Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Side 60

Frjáls verslun - 01.03.1997, Side 60
Nýjar 10-11 verslanir eru ævinlega opnaðar á slaginu klukkan 10:00 að morgni. Hér sést firá opnun verslunarinnar í Setbergslandi í Hafharfirði. um á þeim tíma. Eiríkur segir að þeim bræðrum hafi þótt spennandi að tak- ast á við þetta stóra verkefni. Verslun- in hafi verið opnuð á miklum verð- bólgutímum, í desember 1984, vextir verið háir og margar fiölskyldur hafi fengið slæma fiárhagslega útreið á þessum tíma. „Við bræður, ásamt móður okkar og fiölskyldum, fórum ekki varhluta af því.” „Eg hafði kannski ekki nógu mikinn þroska til að takast á við þetta. Búðin fór mjög vel af stað og við rákum hana í rúm tvö ár. Við vorum með mörg góð plön í gangi en þvi miður urðum við undir og við töp- uðum öllu. Þegar maður lendir í svona erfiðleikum verður maður að taka ákvörðun, annaðhvort nær maður sér af stað aftur eða situr eftir. Eg ákvað að horfa fram á við og var svo lán- samur að ná mér aftur á flug,” segir Eiríkur, reynslunni ríkari eftir þetta áfall. Hann bendir á að í svona tilfellum standi menn einir og geti ekki treyst á aðra en sjálfa sig. „Menn fá engan happdrættisvinn- ing eða þvíumlíkt. Eg átti reynsluna - það var það eina sem ég átti - og það vissi ég. Svo á ég góða og duglega konu sem hefur reynst mér mikil stoð og stytta. Hún hefur veitt mér styrk,” útskýrir hann. Eftir gjaldþrotið var Eiríkur atvinnulaus um tíma en fór svo að vinna í matvöruverslunum og leggja fyrir. TÍMINN VAR KOMINN Eiríkur hafði gengið með þá hugmynd í maganum í mörg ár að opna verslanakeðju á borð við 10-11 þegar opnunartími yrði gefinn frjáls og var búinn að móta hugmynd- ina að 10-11 verslanakeðj- unni með sjálf- um sér. Þegar opnunartíminn var gefinn fijáls 1991 sá hann að pláss var á mark- aðnum. Tíminn var kominn. Hann stofnaði hlutafélagið Yöruveltuna ásamt konu sinni, Helgu Gísladóttur, og fiölskyldu, leigði verslunarhúsnæði í Engihjalla í Kópavogi og opnaði fyrstu 10-11 verslunina þar 10. 11. 1991. Hugmyndin var fullmótuð frá byrjun og spariféð, 1,8 milljónir króna, fór í reksturinn. „Eg varð frá byrjun að gera fyrstu verslunina alveg eins og ég ætlaði að móta mér framtíðina. Eg varð að vera með rétt vöruval, passa hugmynda- fræðina og opnunartímann. Merkið varð að vera gott, slagorðið varð að vera gott, litirn- ir urðu að vera góð- ir. Það mátti ekk- ert klikka, að mínu mati. Það er ekki hægt $ að breyta 2?< „lógói” eða ® öðru eftir að maður er far- inn af stað. Þó að við hefðum farið hægt af stað með eina verslun trúði ég því að það vantaði þessa tegund búða á markaðinn og það yrði mikið pláss fyrir þessar búðir i framtíðinni,” segir hann. 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.