Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 48
Hér horfir Landsbankagoðinn á uppstoppaðan lax er hann hefur heima hjá sér, einn af mörg- um sem hann hefur haft betur við. hið alræmda landspróf frá þeim skóla vorið 1947 og voru aðeins þrír sem náðu. Auk Sverris þeir Þorvaldur Veigar Guðmundsson, síðar læknir, og Ólafur Gunnarsson, síðar verk- fræðingur. Þaðan lá leiðin til Ak- ureyrar til náms í Menntaskól- anum þar. Það gekk reyndar ekki andskotalaust því Sigurður skólameistari þráaðist við að taka á móti kauða og taldi að óeirðamenn skyldu fara suður í skóla. Sverrir lét sig ekki frekar þá en síðar og komst inn með því að tala við rétta menn á rétt- um stöðum, lofa bót og betrun og ganga í stúku. Sverri sóttist námið ágætlega þótt hann tæki fullan þátt í félags- og skemmtanalífi skólans, var annar rit- stjóra skólablaðsins, formaður mál- fundafélagsins og formaður leikfé- lagsins. Eins og oft vill verða voru á þessum árum hnýtt þau vinabönd sem hvað best halda. Bestu vinir Sverris á menntaskólaárunum, sem hafa fylgt honum síðan, eru menn eins og Haraldur Bessason, síðar rektor Háskólans á Akureyri, Bjöm Þór- haUsson verkalýðsforkólfur, Hjalti Jónasson, skólastjóri Seljaskóla, Ingi Kristinsson, skólastjóri Melaskóla, Gunnlaugur Bjömsson viðskipta- fræðingur og Helgi Hjálmsson fram- kvæmdastjóri í Tollvörugeymslunni. Eiginkona Sverris er Gréta Lind Kristjánsdóttir frá ísafirði. Foreldrar hennar vom Kristján Tryggvason, klæðskerameistari á ísafirði, og Mar- grét Finnbjömsdóttir úr Aðalvík. Sverrir og kona hans hafa búið í Reykjavík frá 1955 og lengi á Einimel 9 og eiga fimm börn. Þau em Hulda Bryndís þjóðháttafræðingur, gift Guðna Jóhannessyni verkfræðingi, Kristján sölustjóri, kvæntur Emu Ragnarsdóttur, Margrét Kristjana forstöðumaður, gift Pétri Hilmars- syni, Ragnhildur blaðamaður og Ást- hildur Lind flugfreyja, gift Matthíasi Sveinssyni. Auk þess ólu Sverrir og Gréta upp sonardóttur sína, Grétu Lind Kristjánsdóttur. Þegar námi lauk í Menntaskólanum á Akureyri fór Sverrir til náms í Há- skólanum og lauk prófi í viðskipta- fræði vorið 1955 og fór að vinna hjá Vinnuveitendasambandi Islands. Um svipað leyti var hann kosinn í stjórn SUS. Hjá vinnuveitendum var skrif- stofustjóri, Barði Friðriksson lög- fræðingur, en þeim Sverri varð vel til vina og hefur sú vinátta haldist síðan. Frá vinnuveitendum lá leiðin ári síðar yfir á hinn vænginn til verkalýðsins en Sverrir fór að vinna hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og var eitt höfuðverkefni hans að stofna Lands- samband íslenskra verslunarmanna, ir var fyrsti formaður LÍV og gegndi því í 15 ár eða allt til þess að hann settist á þing sem aðal- maður 1972. Árið 1960 hætti Sverrir hjá VR og fór að vinna sem fram- kvæmdastjóri Vísis í komparm með Gunnari Thoroddsen sem var formaður stjómar en Gunn- ar G. Schram var ritstjóri. Sverrir var framkvæmda- stjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1975 til 1983 en sú mæta stofnun var undanfari Byggðast- ofnunar og léði mörgum stór- huga sveitamanni peninga fyrir nýju fjósi eða stærri trillu. Ættin, sem kenna má við Svalbarð í Ögurvík, er orðin býsna fjölmenn og heldur dáKtið hópinn og ræktar tengslin. Ættarmót afkom- enda Hermanns og Salóme hafa verið haldin nokkrum sinnum, síðast 1993 á hundrað ára ártíð Hermanns. Það fór fram á ættarslóðum í Ögurvík og haft er fyrir satt að bergmálað hafi í fjöllum við Djúp þegar Svalbarðsmenn í marga ættliði brýndu raustina. Fyrstu afskipti Sverris af pólitík voru þegar hann fór í framboð á Aust- urlandi fyrir Sjálfstæðismenn 1963 og var hann í því sæti og varaþingmaður Jónasar Péturssonar allt til 1971 þegar hann tók fyrsta sætið í prófkjöri og hélt því til 1988 þegar Landsbankinn tók við af Alþingi sem vinnustaður hans. Sverrir var iðnaðarráðherra 1983-1985 og menntamálaráðherra 1985-’87 og tók virkan þátt í norrænu samstarfi með setu í Norðurlandaráði 1975-’83 og 1987 til 1988. Sverrir kynntist pólitík fyrst vestur á ísafirði, þar sem hún hefur um lang- an aldur verið harðvítugri en sæmi- GEVALIA - Það er kaffið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.