Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 39
lækkaði um 20 til 30% á sama tíma og þorskveiðar hrundu niður nánast um helming. Við þær aðstæður segja nú flestir að leyfilegt sé að hafa halla á ríkissjóði og jafnvel megi auka skatta á sama tíma. Við forðuðumst skattaaukningu og ég fullyrði að hefði stjórn Stein- gríms setið áfram árið 1991 hefðu skattar verið stórauknir. Steingrímur Hermannsson boðaði það hreinlega í kosningunum, menn hafa kannski gleymt því. Okkur tókst að stöðva vöxt á ríkisútgjöldum og koma í veg fyrir mikla fjölgun ríkisstarfsmanna. Það er góður árangur. En við náðum ekki þeim markmiðum, sem við höfð- um sett okkur, vegna þess að þau voru sett við aðrar aðstæður en síðar urðu. Núna lögðum við til í upphafi þessa stjórnarferils að ljúka fjárlögunum með fjögurra milljarða halla. Okkur tókst það þrátt fyrir að þurfa að slaka óvænt út einum milljarði króna til við- bótar vegna kjarasamninga." — Þú telur árangur ríkisstjórna þinna í ríkisfjármálum góðan, ekki síst í ljósi aðstæðna. Hvaða orð hefðir þú notað um árangurinn ef fjárlög hefðu orðið hallalaus? „Kraftaverk. Það hefði verið kraftaverk við þær aðstæður sem komu upp. Við erum reyndar núna í fremstu röð ríkisstjóma hvað snertir rekstur ríkissjóðs. Það eru ekki margar ríkisstjórnir innan OECD sem geta borið sig saman við okkur hvað það varðar. Og sé hallinn reiknaður sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er betri staða hér en annars staðar.“ — Sérðu fyrir þér að það verði ein- hvern tímann hallalaus fjárlög? Að slíkt verði nokkru sinni eitthvað annað en fróm ósk og hástemmt markmið á pappír? ,Já, ég held að það eigi að nást. Næsti áfangi verður að vísu mjög erf- iður. Hætt er við að hann snerti störf og það er mjög sársaukafullt. Það er búið að ganga eins langt í aðhaldi og hagræðingu og hægt er án þess að segja upp ríkisstarfsmönnum. “ — Sumir hafa hreyft þeim hug- myndum að setja eigi lög sem banni Alþingi að afgreiða halla- laus fjárlög. Ertu sammála því? „Ég held að slíkt sé vonlaust. Hvað á að gera ef fjárlög nást ekki hallalaus? Á að setja Alþingi í steininn? Um þing- ið og lagasetningar má segja það sama og um hótanir, það á aldrei að hóta neinu sem ekki er hægt að standa við. Þá er verr farið af stað en heima set- ið. Lög á ekki að setja nema hægt sé að standa við þau, fylgja þeim eftir. Annars eru þau gagnslaus." VINNUSPARNAÐUR A TOLVUTÆKU FORMI Þjóðskrá og fyrirtœkjaskrá er kostur sem fjöhnörg stórjyrirtœki, félagasamtök og stofnanir nýta sér til uppflettingar og samkeyrslu. A Itverju ári skipta þúsimdir fyijnlœkja og tugþúsundir landsmaiuui unt heiimlisfang. Méð því að hafa þjóðskni ng fxrirtœkjaskrá í tölvukerfi gjr * :' «&' ' **■ rfjpfefc fyrirtœkja eru til taks nýjustu upplýsihgur um öll jyrirtæki og einstakliuga á landinu. Leitið frekari upplýsinga. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.