Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 49

Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 49
OFT BARIST VIÐ SPORÐRENNING Sverrir er ástríðufullur veiðimaður, eins og hann á kyn til, og hefur í áratugi haft Hrútafjarðará á leigu ásamt fleirum. Hann hefur oft barist þar við sporðrenning og haft betur. Sverrir veiðir aðeins á flugu og telur það þá einu aðferð sem sé sæmandi góðum veiðimönnum. legt þykir í öðrum hreppum, og margt í framgangi Sverris á framboðsfund- um eystra bar svip af þeirri ósvífni og baráttuhörku sem hann lærði í Al- þýðuhúsinu á ísafirði. Sverrir er þekktur fyrir áhuga sinn á íslenskri tungu og þeim menningar- arfi sem hún byggir á. Hann hefur alla tíð verið mikill lestrarhestur og bóka- béus og eytt mörgum tómstundum sínum í lestur góðra bóka. Hann hefur jafnan tilvitnanir í fornsögur á hrað- bergi og hefur sérlega gaman af litríku orðfæri og sjaldséðum máltækjum sem hann bregður oft fyrir sig. Annað tómstundagaman Sverris er að spila bridge og er hann sagður skemmti- legur spilamaður sem bætir upp með áræðni það sem skortir á kunnáttu. Hópur kunningja hittist reglulega á Einimelnum og spilað bridge. í þess- um hópi eru tíðastir gesta Sverrir Haraldsson læknir, Þorvaldur Lúð- víksson lögfræðingur, Magnús Ósk- arsson borgarlögmaður og Bjöm Þór- hallsson. Sverrir er ástríðufullur veiðimaður eins og hann á kyn til og hefur í áratugi haft Hrútafjarðará á leigu ásamt fleir- um og hefur oft barist þar við sporðpening og haft betur. Hann veiðir víða um land en Hrútu og Síká þekkir hann öðrum betur og þær munu vera hans uppáhaldssvæði. Margar veiðisögur af sjálfum sér og öðrum kann Sverrir og segir þær svo unun er á að hlýða, að sögn kunnugra. Upphaflega var Sæmundur Friðriks- son hjá sauðfjárveikivömum með honum í félaginu um Hrútu en nú er þetta alfarið fjölskyldufyrirtæki. Á hverju sumri tekur fjölskyldan saman veiðidag í ánni, jafnan í kringum af- mæli Grétu ættmóðurinnar ,og er oft glatt á hjalla þegar ættflokkurinn allur safnast saman á bökkum árinnar. Sverrir veiðir aðeins á flugu og telur það þá einu aðferð sem sæmandi sé góðum veiðimönnum en sú skoðun er algeng meðal flugumanna. Þó að Hrúta sé í uppáhaldi þá hefur Sverrir farið í veiði í flestum gjöful- ustu ám norðan fjalla og víðar og með- al veiðifélaga hans má nefna menn eins og Jóhannes Nordal og Matthías Johannesen. Fyrir utan að etja kappi við sprett- harða laxa hefur Sverrir gaman af að fara með byssu og gengur til rjúpna á hverju ári með Barða Friðrikssyni, vini sínum, og Barði segir að ekki séu aðrir yngri menn sneggri upp á lagið en Sverrir fljúgi skyndilega fugl. Veiðilendur þeirra eru vestur á Snæ- fellsnesi í landi Breiðabólstaðar á Skógarströnd en Barði á ítök í löndum þar vestra og jarðarpart á Kleifarvöll- um, sunnan á nesinu, þar sem þeir fóstbræður gista jafnan í þessum ferðum. Sverrir hefur jafnan verið gleði- maður og kunnað að gleðjast með glöðum. Á seinni árum hefur hann tekið að gæta meira að heilsu sinni en oft áður og er t.d. haft fyrir satt að hann vilji helst ekki vinna lengur en til §ögur á daginn og kjósi frekar hvfld heimafyrir og heilsubætandi göngu- ferðir. Eflaust hefur það sín áhrif að karlmönnum í þessari ætt hættir til að vera veilir fyrir hjarta og bæði Gunnar og Þórður, bræður Sverris, létust fyrir aldur fram. Fyrir um það bil 10 árum tók Sverr- ir upp þann sið að fara í klukkutíma langa göngu á degi hverjum og tekur strikið ýmist út á Seltjarnames eða inn til landsins inn í Elliðaárdal eða Fossvog. Hann gengur rösklega og ekki heiglum hent að fylgja honum 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.