Frjáls verslun - 01.03.1997, Síða 67
VEITINGAREKSTUR
ar atvinnugrein sem er alls ekki við allra
hæfi og síst viðvaninga," sagði Andrés
Magnússon í samtali við Fijálsa verslun.
„Þegar við opnuðum Kaffibarinn
sóttumst við eftir ákveðnum hópi fólks
og leikarar og fjölmiðlafólk var ofar-
lega á blaði. Þar voru myndatökur
bannaðar sem jók enn á þá ímynd að
þarna væri fræga fólkið. Hvort það að
eigandinn sé frægur geri mikið fyrir
staðinn er erfitt að mæla en það sann-
arlega sakar ekki.
Það getur tvímælalaust verið kostur
fyrst í stað að eigandinn sé þekktur á
öðrum sviðum en til lengri tíma verður
staðurinn að standa sig á sömu for-
sendum og aðrir.“
Þegar breski söngvarinn Damon
Albarn er staddur á íslandi hópast
aðdáendur hans oft að Kaffibarnum í
von um að sjá goðinu bregða fyrir. Frá
sjónarhóli staðarhaldara er ekki mikill
akkur í því vegna þess að aðdáendurnir
eru fæstir orðnir nógu gamlir til að
mega koma inn á staðinn.
Andrés var til skamms tíma einn
hluthafa í Kaffíbarnum en hefur selt hlut
sinn og hyggur á sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í faginu. Nýr bar Andrésar skal
verða við Vegamótastíg.
Andrés segir að margir fari út í rekst-
ur af þessu tagi með glýju í augum og
telji að þarna sé um fastar tekjur fyrir
litla vinnu að ræða. Það sé misskilningur
en ekkert óeðlilegt þótt skemmtikraftar,
sem unnið hafa á skemmtistöðum allan
sinn feril og vilja vera í sviðsljósinu, telji
þetta kjörinn vettvang fyrir starfskrafta
sína þar sem þeir þekki fagið mætavel.
HÁSKÓLANÁM
í REKSTRARFRÆÐUM
Hagnýtt alhliða háskólanám í rekstrarfræðum.
Víðtækur og vandaður undirbúningur
fyrir stjórnunarstörf og viðskipti
♦ Fjöldi námsgreina á sviði stjórnunar, markaðsmála,
fjármála, lögfræði og upplýsingatækni
Áhersla á tengsl við atvinnulífið m. a. með
raunhæfum verkefnum
Þjálfun í samskiptum og tjáningu
Gott bókasafn og aðgangur að erlendum gagnabönkum
Alþjóðleg viðfangsefni og erlend samskipti
SAMVINNUHASKOLINN A
311 Borgarnes, sími 435 0000, bréfsími 435 0020
netfang: samvinnuhaskolinn@bifrost.is
veffang: http//www.bifrost.is/
Samvinnuháskólinn er sjálfseignarstofnun. Skólinn er
staðsettur í fögru umhverfi á Bifröst í uppsveitum
Borgarfjarðar. Þar hefur verið skólahald frá 1955 þegar
Samvinnuskólinn var fluttur þangað úr Reykjavík.
Samvinnuháskólinn hefur frá árinu 1990 útskrifað
rekstrarfræðinga eftir tveggja ára nám á háskólastigi, eða
eftir þriggja ára nám hafi þá skort undirbúning fyrir há-
skólanámið. Samvinnuháskólinn hefurfrá 1995 útskrifað
B.S. rekstrarfræðinga eftir þriggja ára háskólanám.
■■■■■■■■■■■i
67