Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.03.1997, Blaðsíða 44
Eiginkona Jóns og húsfreyja á Stóra-Kroppi heitír Regula Brem og er frá Sviss. Heimilishundarnir tveir eru Sanktí-Bernharðshundar sem eru táknrænir fyrir heimaland hennar. Hér sitja þau hjónin á tröppunum á Kroppi ásamt Barra og hvolpinum Stubbi. leiðslu síðustu áratugi. Eitt af því sem gerir þetta kleift er aukið frelsi í viðskiptum með mjólkurkvóta en fyrstu árin sem kvótakerfi var við lýði í landbúnaði voru verulegar hömlur á framsali hans milli jarða og bænda. Jón segir að æskileg stærð á mjólkurbúi, og sú sem hann stefnir að til að full hagkvæmni náist, sé um 300 þúsund lítrar. I dag eru nokkur félagsbú á landinu með svo stóran kvóta. Jón kom í landbúnaðinn úr heimi verðbréfa og viðskipta. I fimmtán ár var hann búsettur í Sviss þar sem hann starf- aði í elsta banka landsins, síðari hluta ferilsins sem yfir- maður verðbréfadeildar. 1992 kom hann heim til íslands til starfa hjá Kaupþingi og tók þannig þátt í mótun íslenskra verðbréfaviðskipta. Eftir tvö ár þar söðlaði hann um og hvarf aftur heim í sveitina en Jón er fæddur og alinn upp á Guðnabakka í Borgarfirði. Vegna þessa óvenjulega starfs- ferils hefur Jón um margt sérstakar skoðanir á íslenskum landbúnaði, atvinnulífi og verðbréfasölu. NÝSKÖPUN Á FORNU MENNTASETRI Stóri-Kroppur er landnámsjörð. Þekktasti ábúandi jarðarinnar á undan Jóni var Kristleifur Þorsteinsson fræði- maður sem bjó á Stóra-Kroppi í 60 ár og ritaði ómetanleg heimildarrit um byggðir og bú í Borgarfirði. Þórður Kristleifsson, sonur hans, er meðal elstu núlifandi Islend- inga, þekktur söngvari og tónlistarkennari. Kristleifur lést á Stóra-Kroppi í hárri elli 1952 og er jarðaður þar. Þannig var Stóri-Kroppur á sinn hátt menntasetur í héraði á svipaðan hátt og Reykholt fyrr á öldum. Andrés Jóhannesson, systursonur Kristleifs, bjó á Stóra-Kroppi allt til ársins 1977 þegar hann brá búi. Þegar Jón keypti jörðina í árslok 1993 var hún í ágætu ásigkomulagi en enginn búskapur var þá á Kroppi. „Okkar uppbygging hér á Stóra-Kroppi er eina nýsköpunin í þessari grein landbúnaðar síðan kvótakerfið var sett á,“ sagði Jón í samtali við Fijálsa verslun. „Mitt fyrsta verk var að kaupa upp mjólkurkvóta hér innan svæðisins og kaupa vélar og skepnur. Mjólkurframleiðsla hér er um 150 þúsund lítrar. Við erum hér einnig með örfá hross en ætlum að losa okkur við þau. Eg vil ekki dreifa kröftunum heldur ein- beita mér að mjólkurframleiðslu. Eg er almennt þeirrar skoðunar að íslenskir bændur fáist við of margt í einu.“ Jón á Stóra-Kroppi var mikið í sviðsljósinu á síðasta ári þegar miklar deilur stóðu um fyrir- hugaða vegarlagningu en þær áætlanir gerðu ráð fyrir því að vegur yrði lagður þvert yfir tún og ræktað land á Kroppi. Miklar deil- ur, átök og flokkadrættir fylgdu í kjölfarið og þetta varð meðal annars ástæða þess að Jón festi kaup á Artúni á Rangárvöllum. „Þetta er ein af betri bújörðum landsins og þarna er auðvelt að sjá fyrir sér búskap í ffamtíðinni. Við vildum ekki hætta við búskap þótt illa horfði um tíma.“ Nú um stundir er hlé á deilum um vegarstæði. Lögð hefur verið fram ný tillaga frá Vegagerðinni sem Jón segist vel geta sætt sig við en enn er formlegri umfjöllun um hana ekki lokið á öllum stjórnsýslustigum. „Kjarni málsins er sá að það er prinsípmál að mannvirki skuli ekki eyðileggja ræktað land þar sem ekki er þörf á því.“ Næsta skref í uppbyggingu búskapar á Stóra-Kroppi er, að mati Jóns, að byggja nýtt fjós í stað þess gamla sem er 30 ára gamalt. Ymis ljón eru í veginum hvað varðar skilmála og íjármögnun því Stofnlánadeild landbúnaðarins lánar bændum ekki fé til þess að byggja stærri íjós en 36 kúa. Jón vill helst að nýja fjósið rúmi 80 kýr. Hann hefur einnig nýjar hugmyndir um einangrun og ýmsan frágang flóssins sem mun lækka byggingarkostnað verulega. Töluvert hefur verið keypt og selt af mjólkurkvóta síð- ustu ár og verð hans hefur stigið mjög. Þróunin hefur orðið sú að mjólkurbændum fækkar og búin stækka. MENN GERA 0F MIKLAR KRÖFUR TIL FJÁRFESTINGA Mjólkurframleiðsla á landinu öllu er um 103 milljónir lítra og hefur náð jafnvægi eftir samdrátt undanfarinna ára. Það gerist í auknum mæli að kaupfélög og mjólkursamlög styrki bændur til að kaupa mjólkurkvóta til þess að halda hlut síns héraðs eða samlagssvæðis. Þetta hefur Kaupfélag Skagfirðinga gert lengst allra og Mjólkurbú Flóamanna og nú síðast bættist KEA í hópinn. Verðið hefur stigið úr 110- 120 krónum á hvern lítra upp í 170-180 krónur. Það liggur því beinast við að spyija verðbréfasalann: Er þetta góð fjár- festíng? „Þetta er spurning sem er rétt að velta fyrir sér. Verðið, sem ég keyptí kvótann, á var lægst 105 og hæst 130. Hvað varðar 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.