Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 35
RÁD TIL STJÓRNENDA „Sem íhaldsmaður segi ég að þeir eigi ekki að gera neinar breytingar nema að vel yfirveguðu ráði. Sé búið að ákveða breytingar á að gera þær hratt og örugglega - og hafa starfsmenn með í því. Það á ekki að skapa óróa í fyrirtækjum. Menn eiga að trúa á festuna. “ — Hvaða kostum þarf forsætisráð- herra helst að vera búinn? „Fyrst af öllu þarf hann að vera sjálfum sér samkvæmur gagnvart sínum samstarfsmönnum, fagráð- herrunum. Eitt sjónarmið má ekki ríkja í dag en annað á morgun. Menn verða að vita algerlega hvar þeir hafa forsætisráðherrann. Þótt hann sé æðsti ráðherrann verður hann að vera mjög trúr sínum ráðherrum - öllum. Þeir þurfa bæði að finna og vita að hann geri ekki upp á milli þeirra, að hann styðji við bakið á þeim lendi þeir í ógöngum, hvar í flokki sem þeir eru. Þetta er mikilvægt í allri stjórnun. Ég hef gætt mín sérstaklega á þessu atriði - og stundum gengið jafn- vel lengra en eðlilegt hefur þótt. í síðustu ríkisstjórn, með Alþýðu- flokknum, sýndi ég Jóhönnu Sigurð- ardóttur miklu meira umburðarlyndi en flokksbræður hennar gerðu. Og ég studdi Guðmund Áma lengur en flokksbræður hans þegar hann lá und- ir ásökunum. Forsætisráðherra get- ur ekki leyft sér að hlaupa frá. Aðrir ráðherrar geta kannski fært sig til hliðar ef einn ráðherrann er orðinn eitthvað óþægilegur að þeirra mati en forsætisráðherra getur ekki leyft sér það. Á meðan hann segir ekki: „Þú verður að fara úr ríkisstjórninni," þá stendur hann með sínum ráðherra á hverju sem gengur. Það er mjög þýð- ingarmikið að ráðherrarnir fmni þetta traust. Sama má segja um stjómanda í fyrirtæki, hann verður að standa mjög fast með sínu fólki og láta það finna að það á traust hans, að hann styðji við bakið á því. Geti hann ekki staðið lengur við bakið á starfsmanni á hann að vera maður til að segja það beint út - að nú sé þetta búið. Það má alls ekki vera þannig að starfsmaður velkist í vafa um hvar hann hafi yfir- mann sinn. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Þetta á við um stjórnuna inn á við. Ut á við er sérlega mikilvægt að fólkið í landinu finni að forsætisráðherra sé sjálfum sér samkvæmur og haldi jafn- vægi komi eitthvað upp á; fari ekki á taugum. Hann verður að vera yfir- vegaður og kannski „kominn með svolítið sigg á sálina,“ eins og Ólafur Thors orðaði það. Hann má ekki vera uppnæmur fyrir smáatriðum." — Ef þú ættir nú að ráðleggja stjórnanda í stórfyrirtæki í stjórn- un, hvað myndir þú ráðleggja hon- um? „Sem íhaldsmaður segði ég að ekki ætti að gera neinar breytingar nema að vel yfirveguðu ráði. Sé búið að ákveða breytingar á að gera þær hratt og örugglega - og hafa starfsmenn með í því. Það á ekki að skapa óróa í fyrirtækjum. Menn eiga að trúa á festuna. Ég minni til dæmis á að þegar Bæjarútgerðinni var breytt í Granda hf. var það gert mjög hratt og örugglega eftir nákvæman undirbún- ing.“ — Frá því þú varðst borgarstjóri hefur það orð farið af þér að þú sért ráðríkur stjórnandi? Hverju svar- ar þú því? „Ég held að það sé ekki alveg rétt, ég treysti mönnum og dreifi valdi. En ég er þokkalega fastur fyrir þannig að menn vaða ekki yfir mig. En það er enginn gassagangur í stjórnunarstíl mínum. Þú getur spurt bæði ráðherra í þessari ríkisstjóm og þeirri fyrri að því. Menn komast hins vegar ekki upp með að ganga yfir mig.“ — Sögur fara af því að menn séu svolítið hræddir við þig. Skynjar þú það? „Ekki oft, kannski einstaka sinn- um. Ótti er ekki góður. Ég held að samstarf sem byggist á ótta sé ekki gott samstarf. Óg yfirleitt tel ég mig eiga gott samstarf við aðra þannig að eitthvað eru þessar sögur nú orðum auknar.“ — En hvers vegna heldur þú að þessar sögur hafi farið af stað? „Ætli þær stafi ekki af því að menn urðu svolítið varir við það hjá borginni á sínum tíma að ef þeir brutu fyrir- mæli mín, eða fóm á bak við mig, lentu þeir í ógöngum - ég tók því illa. Ég held raunar að engum stjórnanda geti verið vel við að farið sé á bak við hann. Enda á slíkt ekki að gerast. í öllum samskiptum eiga menn að tala beint út og vera hreinskiptnir ef þeir eru ekki sáttir." — Það er líka sagt að þú erfir það lengi við menn sem gert hafa á þinn hlut? „Um þetta atriði hef ég áður verið spurður og ég hef sagt að ég sé minn- ugur. Á því tel ég mikinn mun. Það er af og frá að ég sé haldinn einhveijum hefndarþorsta gagnvart mönnum, alls ekki. En mér finnst vart hægt að ætl- ast til þess að komi einhver aftan að öðrum sé honum sýnd sérstök vin- semd á eftir.“ — Víkjum þá að fundum ríkis- stjóma út frá stjórnun. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar. Getur þú lýst því hvernig þessir fundir em byggðir upp og fara fram? „Ríkisstjómarfundir em afar skipu- lagðir fundir - og mjög formlegir. Ráðherrar em til að mynda aldrei ávarpaðir með nöfnum heldur alltaf með embættisheitum. Þar er ég aldrei ávarpaður öðruvísi en forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson er ávarpaður utanríkisráðherra og svo framvegis. Þetta form er mjög strangt. Ef einn ráðherra fer út af sakramentinu og ávarpar annan með nafni eru umræður stöðvaðar og sagt að ráðherrann sé á villigötum. Þessi siður er ekki frá mér kominn heldur á hann sér langa hefð. Frá sjónarmiði stjómunar er þetta mjög gott form. Það dregur úr kunningjaandrúmsloft- inu, gerir meiri kröfur til manna, auð- veldar rökræður í erfiðum málum og gerir þær faglegar en ekki persónu- legar. Dagskrá ríkisstjómafunda er mjög mótuð og farið er stíft eftir henni. Undir hveijum dagskrárlið eru önnur mál alls ekki rædd. En á milli dag- skrárliða, þegar menn eru að undir- 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.