Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 30
FJARMAL
Þessi mynd er tekin 30. janúar 1992, á 70 ára afmælisdegi Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka. Þingmennirnir
Guðmundur Hallvarðsson og Matthías Bjarnason heilsa hér upp á afmælisbarnið. FV-mynd: Emil.
ALLIRÍKI
Heiðursborgar-
inn á Eskifirði og
forstjóri Hrað-
frystihúss Eski-
fjarðar, Aðalsteinn
Jónsson, semjafn-
an gengur undir
nafninu Alli ríki, getur verið ánægður
með hug fjárfesta á hlutabréfamark-
aðnum til fyrirtækisins. Gengi hluta-
bréfa í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar á
Opna tilboðsmarkaðnum hátt í þre-
faldaðist á síðsta ári. Gengi í upphafi
árs var 1,70. Það lækkaði síðan niður í
0,85 vegna 100% jöfnunar. í lok árs-
ins var gengið komið í 2,39. Samtals
ávöxtun upp á 184%. Fyrirtækið er í
50. sæti á listanum yfir stærstu fyrir-
tæki landsins.
Aðalsteinn á um 27% í fyrirtækinu
en hlutur fjölskyldu hans er hins veg-
ar meiri, eða um helmingur. Fyrir-
tækið hefur verið rekið með hagnaði
sl. fjögurár. Áætlaður hagnaður árins
1995 er hátt á annað hundrað milljón-
ir. Fyrirtækið á
8% alls loðnukvót-
ans við landið. Það
rekur öfluga
loðnubræðslu en
er einnig geysilega
sterkt í rækju-
vinnslu. Þá rekur það frystihús og
saltfiskverkun. Meðfylgjandi mynd af
Aðalsteini var tekin á 70 ára afmæli
hans, 30. janúar 1992. Það eru þing-
mennirnir Guðmundur Hallvarðsson
og Matthías Bjarnason sem heilsa
upp á kappann. Á þessum degi var
hann einmitt gerður að heiðursborg-
ara á Eskifirði.
0LAFUR HELGI
Ólafur Helgi Marteinsson er annar
tveggja framkvæmdastjóra Þormóðs
ramma á Siglufirði. Hinn fram-
kvæmdastjórinn, Róbert Guðfinns-
son, var á ferðalagi erlendis þegar
meðfylgjandi mynd af Ólafi Helga var
tekin á dögunum. Þeir félagar geta
verið ánægðir með þá verðhækkun
sem varð á hlutabréfum í félaginu á
Verðbréfaþingi á síðasta ári. Ávöxtun
bréfanna var tæplega 113%. Það
reyndist mesta ávöxtun hlutabréfa í
hlutafélagi á Verðbréfaþinginu. Þor-
móður rammi hefur hagnast í sex ár af
síðustu níu árum. Hagnaðurinn 1994
var um 127 milljónir króna og er áætl-
að að hagnaður síðasta árs sé enn
meiri. Fyrirtækið er sterkt í rækju-
vinnslu. Það er í 8. sæti á listanum
yfir stærstu fyrirtæki landsins. Mjög
athyglisvert fyrirtæki, Þormóður
rammi.
Ólafur Helgi Marteinsson, annar tveggja framkvæmdastjóra Þormóðs
ramma. FV-mynd: Sveinn Hjartarson.
TEXTI: JÓN G. HAUKSS0N