Frjáls verslun - 01.03.1997, Síða 56
FJÁRMÁL
á skrifstofu fyrirtækisins og sjálfur vann hann nokkrar stundir
til viðbótar þegar heim var komið. Hann ætlaðist til þess að
fram kvæ m d as tj ó rar störfuðu á laugardagsmorgnum og fannst
allt í lagi þótt fundir drægjust fram á kvöld á laugardögum.
Hann bað meira segja Liz, konu sinnar, símleiðis. Hún heyrði
er hann fletti dagatalinu til að athuga hvenær tími gæfist fyrir
brúðkaupið.
Taiið er að krafturinn í Charles, aginn, sem hann beitti sjálf-
an sig og aðra, og óþolinmæði hans hafi gert ágreininginn við
Bill verri. Árið 1968 bað Charles Bill, sem þá var í doktorsnámi
í eðlisfræði við MIT, að setja á laggirnir lítinn sjóð fyrir fjöl-
skylduna. Að sögn Charles gekk það
illa og varð tapið 90 þúsund dollarar.
Hann segir að Bill hafi ekki komið til
vinnu á réttum tíma, hann hafi ekki
komist fram úr rúminu. Það sem var
verra, að mati Charles, var að Bill var
ófær um að koma auga á þau aðal-
atriði sem skera úr um hvort samn-
ingur er góður eða ekki.
Bill segir að hagnaðurinn af
sjóðnum hafi verið viðunandi en bætir því við að hann hafi
verið niðurdreginn á þessum tíma og hafi ekki haft neina
viðskiptareynslu. Hann hafi á þessum tíma aðeins haft reynslu
af störfum á búgörðum föður síns.
Hlutirnir munu ekki hafa gengið betur fyrir sig þegar Bill
hóf störf hjá Koch Industries á lítilli skrifstofu fyrirtækisins
nálægt Boston árið 1975. Hann sneri sér að kolaviðskiptum en
fór í taugarnar á framkvæmdastjórum vegna þess hversu
óákveðinn hann var. Charles var ekki bara óánægður með að
Bill vantaði kraft og hæfileika heldur sætti hann sig illa við
löngun Bills í títla.
SKYNDIÁRAS BILLS
I lok áttunda áratugarins þénaði Bill nokkrar milljónir
dollara á ári. En það var ekki nóg. Bill kvartaði undan því að
ágóðinn væri lítill þar sem Charles. setti allt féð aftur inn í
reksturinn. Og skömmu fyrir þakkagjörðarhátíðina 1980 gerði
Bill skyndiárás. Með stuðningi
Freddies og nokkurra utanaðkom-
andi hluthafa fékk Bill yfirráð yfir
meirihluta hlutabréfa Koch Indu-
stries. Hann boðaði til sérstaks
stjórnarfundar til þess að skipa nýja
stjórnendur sem áttu að auka hagn-
aðinn og draga úr áhrifum Charles
yfir fyrirtækinu. David komst á snoð-
ir um áætlunina nokkrum dögum
fyrir fundinn og tókst að telja einum stuðningsmanna Bills
hughvarf. Niðurstaða fundarins var sú að stjórnin ákvað að
reka Bill. Arið 1983 vildu Bill, Freddie og nokkrir frændur
þeirra fá meira reiðufé og seldu Charles og David hlutabréf
sín. Bill var hæstánægður með það sem kom í hans hlut, 470
milljónir dollara. Ári seinna var honum greint frá því að Koch
Industries, sem hafði tekið að láni tæpan milljarð dollara til að
borga seljendur hlutabréfanna út, hefði borgað af láninu þrisv-
ar sinnum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Hann sakaði
Charles og David um að hafa falið eignir fyrirtækisins og
breytt bókhaldsaðferðum til þess að láta fyrirtækið líta út fyrir
að vera minna virði en það hafi í raun verið.
LEITAÐ TIL LEYNILÖGREGLUNNAR
Fyrir átta árum leitaði Bill til leynilögreglumanna tíl að
kanna sannleiksgildi orðróms um að Koch fyrirtækið stæli
olíu með því að mæla rangt af ásettu ráði þá jarðolíu sem það
keypti af sjálfstæðum framleiðendum. Hann hóf samstarf við
nefnd öldungadeildar þingsins sem rannsakaði ásakanir um
olíuþjófnað frá indíánum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu
að Koch fyrirtækið hefði stolið olíu frá indíánum fyrir 31
milljón dollara á þriggja ára tímabili.
Brestir þykja hafa verið í rannsókn nefndarinnar. Á því
tímabili, sem svindlið á að hafa átt sér stað, keypti fyrirtækið
olíu fyrir 12 milljarða króna. Það magn, sem Koch Industries
er sakað um að hafa stolið, er innan eðlilegra skekkjumarka
við olíumælingu í þessum bransa. Og í raun kom ekkert
jarðolíunnar frá indíánum. Þrátt fyrir þessar ásakanir nýtur
fyrirtækið trausts hjá mönnum í olíuiðnaðinum. „Við mælum
okkar olíu daglega. Við myndum strax komast að því ef þeir
stælu,” er haft eftir einum þeirra.
Öldungadeildarnefndin afhenti ríkissaksóknara í
Oklahomaborg niðurstöður sínar. Þremur árum seinna til-
kynntu yfirvöld að rannsókn málsins yrði hætt. En Bill gafst
ekki upp og höfðaði mál vegna meints olíuþjófnaðar Koch
Industries frá indíánum og yfirvöldum. Hann kveðst ekki vilja
að bræðurnir fari í fangelsi. „En ég er í stríði,” segir hann.
BROGÐ BRÆÐRANNA
„Brögð bræðranna hverra gegn
öðrum hafa verið svo
umfangsmikil að sagt er að
J. R. Ewing kynni að líta á sig
sem sigraðan í þeim efnum. ”
56