Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 31

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 31
GUNNAR ÖRN, GEIR OG GUNNAR Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Geir Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar, geta glaðst yfir góðum væntingum fjárfesta til fyrirtækja þeirra. Hlutabréf í félögunum meira en tvöfölduðust í verði. Hampiðjan og Marel eru skráð á Verðbréfaþingi íslands en SÍF er á Opna tilboðsm- arkaðnum. Avöxtun hlutabréfa í Hampiðjunni var 111%, í Marel 108% og í SÍF um 130%. Sem dæmi má nefna að markaðsverðmæti Hamp- iðjunnar var í byrjun síðasta árs um 585 milljónir en í árslok um 1.198 milljónir. Fyrirtækin þrjú eiga það sameiginlegt að vera gott dæmi um útrás íslenskra fyrirtækja í sölu- og markaðsmálum og að hafa skilað góðri afkomu. Gunnar Örn Kristjánsson, SÍF, Geir Gunnlaugsson, Marel, og Gunnar Svavarsson, Hampiðjunni. FV-mynd: Bragi. HLUTABRÉFA- MARKAÐURINN Batnandi afkoma fyrirtækja, stóraukin trú fólks á að góðæri væri fram undan í efnahagslíf- inu, spár um aukinn hagvöxt, ákvörðun um að stækka álverið í Straumsvík og væntingar um að fleiri rísi á næstunni og síðast en ekki síst almenn bjartsýni. Þetta og meira til varð til þess að árið 1995 var metár í hlutabréfavið- skiptum á íslandi. Og menn trúa enn á góðær- ið; að feit ár séu fram undan og þau mögru að baki. Sala hlutabréfa hefur verið óvenjulega lífleg það sem af er ársinu. Árið 1995 var metár í hlutabréfaviðskiptum á íslandi. Heildarveltan var um 6,6 milljarðar miðað við um 4,2 milljarða árið 1994. Hlutabréf hækkuðu verulega í verði og endaði hlutabréfa- vísitalan, þingvísitala Verðbréfaþings, með meti, 1386 stigum. Það var 35,2% hækkun. Metið í árslok varð elcki margra daga gamalt. Hlutabréfavísitalan rauk upp á nýju ári og 6. febrúar sl. rauf hún 1.500 stiga múrinn í fyrsta skiptið. Endaði þann dag í 1.509 stigum. Hækkun hlutabréfa NAFN MARKAÐSVERÐ fyrirtækis (mkr.) BREYTING í % á gengi (ávöxtun) Þormóður rammi Hampiðjan Marel Lyfjaverslun ísl. Síldarvinnslan Sæplast Skagstrendingur Flugleiðir Haraldur Böðv. Eimskip SR-mjöl Jarðboranir Útgerðarf. Ak Grandi Olíufélagið Ehf. Alþýðub. íslandsbanki Olís Skeijungur Hraðfr. Eskifj. 815 SÍF 1.061 Tæknival 220 ísl, sjávarafurðir 1.724 Sjóvá-Aimennar 2.751 ■ 28 Pharmaco 639 ■ 25 Samein. verkt. 2.231 ■ 22 Tollvörugeymslan 162 |10 Samskip 765 í -6 Árnes 234 WM -51 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.