Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 38
FORSÍÐUGREIN myndunarviðræðurnar sá ég og skynjaði að þetta yrði eitthvað dular- fullt. Það yrði ekki einfalt að koma krötunum út úr því fari sem þeir voru búnir að koma sér í. Ég sá strax að það myndi ekki ganga að fara með þeim í stjóm til fjögurra ára og takast á við erfið verkefni, eins og ríkis- sjóðshalla og þess háttar. Þeir vom með of mörg vandamál úr kosninga- baráttunni í farteskinu til að hægt væri að mynda með þeim stjóm sem hefði aðeins eins þingmanns meiri- hluta. Það hefði aldrei gengið.“ — Hver er meginmunurinn á Jóni Baldvin og Halldóri Ásgrímssyni sem stjómmálamönnum? Getur þú lýst kostum þeirra og göllum? „Þeir em báðir ágætir menn, hvor með sínum hætti. Ég hef ekki þekkt Halldór eins lengi og Jón í samstarfi. Þeir eru mjög ólíkar manngerðir eins og ég held raunar að allir sjái. Jón er meira fljóthuga heldur en Halldór. Þú veist kannski ekki nákvæmlega hvar þú hefur hann. Ég átti samt mjög gott samstarf við Jón á marga lund. Ég varð stundum var við það hjá krötun- um, og það gilti um Jón líka, að þeir skynjuðu ekki alveg að mál gætu verið að gerast þótt þau væru ekki endilega í fjölmiðlunum. Jón hefur það mjög á tilfinningunni að það sé ekkert að gerast nema allir viti um það og fylgist með því í fjölmiðlum. Það er ekki klókt af stjómmálamanni. Hall- dór er íbyggnari og raunsærri í stjórn- málum. En báðir hafa sína kosti, því get ég ekki neitað, og báðir eru þeir ágætlega viðræðugóðir stjómmála- menn. Sem persónur líkar mér vel við þá báða.“ — Hvaða mun telur þú vera á er- lendum stjórnmálamönnum og ís- lenskum? „Ég held að íslenskir stjórnmála- menn séu í miklu meira návígi við fólkið í landinu en gerist erlendis. Þar eru stjómmálamenn orðnir meiri „byrokratar“, kerfiskarlar. Flokks- starf hér á landi er tvímælalaust virk- ara, flokksmenn sem almennir kjós- endur komast nær stjórnmálamönn- unum. Ég held til dæmis að ég sé eini forsætisráðherrann sem er í síma- skránni og taki samtöl fram eftir kvöldum við hvem sem hringir. Bakgrunnur íslenskra stjórnmála- manna er líka á margan hátt annar. Erlendir stjómmálamenn hafa mjög sjaldan unnið jafa mikið úti á mörk- inni, úti í atvinnulífinu, og við. Hér- lendis byrjum við öll að vinna á sumrin með námi en það er fátítt erlendis. Þeir byija gjaman ekki að vinna fyrr en að námi loknu - og þá hjá flokkn- um. Þar eru þeir á launum og hafa í mörgum tilvikum ekki unnið annars staðar þegar þeir setjast á þing. ís- lenskir stjórnmálamenn hafa kynnst atvinnulífinu meira af eigin raun. — Víkjum aðeins að efnahagsráð- herranum, Davíð Oddssyni. Hver eru helstu afrek Sjálfstæðis- flokksins fyrir atvinnureksturinn í landinu eftir að þú tókst við for- mennsku í flokknum? „Ég held að meginárangurinn felist í bættu hugarfari stjórnvalda og fólks almennt til atvinnurekstrar. Það hef- ur gerbreyst á síðastliðnum fimm ár- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft þau meginsjónarmið að það sé verk- efni stjórnmálamanna að leggja grunninn en ekki að skipta sér af ein- stökum fyrirtækjum frá degi til dags. Þótt flokkurinn hafi haft þetta sjónar- mið þá hefur hann hins vegar tekið þátt í hinni aðferðinni í stórum stíl - allt of stórum stíl - í gegnum árin. Margir þingmenn flokksins töldu hana jafnvel orðna hina hefðbundnu leið. Það olli því talsverðum pirringi hjá mörgum af mínum mönnum þegar ég fór að breyta þessu; neitaði að stjóm- arráðið væri með puttana ofan í ein- stökum fyrirtækjum og bjargaði þeim frá degi til dags í stað þess að skapa traust andrúmsloft, skapa traust rekstrarumhverfi fyrir atvinnulífið í heild. Breytingin hefur tekist. Fyrri stjómun viðgengst ekki lengur - það er ekki verið að skipta sér af einstök- um fyrirtækjum frá degi til dags. Þessi stjómun einkenndi því miður mjög stjórnarhætti míns ágæta for- vera í starfi, Steingríms Hermanns- sonar. Hún skaðaði bæði samkeppn- isstöðuna og ól á tortryggni. í sumum sjávarútvegsfyrirtækjum var það orðin viðtekin trú manna að það skipti ekki lengur máli hversu illa þeir rækju fyrirtæki sín, Stóri bróðir, ríkið, kæmi og bjargaði þeim. Það kostaði erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir að breyta þessu. En það hefur verið þess virði. Núna búa fyrirtækin við jafnrétti. Viðskiptaumhverfið hefur á þess- um fimm árum breyst í þá veru að þú getur speglað möguleika þína hér við möguleika þína annars staðar. Skatta- legt umhverfi fyrirtækja hefur batn- að, sömuleiðis vaxtalegt þótt það hafi því miður gengið svolítið til baka að undanförnu. Ríkissjóður er að draga til sín hendina í atvinnurekstri og láta fleiri af fyrirtækjum sínum út á mark- aðinn. Einkavæðingin hefur að vísu gengið hægar en menn ætluðu sér. En þar hefur miðað áfram og fleiri skref verða stigin á þessu kjörtíma- bili. Málið er að samkeppnisstaðan, og allt andrúmsloft frá stjómvöldum í garð fyrirtækja, hefur gjörbreyst. Hugsunarhátturinn er annar og heil- brigðari. Það hefur skipt höfuðmáli fyrir fyrirtækin, og allt starfsumhverfi þeirra, að tekist hefur að tryggja al- mennan vinnufrið í fimm ár. Þá er verðbólgan með því lægsta sem þekkist. Skattar á fyrirtæki eru orðn- ir líkari því sem gerist í samkeppnis- löndunum. Þegar samið er um stór- iðju þarf ekki lengur að semja um breyttar skattareglur, erlend fyrir- tæki vilja laga sig að þeim skattaregl- um sem hér eru. Sömuleiðis erum við að skrúfa niður allar vísitölubindingar. Verðskyn almennings hefur stórbatn- að. Atvinnuleysi óx því miður fyrir nokkrum árum þegar þorskveiðar hrundu niður um helming en nú hefur atvinnuleysi minnkað þrátt fyrir að þorskveiðar hafi ekki aukist. Þetta hefur skilað sér og fyrirtækin eru al- mennt að ná sér á strik.“ — Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lagði upp með það sem eitt helsta markmiðið að reka hallalaus fjárlög. Það tókst ekki. Núverandi ríkisstjórn boðar sömu- leiðis hallalaus fjárlög á kjörtíma- bilinu. Kallar þú árangurinn í rík- isfjármálunum góðan? „Ég tel að ríkisstjómimar hafi náð almennt mjög góðum árangri í efna- hagsmálum og líka rfldsfjármálum. Þegar stjórnarsáttmáli fyrri stjórnar var saminn var verð á íslenskum sjáv- arafurðum í ákveðinni hæð og veiði- stofninn í tiltekinni stærð. Hvort tveggia fór niður á sama tíma. Verðið 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.