Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 72
FOLK ANNA REYNIS HJÁ TEYMI Anna Reynis, 30 ára fjármálastjóri tölvufyrirtækisins Teymi. Fyrirtækið hefur um- boð fyrir Oracle hugbúnað á Islandi. Dejmii er söluaðili Oracle hugbúnaðar á íslandi. Fyrirtækið var stofnað í apríl á síðast- liðnu ári með þremur starfs- mönnum. Núna eru starfs- menn fimm og von er á ein- um til viðbótar. Þetta fyrirtæki er í örum vexti og við ætlum okkur að sækja enn meira fram,“ segir Anna Reynis íjármálastjóri Teymis. Hvað varðar fram- tíðarmarkmið Teymis segir Anna að margt sé í bígerð. Ætlunin sé að bjóða fram all- sherjarlausnir í upplýsinga- vinnslu fyrirtækja. Teymi er með heimasíðu á Intem- etinu og verið er að setja upp innri vef sem geymir alla þekkingu sem verður til innan fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri Teymis er Elvar Steinn Þorkelsson tölvunarfræð- ingur en hann tók við um- boði Oracle árið 1991. Stuttu síðar hóf Anna að starfa fyrir hann í hlutastarfi með námi sínu í Háskólan- um. „Við höfum um 40 aðila í viðskiptum og þar á meðal eru stærstu fyrirtæki lands- ins. í framtíðinni stefnum við á að bjóða vörur okkar og þjónustu til minni fyrir- tækja en Oracle, sem sam- anstendur af gagnagrunns- kerfum og þróunarverkfær- um , er farið að bjóða meira úrval af hugbúnaði fyrir þennan markað en áður var. Oracle Corporation er ann- að stærsta hugbúnaðarfyr- irtækið í heiminum, næst á eftir Microsoft. Þetta er virt fyrirtæki um allan heim og sérstaklega er vara þess þekkt fyrir sveigjanleika. Sveigjanleikinn felst í því að hægt er að kaupa hugbúnað- inn fyrir einn til tvo notend- ur en með vexti og auknum umsvifum er auðvelt að bæta við notendum og stækka gagnagrunninn. Þannig vex Oracle með fyrirtækinu. Hugbúnaður- inn er fáanlegur á flestar gerðir stýrikerfa og véla, þar á meðal PC og Macin- tosh,“ segir Anna. Anna er viðskiptafræð- ingur, þrítug að aldri, og út- skrifaðist úr viðskiptadeild HÍ síðastliðið haust. Eins og áður hefur komið fram var Anna byrjuð að vinna með Elvari með náminu. Hún fór síðan í fullt starf við stofnun Teymis í apríl í fyrra. Anna vann fyrir fleiri á námsárum sínum í HÍ, þar á meðal fyrir Eimskipafélagið og Hástoð sem er nemendafyrirtæki háskólanema. „Ég öðlaðist mikla reynslu af því að vinna með náminu. Ég byrjaði fremur seint í viðskiptafræðinni því ég var óráðin framan af. Áður en ég fór í viðskipta- fræðina vann ég á ýmsum stöðum, svo sem hjá Lands- bankanum í tvö ár og önnur tvö ár hjá BM-VaOá. í nokkra mánuði var ég bús- ett í Þýskalandi, kom svo heim og prófaði að fara í lög- fræðina en hætti og fór að vinna hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar áður en ég fór í viðskiptafræðina. Ég er þeirrar skoðunar að reynsla á vinnumarkaði sé ekki síður mikilvæg en próf úr skólum,“ segir Anna. Lokaritgerð hennar fjallaði um Teymi undir yfirskrift- inni „Stefnumótun og gæða- stjórnun hjá nýstofnuðu fyrirtæki." Anna segir að frá upphafi hafi verið mikið að gera í fyrirtækinu. Hún hafi einnig þurft að setja sig inn í mörg sérhæfð mál hvað varðar tölvur, bæði hugbúnað og vélbúnað. Tími til tóm- stunda hafi því ekki verið mikiU en það stefni í það að hún fari að sinna þeim betur. Anna er í sambúð með Sig- urði Sveinssyni handknatt-* leiksmanni í FH og við- skiptafræðinema. „Ég er með algjöra veiði- dellu og hef haft hana alveg frá því ég fékk Maríulaxinn, 7 punda, þegar ég var níu ára. Á sumrin erum við eins mikið í silungs- og laxveiði og færi gefst. Foreldrar mínir eiga sumarbústað í landi Langár í Borgarfirði og við erum mikið þar,“ segir Anna. Fluguhnýtingar eru meðal áhugamála Önnu og myndlist. „Ég fór á sínum tíma á námskeið í Mynd- lista- og handíðaskólanum og vil gjarnan gefa mér meiri tíma fyrir myndlistina,“ seg- ir Anna. TEXTI: JÓHANNA A. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.