Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 46
NÆRMYND Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, í nærmynd: BREGBUR ORDSINS BRANDIÓTT OG TÍTT Ögurvíkingurinn að vestan hefur látið vaða afmiklum vígamóði að undanförnu. Sverrir er engum líkur. Hann er hvassyrtur og orðhvatur agnir af vígamönnum fomaldar benda sumar til þess að þeir sem náðu háum aldri hafi hengt upp vopn sín í ellinni og setið á friðarstóli og mildast nokkuð í lund. Ekki verður það sama sagt um Sverri. Hann hefur um langan aldur skemmt sér við að troða illsakir við menn og brugðið orðsins brandi svo hart og títt á stundum að tvö sverð sýndust á lofti. Hann hefur ekki enn sest á sinn friðarstól á þessu sviði heldur færist heldur í aukana og hver sá sem lætur uppi skoðanir sínar á vaxtamálum eða peningamálum má eiga von á því að Sverrir taki í hnakka- drambið á honum rétt eins og hvelpi og setji föðurlega ofan í við hann. Gildir einu þótt andstæðingurinn sé brynjaður prófgráðum og völdum í bak og fyrir því Ögurnesingurinn fær- ist heldur í aukana eftir því sem and- skoti hans er skúfum prýddari. Sverrir skortir eitt ár í ellilífeyris- aldur en hann hefur verið einn af þrem bankastjórum Landsbankans frá 1988. Margir starfsmenn hins opin- bera gegna embættum til sjötugs svo Sverrir getur þess vegna setið út öld- ina standi hugur hans til þess. Sverrir Hermannsson er fæddur 26. febrúar 1930 í merki Fisksins á Svalbarði í Ögurvík vestur við ísa- fjarðardjúp. Þar sem nesið milli Mjóafjarðar og Skötufjarðar gengur lengst fram heit- ir Ögumes. Þar var um aldir verstöð góð og veiðistöð meðan ísafjarðar- MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON djúp stóð undir Gullkistunafnbótinni sem það hafði um aldir. Langt fram á þessa öld stóð búskapur þurrabúðar- Nafn: Sverrir Hermannsson. Starf: Bankastjóri Landsbankans. Aldur: 66 ára. Fjölskylduhagir: KvænturGrétu Lind Kristjánsdóttur og eiga þau fimm börn. Hafa einnig alið upp eitt barnabarn. Foreldrar: Hermann Hermannsson og Salóme Gunnarsdóttir. Áhugamál: Laxveiði og söfnun uppstoppaðra fugla. Stjórnandi: Mjög ákveðinn og fljótur að taka ákvarðanir. manna í Ögumesi traustum fótum og skiptu íbúar þar nokkrum tugum þegar best lét. í dag þarf kunnug augu til að sjá merki um búsetu manna í Ögurnesi. Faðir Sverris var Hermann Her- mannsson Þórðarsonar, útvegsbóndi og sjómaður. Hann var Strandamaður að uppruna frá Krossnesi á Ströndum en alinn upp við Djúp. Móðir Sverris var Salóme Gunnarsdóttir frá Eyri í Skötufirði en þar hafði sú ætt búið um aldir. Salóme var alin upp í Ögri en Hermann í Hagakoti sem er skammt þar fyrir innan. Þau fengu jarðnæði í Ögurvík þegar þau rugluðu saman sínum reitum og bjuggu þar frá 1918 til ;:nn grannt með fuglalifi og kann goo 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.