Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 52
MAÐUR ÁRSINS MER HEFUR VERIÐ K „Með útnefningunni hefur mér verió kveðið kraftakvæði, “ sagði Össur Kristins NÁLGUN ÖSSURAR Á FORMÚLUNNI AÐ VELGENGNI 1. Haldgób grunnþekking á viðfangsefninu. 2. Víðtæk aðferða- og efnisþekking á því sviði sem fengist er við. 3. Hæfileikaríkt samstarfsfólk. 4. Skemmtileg verkefni inn á milli, — þau bæta starfsandann. 5. Markviss markaðsvinna. Frá söluvöru til markaðshlutdeildar er langur vegur. 6. Stöðugar endurbætur á söluvörunni. 7. Þjónusta og meiri þjónusta við viðskiþtavini. 8. Vinna og aftur vinna — ásamt góðum skammti af þrautseigju. 9. Anægt starfsfólk sem finnst gaman að því sem það er að gera. akkarræðan, sem Össur Kristinsson, stoðtækjafræð- ingur og aðaleigandi Össurar hf., hélt er hann tók við útnefningu Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 sem maður ársins í viðskiptalífinu, vakti mikla athygli. Össur vék bæði að skáldum og formúlunni að velgengni. Hann sagði að sú formúla væri auðvit- að ekki til en kvaðst engu að síður vilja reyna nálgun á formúlunni hvað fyrirtækið Össur hf. snerti. Utnefn- ingin fór fram við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu föstudaginn 29. desem- ber sl. í ræðu sinni byrjaði Össur á að vitna í kvæði eftir Matthías Jochums- son skáld og sagði: „Það er upphaf þessa máls — þegi nú allir runnar stáls: — Kristján skáld vér kappa köllum, kominn í heiminn norður á fjöllum. Þessi upphafsvísa úr kraftakvæði séra Matthíasar Jochumssonar til skáldabróður hans, Kristjáns Jóns- sonar, sem kallaður var Fjallaskáld, kom mér í hug þegar Magnús Hreggviðsson hringdi í mig og tjáði mér tíðindi um útnefningu á manni ársins 1995 í viðskiptum." HVORKIER ÉG SKÁLD NÉ KAPPIMIKILL „Ekki veit ég svo sem hvers vegna þetta kom mér í hug. Hvorki er ég skáld né kappi mikill. En rétt eins og í gamla daga höfum við þörf fyrir að finna okkur kappa úr hvunndagslífinu og hefja þá á stall öðrum til örvunar og eggjunar. í þetta sinn varð ég fyrir valinu og verð að taka því með skáld- legri ró þótt fátt sé mér þverara um geð en opinber umfjöllun um mína eigin persónu. Þótt ég sé hér nú á stall settur má ljóst vera að sá árangur í viðskiptum, sem hér er verið að veita viðurkenn- ingu fyrir, er ekkert eins manns verk. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ. Það er öllum fyrirtækjum, en þó ekki síst ört vaxandi fyrirtækjum, lífs- nauðsyn að hafa hæfum starfsmönn- um á að skipa. Óvenjumargt hæfileikafólk hefur komið til starfa í fyrirtækjum okkar, bæði innanlands og utan, og er það vel. Annars hefði orðið lengri leið að markmiðunum í vöruþróun og okkur kannski fatast flugið í markaðssókn á erlendum grundum." TRYGGVIER SPJÓTSODDUR OKKAR EN JAFNFRAMT SKJÖLDUR „Mestur hluti framleiðsluvara okk- ar er til útflutnings og helstu áherslur JÓSEFSSON okkar nú eru að byggja upp alþjóðlegt dreifikerfi sem standist markaðsátök á jafnt hefðbundnum svæðum sem óhefðbundnum. Driffjöðurin og hug- myndasmiðurinn að baki þessa átaks er Tryggvi Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Össurar, maður sem löngu hefur sannað hæfni sína og er enn að koma fólki á óvart. Tryggvi er okkar spjótsoddur en hann er jafnramt skjöldur okkar sem vinnum við þróunina og þurfum stundum ró og næði. Ég vil nota tæki- færið til þess að þakka honum sam- starfið hingað til. Einnig vil ég nota tækifærið til að þakka öllu starfsfólki okkar — og svo auðvitað eiginkonu 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.