Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 8

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 8
Nýtthúsnæði Frjálsrar verslunar er að Borgartúni 23, efri hæð, en þar hefur Talnakönnun hf. verið til húsa frá sumrinu 1994. RITSTJÓRN FRJÁLSRAR VERSLUNAR FLUTT AD BORGARTÚNI23 Ritstjórn Frjálsrar versl- unar vill árétta við les- endur sína og aðra við- skiptamenn blaðsins að ritstjórn og auglýsinga- deild fluttu í húsakynni Talnakönnunar að Borg- artúni 23 um áramótin í kjölfar eigendaskiptanna að Frjálsri verslun. Mjög bar á því í janúar að við- skiptamenn blaðsins átt- uðu sig ekki á að blaðið hefði flust úr Héðinshús- inu við Seljaveg yfir í Borgartúnið. Við flutninginn hefur Frjáls verslun fengið nýtt síma- og faxnúmer. Sím- inn er 561-7575 og faxið 561-8646. Þetta eru núm- er Talnakönnunar. Þeim fyrirtækjum, sem gefa út fréttabréf og halda ná- kvæma útsendingarlista yfir fjölmiðla, er bent á að breyta vinsamlegast bæði heimilisfangi og faxnúmeri í skrám sín- um. Borgartún 23 blasir við beint niður af Nóatúni og það stendur gegnt hring- torginu sem er við gatna- mót Nóatúns og Borgar- túns. Til frekari glöggv- unar skal bent á að næstu nágrannar okkar eru Fasteignamat ríkisins á aðra hönd og fyrirtækið Eureka á hina en þar var verslunina Casa áður til húsa. FRJÁLS VERSLUN SÍMI: 561-7575 FAX: 561-8646 Nýtt símanúmer Frjálsrar verslunar er 561-7575. Faxnúmer er 561-8646. Hafið samband. ÖrrMosl'eRubínsf eí( professor vió UCLA "SS? | ármum 1970 ttlwwjUMhi- mmw IsiííSSa&fi. £$£+*■«*** 2L, Rubtnstein í Morg, Waðmu þegar ha kom «1 landsins s ast, arið 1990. A FRJALS VERSLUN FÆR ÞEKKTAN FYRIRLESARA I tilefni eigendaskipta fær Frjáls verslun Dr. Moshe Rubinstein, kunn- an fyrirlesara, ráðgjafa stórfyrirtækja og prófess- or við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA), til landsins í byrjun júní til að halda námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja um lausn vandamála. Nánar verður fjallað um Rubinstein og námskeið hans síðar í Frjálsri verslun. Þetta er í þriðja skiptið sem Rubinstein kemur til landsins og heldur fyrir- lestra. Síðast kom hann árið 1990 og hélt þá eins dags námskeið fyrir stjórnendur í fyrirtækj- um. Sérlega góður rómur var gerður að námskeið- inu og voru þátttakendur á einu máli um að Rubin- stein væri óvenjulega líf- legur fyrirlesari og hefði gott lag á að vekja fólk til umhugsunar um eðli vandamála. Rubinstein hefur unnið til fjölmargra viðurkenn- inga fyrir kennslu. Hann hefur þó einkum getið sér frægðar fyrir bækur sínar og fýrirlestra um lausnir vandamála (problem solving). Eftir hann liggja margar bækur um það efni auk fjölmargra greina. Hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim. Þá er hann ráðgjafi stór- fyrirtækja eins og AT&T og IBM. Fundir móttökur Veisluþjónusta Sími5510100 Fax 5510035 Jómfrúin smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4 Jakob Jakobsson smorrebrodsjomfru „Elegant“ hádegisverður opið 11-19 SunnudagaLi lokað 9 « 1 8

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.