Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 21
Könnun Frjálsrar verslunar:
Ferðbúin fjölskylda horfir yfir hafið og er á leið úr landi. í könnuninni var
spurt: „Myndir þú flytja til útlanda ef þér byðist starf þar?“ Meirihluti ungs
fólks svaraði: „Já“. Og alls þriðjungur aðspurðra í könnuninni var tilbúinn
til að kveðja fósturjörðina.
Sp: Myndir þú flytja til útlanda ef þér byðist starf þar?
17-30 ára 31-45 ára 46-60 ára Yfir 60 ára Alls
Já
Nei
Óvíst
60%
32%
8%
38%
45%
17%
23%
67%
10%
6%
84%
10%
34%
54%
12%
eirihluti ungs fólks flytti til
útlanda byðist starf þar.
Þetta er niðurstaða skoð-
anakönnunar Frjálsrar verslunar um
það hvort þjóðin sé á leið úr landi. Og
þjóðin virðist svo sannarlega ekki
bundin átthagafjötrum því þriðjungur
aðspurðra í könnuninni var reiðu-
búinn til að kveðja fósturjörðina.
Spurt var: „Myndir þú flytja til út-
landa ef þér byðist starf þar?“
Þegar svörin eru könnuð eftir aldri
aðspurðra kemur í ljós að 60%, fólks
30 ára og yngra, eru tilbúin að halda til
starfa í útlöndum. Meira að segja 38%
þeirra, sem eru á aldrinum 31 til 45
ára, segjast myndu flytja úr landi og
tæplega fjórðungur fólks á aldrinum
46 til 60 ára. Það er ekki fyrr en
komið er fram yfir sextugt sem
aðeins 6% vildu flytja.
Spurningunni var ekki fylgt eftir
með því að spyrja hvers vegna menn
vildu flytja. Ymsir myndu eflaust
nefna ævintýraþrá, aðrir ósk um betri
h'fskjör. Sumir tóku fram að þeir
kæmu að líkindum heim eftir að hafa
reynt fyrir sér erlendis, en á öðrum
var að heyra að þeir myndu fara og
ekki snúa aftur.
KARLAR FÚSARIEN KONUR
Karlar voru fúsari að flytja en kon-
ur en 38% karla svöruðu spurning-
unni játandi en aðeins 30% kvenna.
Það var fremur jafnt hlutfall alls stað-
ar af landinu nema af Austurlandi þar
sem aðeins 5% sögðust vilja flytja.
Það er því ljóst að það er engin
tilviljun að á síðasta ári voru það fleiri
sem fluttu úr landinu en til þess. At-
vinnuleysi og erfið lífskjör hafa örugg-
lega mikið að segja því ekki er hægt
að sjá að glanslíf dragi menn í fámenn
fiskiþorp í Danmörku sem íslendingar
hafa sótt í að undanförnu.
21