Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 47
1945 þegar þau fluttu til ísafjarðar með þau af bömunum sem þá vom enn heimavið. Salóme og Hermann eignuðust ellefu börn, fimm dætur og sex syni. Þau voru í aldursröð: Anna, Þuríður, Gunnar, Þórður, Sigríður Ragna, Karítas, Sverrir, Gísli Jón, Halldór, Guðrún Dóra og Birgir. Svalbarð, æskuheimili Sverris, og þær aðstæður, sem hann ólst upp við norður við Djúp, heyra til öðrum tíma og annarri öld þó að ekki sé svo langt til þess í tíma. Tifandi tölvuskjáir, In- temet, alnæmi og hljóðhraði heyra til nútímanum en ohuljós, ullarnærföt, beiting og bústörf fortíðinni sem Sverrir ólst upp í. Sverrir lýsir því í samtalsbókinni Skýrt og skorinort hvernig hann hafi alist upp við töluverðan aga og enginn þeirra bræðra hafi vogað sér að óhlýðnast föður þeirra sem sótti sjó af harðfylgi og atorku og lét sér í léttu rúmi liggja þótt strákur eins og Sverr- ir væri alltaf sjóveikur. Það var róið með hríu og lagt upp á ísafirði og oft fiskaðist vel og byrjaði vel. Þeir bræður tóku vinnuhörkunni og agan- um í uppeldinu, að því er virðist, vel, að minnsta kosti urðu bræður Sverris annálaðir sjógarpar og aflaklær. Ekki virðist aginn hafa bugað þá neitt að ráði því þótt mörgum þyki Sverrir orðhvatur og hvassyrtur eru bræður hans engir eftirbátar hans í þeim efn- um. Þetta á sérlega við Gísla Jón, útgerðarstjóra Ögurvíkur hf., og Halldór Hermannsson, skipstjóra og fiskverkanda á ísafirði, sem gefa Sverri lítið eftir. Þeim Svalbarðs- bræðrum liggur hátt rómur, enda vanir að þurfa að láta til sín heyra í stórum hópi eða að brýna raustina í kapp við brimið og vindinn. Þótt Sverrir hafi ekki verið banka- stjóri nema tiltölulega skamman tíma af starfsævi sinni var honum snemma treyst fyrir peningum þegar hami var mjólkurpóstur fyrir Ragnhildi, hús- freyju í Ögri, og flutti mjólk á þau heimili í Ögumesi sem þess þurftu. Seldi lítrann á 20 aura og geymdi féð í pjáturdós og stemmdi alltaf eftir hverja ferð, tvær og fimmtíu fyrir ut- an skiptimynt. Fyrir utan stúss við sjósókn og bústang heima í Svalbarði gegndi Sverrir embætti kúarektors fyrir Einn valdamesti maður íslensks bankakerfis, Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, er Vestfirðingur í húð og hár. Hann er lestrarhestur og bókabéus og hefur jafnan tilvitnanir í fomsögur á hraðbergi. Þá hefur hann sérlega gaman af litríku orðfæri og sjaldséðum máltækjum. Ragnhildi i Ögri um hríð. Það gerðu einnig um sinn Jón Baldvin Hannibals- son og Jón Sigurðsson, báðir Vest- firðingar og kratar, svo um hríð sátu þrír kúarektorar þessa forna höfuð- NÆRMYND Páll Ásgeir Ásgeirsson bóls á Alþingi. Embætti kúarektors felur í sér alúð og umhyggju fyrir hjörðinni svo kannski er þarna ákveð- in samhljómur við pólitíkina, list hins mögulega. Á þessum árum stóð hug- ur Sverris til þess að verða bóndi og frá þeirri hugmynd hvarf hann ekki fyrr en á unglingsárum. Á unglingsárum fékkst Sverrir við almenna verkamannavinnu, var há- seti á síld með föður sínum og kokkur til sjós og var í vegavinnu. Fimmtán ára flutti Sverrir til ísa- fjarðar með foreldrum sínum og sett- ust þau að í húsi sem stendur í mið- bænum á ísafirði við Mjógötu. Þar bjuggu foreldrar hans til æviloka og þar býr Halldór, bróðir Sverris. Á ísafirði settist Sverrir á skólabekk í Gagnfræðaskólanum þar sem Hanni- bal Valdimarsson, faðir Jóns Baldv- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.