Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 52

Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 52
MAÐUR ÁRSINS MER HEFUR VERIÐ K „Með útnefningunni hefur mér verió kveðið kraftakvæði, “ sagði Össur Kristins NÁLGUN ÖSSURAR Á FORMÚLUNNI AÐ VELGENGNI 1. Haldgób grunnþekking á viðfangsefninu. 2. Víðtæk aðferða- og efnisþekking á því sviði sem fengist er við. 3. Hæfileikaríkt samstarfsfólk. 4. Skemmtileg verkefni inn á milli, — þau bæta starfsandann. 5. Markviss markaðsvinna. Frá söluvöru til markaðshlutdeildar er langur vegur. 6. Stöðugar endurbætur á söluvörunni. 7. Þjónusta og meiri þjónusta við viðskiþtavini. 8. Vinna og aftur vinna — ásamt góðum skammti af þrautseigju. 9. Anægt starfsfólk sem finnst gaman að því sem það er að gera. akkarræðan, sem Össur Kristinsson, stoðtækjafræð- ingur og aðaleigandi Össurar hf., hélt er hann tók við útnefningu Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 sem maður ársins í viðskiptalífinu, vakti mikla athygli. Össur vék bæði að skáldum og formúlunni að velgengni. Hann sagði að sú formúla væri auðvit- að ekki til en kvaðst engu að síður vilja reyna nálgun á formúlunni hvað fyrirtækið Össur hf. snerti. Utnefn- ingin fór fram við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu föstudaginn 29. desem- ber sl. í ræðu sinni byrjaði Össur á að vitna í kvæði eftir Matthías Jochums- son skáld og sagði: „Það er upphaf þessa máls — þegi nú allir runnar stáls: — Kristján skáld vér kappa köllum, kominn í heiminn norður á fjöllum. Þessi upphafsvísa úr kraftakvæði séra Matthíasar Jochumssonar til skáldabróður hans, Kristjáns Jóns- sonar, sem kallaður var Fjallaskáld, kom mér í hug þegar Magnús Hreggviðsson hringdi í mig og tjáði mér tíðindi um útnefningu á manni ársins 1995 í viðskiptum." HVORKIER ÉG SKÁLD NÉ KAPPIMIKILL „Ekki veit ég svo sem hvers vegna þetta kom mér í hug. Hvorki er ég skáld né kappi mikill. En rétt eins og í gamla daga höfum við þörf fyrir að finna okkur kappa úr hvunndagslífinu og hefja þá á stall öðrum til örvunar og eggjunar. í þetta sinn varð ég fyrir valinu og verð að taka því með skáld- legri ró þótt fátt sé mér þverara um geð en opinber umfjöllun um mína eigin persónu. Þótt ég sé hér nú á stall settur má ljóst vera að sá árangur í viðskiptum, sem hér er verið að veita viðurkenn- ingu fyrir, er ekkert eins manns verk. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ. Það er öllum fyrirtækjum, en þó ekki síst ört vaxandi fyrirtækjum, lífs- nauðsyn að hafa hæfum starfsmönn- um á að skipa. Óvenjumargt hæfileikafólk hefur komið til starfa í fyrirtækjum okkar, bæði innanlands og utan, og er það vel. Annars hefði orðið lengri leið að markmiðunum í vöruþróun og okkur kannski fatast flugið í markaðssókn á erlendum grundum." TRYGGVIER SPJÓTSODDUR OKKAR EN JAFNFRAMT SKJÖLDUR „Mestur hluti framleiðsluvara okk- ar er til útflutnings og helstu áherslur JÓSEFSSON okkar nú eru að byggja upp alþjóðlegt dreifikerfi sem standist markaðsátök á jafnt hefðbundnum svæðum sem óhefðbundnum. Driffjöðurin og hug- myndasmiðurinn að baki þessa átaks er Tryggvi Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Össurar, maður sem löngu hefur sannað hæfni sína og er enn að koma fólki á óvart. Tryggvi er okkar spjótsoddur en hann er jafnramt skjöldur okkar sem vinnum við þróunina og þurfum stundum ró og næði. Ég vil nota tæki- færið til þess að þakka honum sam- starfið hingað til. Einnig vil ég nota tækifærið til að þakka öllu starfsfólki okkar — og svo auðvitað eiginkonu 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.