Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Page 70

Frjáls verslun - 01.03.1997, Page 70
Ragnar Sverrisson er klæðskeri og fatakaupmaður í JMJ á Akureyri. Hann ræktar heilsuna og garðinn sinn í fristundunum. FV-mynd: Gunnar Sverrisson. agnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ á Akureyri, man tím- ana tvenna í fataverslun eftir rúmlega 30 ára starfs- feril í faginu. JMJ er upphaflega fangamark Jóns M. Jónssonar klæðskera sem haslaði sér völl í fataverslun árið 1956. „Eg vil því fullyrða að þetta sé elsta fataverslun landsins sem enn starfar,“ sagði Ragnar í samtali við Frjálsa verslun. Ragnar kom inn í fagið þegar hann hóf nám sem klæðskeri hjá Jóni, tengdaföður sínum. „í þá daga létu allir sauma á sig föt eftir máli. Menn komu allt að þrisvar sinnum til að máta og gáfu sér góðan tíma. Þetta var FÓLK samtaka íslands. Kona Ragnars heitir Guðný Jóns- dóttír og þeirra börn eru Jón M., Sverrir, Ragnar Þór, Olafur og Hulda. Þegar mikið er að gera er öll fjöl- skyldan að vinna í búðinni svo hér er um sannkallað fjölskyldufyrirtæki að ræða. Það hefur samt enginn fetað í fótspor Ragnars með því að læra klæðskurð. „Eg er síðastí geirfuglinn í faginu innan ijölskyldunn- ar.“ KAUPMAÐURINN í GARÐINUM Ragnar segist ekki eiga margar tómstundir því vinn- an sé tímafrek. Þær tóm- stundir sem gefast notar hann tíl að dútla í garðinum. RAGNAR SVERRISSON, JMi AKUREYRI mjög skemmtilegt starf sem er eftirsjá að en nú til dags er þessi þáttur nær alveg horfinn út starfinu." Þegar umsvif JMJ voru hvað mest var rekin saumastofa sem hét Burkni á Akureyri og þar störfúðu 20-30 konur sem saumuðu meirihlutann af þeim fatnaði sem var seld- ur í verslunum JMJ. Lengst af voru tvær JMJ verslanir á Akureyri, önn- ur við Glerárgötu og hin við Ráðhústorgið. Auk þess var um nokkurra ára skeið rekin JMJ verslun við Laugaveg í Reykjavík. Ragnar keypti verslanir JMJ af Jóni, tengdaföður sínum, 1984 og hefur síðan rekið það sem fjölskyldu- fyrirtæki. I dag eru reknar tvær verslanir á vegum JMJ. Önnur er JMJ herra- fataverslun og hin er Joe’s sem selur fatnað sem TEXTI: PALL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ætíaður er yngri herrum. Báðar búðirnar eru tíl húsa í Gránufélagsgötu 4. „Við skiptum þessu með okkur. Eg sé um eldri herr- ana en Joe’s þá yngri. Joe’s er í samvinnu við verslun með sama nafiii í Kringlunni sem Guðmundur Ólafsson á og rekur. Þetta eru sömu vöru- merki og sameiginleg inn- kaup.“ ERUM SAMKEPPNISFÆRIR VIÐ ÚTLÖND Eins og aðrar verslanir hvort sem er í fatnaði eða öðru hefur JMJ þurft að mæta aukinni samkeppni frá verslunarferðum til útlanda. „Fyrst í stað var þetta dálítið áfall en svo fórum við að mæta þessu eins og hverri annarri samkeppni og keppa við þessar ferðir. í dag eru staðan sú að við erum samkeppnisfærir í verðum og gæðum. Stöðugt fleiri átta sig nú á því að það er hægt að gera jafn góð kaup hér heima. Þannig hefur þetta í raun orðið öllum til góðs, bæði kaupmönnum og neyt- endum.“ Ragnar nefnir sem dæmi að fyrir um 10 árum hafi tvíhneppt jakkaföt án vestis kostað 25-40 þúsund í búðinni hjá JMJ. í dag er hægt að fá jakkaföt með vestí hjá JMJ fyrir 17.900 krónur. „Þetta eru fínustu föt sem gefa ekkert eftír þeim sem menn eru að kaupa í Glasgow eða hvar sem er, hvorki í verði né gæðum. Þetta kemur mönnum þægilega á óvart sem koma hér inn í búðina og eru kannski nýkomnir að utan.“ Ragnar er mjög virkur í félagsstarfi fyrir kaupmenn þar sem hann er formaður Kaupmannafélags Akureyr- ar og í stjórn Kaupmanna- Þau hjónin eiga stóran og fallegan garð við hús sitt á Akureyri og með eftir- gangsmunum viðurkennir Ragnar að garðurinn hafi verið verðlaunaður. Ragnar hefur annað áhugamál sem er líkams- rækt og hreyfing. Hann er í litlum skokkhóp sem fer á hverjum morgni og skokk- ar eða gengur 3-4 kílómetra og fer í sund í Glerárlaug á eftír. „Þetta er harðsnúinn hópur Þorpara og Þórsara og mjög skemmtilegur fél- agsskapur.” Ekki er mjög langt síðan Ragnar vaktí nokkra athygli á Akureyri þegar hann hóf mikið líkamsræktarátak og léttist um tæp 30 kíló á frekar skömmum tíma. Harðfýlgi hans og ástundun vöktu verðskuldaða athygli og hefur hann haldið sínu striki æ síðan. 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.