Frjáls verslun - 01.03.1997, Síða 54
itt helsta Ijölskyklustriðið í sögu
viðskiptanna í Bandaríkjunum
kann brátt að ná hámarki sínu í
réttarsal á þessu ári. Stríðið er milli
bræðranna sem erfðu fyrirtækið Koch
Industries í Wichita og auðurinn, sem
þeir deila um, er gífurlegur.
Fyrir um það bil hálfri öld skrifaði
Fred C. Koch ungum sonum sínum og
bað þá að vera góða og göfuglynda hver
við annan en þeir daufheyrðust við bón
hans. Fred hafði byggt stórt fyrirtæki í
olíuiðnaðinum og hagnast vel. Hann
reyndi að kenna sonum sínum gildi
siðferðis og vonaði að þeir gætu farið vel
með arfinn þegar hann félli frá. Hann
varaði drengina við því að auður þeirra
gæti annaðhvort orðið þeim til
blessunar eða bölvunar. Hann hafði rétt
fyrir sér, um bölvunina.
Synirnir heita Freddie, Charles,
David og Bill. Freddie er elstur, 63 ára,
og hann á kastala, villur og ýmsar aðrar
fasteignir í Evrópu. Charles, sem er 61
árs, stofiiaði Cato stofnunina, sem er
hugmyndabanki frjálshyggjumanna, og
íhugaði alvarlega að kaupa Time eða
Newsweek til þess að undirbúa jarðveg-
inn fyrir stjórnmálabyltingu í Banda-
ríkjunum. Tvíburarnir David og Bill eru
56 ára. Árið 1980 var David frambjóð-
andi frjálshyggjumanna til varaforseta-
embættisins. Fyrir tveimur árum keypti
hann íbúð Jackie Onassis í New York.
Bill vann Ameríkubikarinn í siglinga-
keppni árið 1992.
SKÁKA JAFVEL J.R. EWiNG
Brögð bræðranna hverra gegn
öðrum hafa verið svo umfangsmikil að
sagt er að J.R. Ewing kynni að líta á sig
sem sigraðan í þeim efnum. Bill hefur til
dæmis sagt frá því að Charles hafi reynt
að kúga Freddie með því að hóta að
afhjúpa samkynhneigð hans til þess að
fá hlutabréf Freddies á lágu verði.
Charles vísar þessu harðlega á bug.
Freddie var að hluta til gerður arflaus af
*
$EM SKAKA
JAFNVEL
J.R. EWING
Stríð brœðranna pykir
gott dæmi um pað sem
getur farið úrskeiðis pegar
faðir á einn uppáhaldsson
sem tekur við stjórn
fyrirtœkis að fóðurnum
látnum. En pá fyrst byrjar
oft ballið. Riftst er um
arfinn. Deilt er um völd og
peninga - og brögðum beitt.
föður sínum vegna ágreinings um 700
dollara sem faðirinn saknaði. Og ekki
bætti það samlyndið innan ljölskyldunn-
ar þegar Bill lét stefna móður sinni í
vitnastúku nokkrum mánuðum eftir að
hún hafði fengið hjartaáfall.
Það þykir ekki nein tilviljun að fáir
hafi heyrt af Koch bræðrum. Þeir hata
allir athygli nema Bill. Og margt að því,
sem fyrirtækið Koch Industries fæst, við
virðist lítið spennandi, eins og olíu-
vinnsla, olíuflutningar og efnagerð.
Auðurinn, sem fyrirtækið hefur skapað
og nú er rifist um, er gífurlegur. Fyrir-
tækið hagnast um 750 milljónir dollara á
ári og er næstum eingöngu í eigu
tveggja bræðranna. Olíuvinnslustöðvar
fyrirtækisins eru tvær og risastórar.
Olíuflutningaleiðslur fyrirtækisins eru
37 þúsund mílur að lengd og fyrirtækið
á 450 þúsund ekrur af landi undir naut-
griparækt. Koch Industries á meiri
eignir en nokkurt annað fyrirtæki í
einkaeigu að frátöldu Cargill fyrirtæk-
inu. Talið er að Freddie og Bill eigi hvor
um sig auðævi upp á 1 milljarð dollara.
Eignir Charlies og Davids eru metnar á
2 milljarða dollara hvors fyrir sig.
TELURSIG SVIKINN
Deilan snýst í einföldu máli um það
að Bill heldur því fram að Charies hafi
árið 1983 gabbað sig til að selja hluta-
bréf sín í fjölskyldufyrirtækinu hálfúm
milljarði dollara undir raunvirði þeirra.
Bill fékk aðeins 470 milljónir. Charles
vísar ásökunum á bug. Hann kveðst
hika við að ráðast á bróður sinn opinber-
lega. Samt sem áður segir hann Bill full-
an af græðgi, latan, óhæfan, taugaveikl-
aðan og hefnigjarnan.
Atökin milli Charles, sem rekur fjöl-
skyldufyrirtækið <j)g leggur hart að sér,
og Bills, sem er ístöðulaus, óöruggur og
hafiiar yfirráðum og ákveðni Charles, að
því er sagt er, hafa verið grimmileg.
Þetta þykir dæmi um það sem getur
farið úrskeiðis þegar faðir á einn
uppáhaldsson og gerir ráð fyrir að
hinum muni semja við hann. „Það var
faðir minn sem sáði fræjum þessara
hörmunga,” segir Bill.
Hann heldur því fram að Charles sé
svindlari og hann er ákveðinn í að sanna
að hann sé í raun sífellt óheiðarlegur og
þess vegna nógu siðlaus til þess að hafa
af bróður sínum hálfan milljarð. Bill
hefur einnig haldið því fram að Koch
HARÐUR NAGLI
Charles er sagður hafa staðið sig frábærlega sem stjórnandi Koch Industries. Charles er harður
samningamaður og hann keyrir sjálfan sig og aðra áfram. Hann kom á 12 stunda vinnudegi á
skrifstofu fyrirtækisins og sjálfur vann hann nokkrar stundir til viðbótar þegar heim var komið.
Hann ætlaðist til þess að framkvæmdastjórar störfuðu á laugardagsmorgnum og fannst allt í lagi
þótt fundir drægjust fram á kvöld á laugardögum. Hann bað meira að segja Liz, konu sinnar,
símleiðis. Hún heyrði er hann fletti dagatalinu til að athuga hvenær tími gæfist fyrir brúðkaupið.
54