bendingar og gegndi því starfi fram á síðasta ár er Ásgeir Jónsson hagfræð- ingur tók við blaðinu í nokkra mánuði, eða þar til hann fór í framhaldsnám til útlanda síðastliðið haust. Síðan þá hefur Benedikt sjálfur stýrt því. FRJÁLS VERSLUN Næsta skrefið í útgáfumálum var stigið fimmtudaginn 7. september síðastliðinn þegar Talnakönnun keypti útgáfu Frjálsrar verslunar af Fróða. Það yfirtók síðan rekstur blaðsins um áramótin. Talnakönnun hefur haft mismarga starfsmenn í gegnum tíðina. Flestir voru þeir um átta talsins á árinu 1988 þegar fyrirtækið rak þriggja manna tölvudeild. Eftir kaupin á Frjálsri 28

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.