Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Síða 26

Frjáls verslun - 01.03.1997, Síða 26
I samanburði við Sjóvá-Almennar Vfs og Allar tölur í milljónum kr. 6.800 Sjóvá- 8.800 fyrir því að lenda í minnihluta í VIS en beinn hlutur Brunabótar í VIS er 44,2%? Að vísu má minna á að í samþykktum félaganna frá stofnun VIS er helmingaskiptaregla Bruna- bótar og Samvinnutrygginga um eign félaganna í VIS. Svo sterk er þessi helmingaskiptaregla að bæði félögin hafa neitunarvald þannig að nýr meirihluti, sem kynni að myndast, á erfitt um vik. I rauninni var sú staða komin upp hjá Brunabót að losa sig að fullu út úr VIS í stað þess að selja hluta af eign sinni þar og lenda í minnihluta. Og fyrst bankinn var til viðræðu um að kaupa allan hlut félagsins var engin ástæða til annars en að leggja við hlustir og sjá hvað hann byði. Forvitnilegt er að skoða hversu hlutur Brunabótar hefur aukist að verðmætum frá því félagið sameinaðist Samvinnu- tryggingum um rekstur VIS í ársbyrjun 1989.1 upphafi lögðu bæði félög fram 100 milljónir að nafnvirði í VIS á genginu 1,726. í árslok 1990 lagði Brunabótafélagið síðan fram 40 milljóna króna viðbótarhlutafé í VÍS á genginu 2,0. Á árinu 1991 var farið út í 150 milljóna króna hlutatjáraukningu að nafnvirði en á genginu 2.0. Af því komu 55 milljónir í hlut Brunabótar og við það minnkaði beinn hlut- ur félagsins í VIS niður í 44,2%. En Líftryggingafélag Islands, LÍFÍS, sem stofnað hafði verið 1990, kom með 11,6% hlut. Þess má geta að Eignarhaldsfélag Brunabótar á 44,5% hlut í LIFIS en félagið lagði fram 45 milljónir í hlutafé við stoíhun þess á genginu 2,00.1 árslok 1991 var heildarhlutafé í VIS komið í samtals 430 milljónir á nafnvirði. Ári síðar var það komið í 441 milljón á nafnvirði - og hefur svo verið síðan. Af þessu má sjá að Brunabót hefur lagt fram um 240 milljónir að nafnvirði í VÍS og LIFÍS á markaðsvirði um 453 milljónir króna. Það er þessi 453 milljóna hlutur sem félagið selur núna á 3,4 milljarða. Þetta er ávöxtun upp á um 28% á ári í um átta ár. Þetta er dúndurávöxtun. Arðsemi eigin íjár VIS á þessum árum hefur reynst miklu lægri. Þess má geta að í hlutafjárútboðinu árið 1991 gátu Samvinnutryggingar ekki lagt fram fé á móti Brunabót - þær áttu einfaldlega ekki fé til þess - og því var ákveðið að Líftryggingafélag Islands og nokkur félög tengd gamla Sambandinu - Olíufélagið, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnusjóður Islands - kæmu inn sem hluthafar í VIS í útboðinu. EiNKAVÆÐINGARNEFND MAT BRUNABÓT Á500 MILLJÓNIR ÁRIÐ1993 Það vekur einnig athygli að þegar Einkavæðingarnefnd íhugaði alvarlega árið 1993 hvort ríkið ætti ekki Brunabótafélagið taldi nefndin að virði félagsins væri um 500 milljónir króna, eða svipað og félagið hafði lagt í VÍS og Líftryggingafélag íslands. Þegar Einkavæðingarnefndin ætlaði að „leggja hald sitt” á Brunabótafélagið 1993 voru þeir Tryggvi Gunnarsson lögmaður og Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, fengnir til að gera álitsgerð um það hveijir ættu Brunabótafélagið. Álit þeirra var afdráttarlaust á þá leið að ríkið ætti ekkert í félaginu heldur væri það í eigu sveitarfélaga og tryggingaþega. Ekki er nokkur vafi á að Eignarhaldsfélag Brunabótafélagsins verður firnasterkur fjárfestir á markaðnum á næstu árum þegar félagið verður komið með 3,4 mill- jarða króna upp á vasann. Um 10% ávöxtun á ári af slíkri eign er um 340 milljónir króna. Það er mikið fé - og eftirsóknarvert. HLUTURINN KEYPTUR Á TVEIMUR ÁRUM Kaup Landsbankans á hlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VIS og Líftrygg- ingafélagi íslands verða framkvæmd annars vegar með því að bankinn kaupir lítinn hlut í upphafi en síðan hefur hann rétt til að kaupa afanginn með nokkrum kaupsamningum á tveimur árum. Upphafssamningurinn hljóðar upp á kaup bankans á 12% eignarhluta í Brunabót eða sem svarar 6% eignarhluta í VÍS og Líftryggingafélagi Islands. Landsbankinn hefur síðan rétt til að kaupa 60% af eignarhluta Brunabótar á árinu 1998 í þremur áföngum og 28% á árinu 1999 í tveimur áföngum. Utreikningar um áhrif kaupanna á e i g i n fj á r h 1 u tfa 11 Landsbankans árin 1997 til 1999 hafa verið gerðir á grundvelli rekstraráætlana. Allan þennan tíma uppfyllir bankinn kröfur sem gerðar eru um eiginfjárhlutfall - 9% eða meira - án þess að þurfa að auka eigið fé sitt. Vegna þeirrar helmingaskiptareglu, sem gildir um VIS og LIFIS, munu Eignarhaldsfélag Brunabótafélagsins og bank- inn semja sín á milli um skipan þeirra íjögurra manna í stjórn hvers félags sem fylgir kaupunum á meðan þau ganga yfir. Þannig mun bankinn ekki fá alla ijóra menn Brunabótar í stjórn VIS strax í upphafi heldur gerist það ekki fyrr en árið 1999 þegar bankinn kaupir síðasta hlutann í félaginu. Hins vegar er kveðið á um að bankinn geti afsalað sér kaupréttinum til þriðja aðila ef hann kýs svo en hann ber engu að síður ábyrgð á kaupverðinu. SKIPULÖGÐ VINNUBRÖGÐ Þótt menn í viðskiptalífinu séu ekki á eitt sáttir um kaup Landsbankans á helmingshlut Brunabótar í VIS er aðdragandi kaupanna athyglisverður. Fundað var á laun á lögmannsstofu úti í bæ. Afar fáir komu að málinu til að það kvissaðist ekki út og hægt væri að halda uppi hraða í samningaviðræðum. Það var í raun unnið af mönnum utan bankans en ekki innan hans. Vinnubrögð voru hröð og skipulögð. Lotan var snörp. Brýn nauðsyn var á að ljúka málinu á fáum dögum. Loks var málið ekki lagt fram á æðstu stöðum innan Landsbankans og Brunabótar fyrr en að uppkast að samningi lá fyrir. Þegar þar var komið sögu var þetta aðeins spurningin um að hrökkva eða stökkva. Og það var heldur betur stokkið. Þett var risastökk! Stærstu einstöku viðskipti með hlutabréf hér á landi voru staðreynd. LIFIS 3.400 421 Framlagt hlutafé Framlagt hlutafé 7,5 faldast í verði | J 20,9 faldast í verði Almennar 5.000 i------ 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.