Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Page 72

Frjáls verslun - 01.01.1996, Page 72
FOLK ANNA REYNIS HJÁ TEYMI Anna Reynis, 30 ára fjármálastjóri tölvufyrirtækisins Teymi. Fyrirtækið hefur um- boð fyrir Oracle hugbúnað á Islandi. Dejmii er söluaðili Oracle hugbúnaðar á íslandi. Fyrirtækið var stofnað í apríl á síðast- liðnu ári með þremur starfs- mönnum. Núna eru starfs- menn fimm og von er á ein- um til viðbótar. Þetta fyrirtæki er í örum vexti og við ætlum okkur að sækja enn meira fram,“ segir Anna Reynis íjármálastjóri Teymis. Hvað varðar fram- tíðarmarkmið Teymis segir Anna að margt sé í bígerð. Ætlunin sé að bjóða fram all- sherjarlausnir í upplýsinga- vinnslu fyrirtækja. Teymi er með heimasíðu á Intem- etinu og verið er að setja upp innri vef sem geymir alla þekkingu sem verður til innan fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri Teymis er Elvar Steinn Þorkelsson tölvunarfræð- ingur en hann tók við um- boði Oracle árið 1991. Stuttu síðar hóf Anna að starfa fyrir hann í hlutastarfi með námi sínu í Háskólan- um. „Við höfum um 40 aðila í viðskiptum og þar á meðal eru stærstu fyrirtæki lands- ins. í framtíðinni stefnum við á að bjóða vörur okkar og þjónustu til minni fyrir- tækja en Oracle, sem sam- anstendur af gagnagrunns- kerfum og þróunarverkfær- um , er farið að bjóða meira úrval af hugbúnaði fyrir þennan markað en áður var. Oracle Corporation er ann- að stærsta hugbúnaðarfyr- irtækið í heiminum, næst á eftir Microsoft. Þetta er virt fyrirtæki um allan heim og sérstaklega er vara þess þekkt fyrir sveigjanleika. Sveigjanleikinn felst í því að hægt er að kaupa hugbúnað- inn fyrir einn til tvo notend- ur en með vexti og auknum umsvifum er auðvelt að bæta við notendum og stækka gagnagrunninn. Þannig vex Oracle með fyrirtækinu. Hugbúnaður- inn er fáanlegur á flestar gerðir stýrikerfa og véla, þar á meðal PC og Macin- tosh,“ segir Anna. Anna er viðskiptafræð- ingur, þrítug að aldri, og út- skrifaðist úr viðskiptadeild HÍ síðastliðið haust. Eins og áður hefur komið fram var Anna byrjuð að vinna með Elvari með náminu. Hún fór síðan í fullt starf við stofnun Teymis í apríl í fyrra. Anna vann fyrir fleiri á námsárum sínum í HÍ, þar á meðal fyrir Eimskipafélagið og Hástoð sem er nemendafyrirtæki háskólanema. „Ég öðlaðist mikla reynslu af því að vinna með náminu. Ég byrjaði fremur seint í viðskiptafræðinni því ég var óráðin framan af. Áður en ég fór í viðskipta- fræðina vann ég á ýmsum stöðum, svo sem hjá Lands- bankanum í tvö ár og önnur tvö ár hjá BM-VaOá. í nokkra mánuði var ég bús- ett í Þýskalandi, kom svo heim og prófaði að fara í lög- fræðina en hætti og fór að vinna hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar áður en ég fór í viðskiptafræðina. Ég er þeirrar skoðunar að reynsla á vinnumarkaði sé ekki síður mikilvæg en próf úr skólum,“ segir Anna. Lokaritgerð hennar fjallaði um Teymi undir yfirskrift- inni „Stefnumótun og gæða- stjórnun hjá nýstofnuðu fyrirtæki." Anna segir að frá upphafi hafi verið mikið að gera í fyrirtækinu. Hún hafi einnig þurft að setja sig inn í mörg sérhæfð mál hvað varðar tölvur, bæði hugbúnað og vélbúnað. Tími til tóm- stunda hafi því ekki verið mikiU en það stefni í það að hún fari að sinna þeim betur. Anna er í sambúð með Sig- urði Sveinssyni handknatt-* leiksmanni í FH og við- skiptafræðinema. „Ég er með algjöra veiði- dellu og hef haft hana alveg frá því ég fékk Maríulaxinn, 7 punda, þegar ég var níu ára. Á sumrin erum við eins mikið í silungs- og laxveiði og færi gefst. Foreldrar mínir eiga sumarbústað í landi Langár í Borgarfirði og við erum mikið þar,“ segir Anna. Fluguhnýtingar eru meðal áhugamála Önnu og myndlist. „Ég fór á sínum tíma á námskeið í Mynd- lista- og handíðaskólanum og vil gjarnan gefa mér meiri tíma fyrir myndlistina,“ seg- ir Anna. TEXTI: JÓHANNA A. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.