Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 74
Af kjöti ber helst á kjúklingum og svínakjöti. Krydd- ið er karninn í thailenskri matar- gerð. THAIHUSIÐ HEFUR ALGERA SÉRSTÖÐU Qæland hefur nú í hart nær 20 ár verið vinsælasta ferðamanna- land Asíu. Æ fleiri íslendingar eru farnir að venja komur sínar þang- að, enda bjóðast nú orðið hagstæð fargjöld til Tælands. Tæland er stór- kostlegt ferðamannaland — öll þjón- usta við ferðamenn er sérlega góð — hreinar strendur og frábær hótel. Tæland er gróið og gamalt menning- arland sem auðvelt er að kynnast. Homsteinn alls þjóðlífs og menningar er Búddhismi, umburðarlynd en dul- úðug trúarbrögð sem samofin eru lífi fólksins. Hér á Vesturlöndum hefur mikið verið gert úr skuggahliðum tai- lensks ferðaiðnaðar. Vesturlanda- búar hneykslast á vændi og öðru mis- jöfnu sem ferðamennirnir sjá. Vændi, fikniefnaneysla og glæpir eru ekki al- gengari í Tælandi en í mörgum öðrum ferðamannalöndum. Arkitektar vændisins í Tælandi eru ekki ósjaldan Vesturlandabúar — en það er nú önn- ur saga. Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um þekkta erlenda bisness- veitingastaði i Frjálsa verslun. Tæland er 513.000 ferkílómetrar að stærð og íbúamir em rúmar 60 miljónir. Höfuðborgin Bangkok, sem stundum er kölluð París Asíu, stend- ur á bökkum Chao Phraya árinnar og eru íbúarnir sex miljónir. Tæland er konungsríki og heitir konungurinn, sem nú ríkir því virðulega nafni, hans konunglega hátign Bhumibol Adu- lyads. Hann er ákaflega vinsæll og dáður. Tæland er fyrst og fremst landbún- aðarland, enda skilyrði til akuryrkju frábærlega góð. Um 80% þjóðarinnar starfar því enn að landbúnaði. Hag- vöxtur hefur stöðugt aukist. Fram- leiðsluaukningin 1995 var 8,6%. Mestur hefur vöxturinn verið í iðnaði eða 12,3% 1995 og í landbúnaði hefur framleiðsluaukningin verið 3%. Aukning innan ferðageirans var 6,7%. Atvinnuleysið er eitt hið lægsta í Asíu eða 3% árið 1994. Tæ- lendingar búast við töluverðum sam- drætti í landbúnaði þó svo að fram- leiðslan muni stöðugt aukast fram til aldamóta. Búist er við að mikil aukn- ing muni verða í iðnaði á næstu ámm. Tælensk matargerð er mjög sér- stök. Hún er skyld bæði þeirri kín- versku og indversku. Megin uppi- staða matarins er grænmeti og fiskur úr sjó og hinum fjölmörgu ám. Þá er skelfiskur ákaflega vinsæll. Af kjöti ber helst á kjúklingum og svínakjöti en kjöt er þó frekar sparlega notað. Það, sem er svo sérstakt í tælenskri matargerð, er hvernig maturinn er kryddaður. Notaðar em ýmiskonar kryddblöndur og þá helst ýmsar teg- undir af karrí, chílepipar og hvítlauk og er þá fátt eitt talið. Einkennandi bragð er súrt, sætt og milt pipar- bragð. Tælenskur matur er mjög hollur en helsti gallinn við hann er hvað það tekur langan tíma að útbúa suma réttina. Stóra spumingin fyrir alla þá Vest- urlandabúa sem heimsækja Asíu er hvort þeir kynnist þjóðinni í Iandinu þegar dvalist er á vestrænu lúxushót- eli og horft á skrautsýningar sem ætl- aðar eru erlendum ferðamönnum. Þessari spumingu verður ekki svarað hér, lesandi góður. Ég vil hinsvegar nota tækifærið og benda þér á stað sem hefur algjöra sérstöðu og þar sem gefst gott tækifæri til að kynnast hinu sanna Tælandi. Þessi staður heitir Thai House og er rétt fyrir utan Bangkok. Thai House er eiginlega bændagisting eða bed and breakfast. Húsið er í klassískum stíl, smíðað úr tekki og stendur á árbakka. Það eru hjón sem reka húsið og búa gestimir með fjölskyldunni. Hjónin eru mjög fróð um land sitt og þjóð og tala bæði ljómandi ensku. Fyrir þá sem vilja er boðið upp á einkakennslu í tailenskri matargerð. Þá bjóða þau styttri ferðir um nágrennið. Thai House er rétt fyrir utan Bangkok, eins og áður sagði, og fer maður þangað með báti og tekur leiðin um það bil klukkutíma, siglt er um síki og skurði. Herbergin eru einföld en þægileg. Það, sem mest er þó um vert, er að þarna gefst fólki kostur á að kynnast Tælandi, siðum og venjum, betur en á flestum ef ekki öllum ferðamannastöðum. Auk þess er ódýrt að dvelja á þessum óvenjulega en heillandi stað, The Thai House. The Thai House (Reservation office) 22 Pra — Athit Road. Bangkok 10200. Sími: 2800740 - 41. Fax: 2800741. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.