Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Qupperneq 74

Frjáls verslun - 01.03.1997, Qupperneq 74
FOLK Bryndís Hrafhkelsdóttir, fjármálastjóri Hagkaups, stærstu matvöruverslunar á íslandi. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. og sækir enn kraft til æsku- stöðvanna. „Mér fannst ég ná stórum áfanga í fyrra þegar ég fékk að fara með föður mínum og frændum undir Látrabjarg að sækja egg. Það var ekki álitið kven- mannsverk en ég tók ekki í mál að fara með í svona leiðangur til þess eins að hita kaffi og stjana við karlpeninginn." Bryndís býr í Þingholt- unum með Asgeiri Einars- syni lögfræðingi, sambýlis- manni sínum. og fjögurra ára syni. Hún segir að tóm- BRYNDÍS HRAFNKELSDÓTTIR, HAGKAUP itt starf er fjármála- stjórn og ég ber fyrir vikið ábyrgð á skrifstofunni, þar sem við sjáum um allt bókhald, launabókhald, kostnaðar- bókhald og innflutnings- deild og höldum að auki utan um áætlanagerð og eftirfylgni með útgáfu skýrslna. Hagkaup fylgist mjög vel með öllum tölum í sínum rekstri svo við vitum alltaf nokkuð nákvæmlega hvað er að gerast. Okkar hlutverk er að útvega þessar tölur auk fjármögnunar, greiðslustýringar og setu í ýmsum vinnuhópum," sagði Bryndís Hrafnkelsdóttir, fjármálastjóri Hagkaupa, í samtali við Frjálsa verslun. Hagkaup er stærsta mat- vöruverslun á landinu og hefur, samkvæmt nýlegri áætlun Frjálsrar verslunar, um 31% af veltunni á mat- vörumarkaði höfuðborgar- svæðisins og verið leiðandi á þeim markaði árum saman. Hagkaup hf. velti tæplega 11 milljörðum árið 1995. TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 74 GOn ÚTSÝNI Á skrifstofú Bryndísar í Skeifunni er sérstætt útsýni því hún er staðsett beint fyrir ofan mjólkurkælinn í búðinni og hefur góða yfirsýn yfir verslunina sem iðar af lífi. „Mér finnst þetta skemmtilegt útsýni. Það er alveg sama hvernig veðrið er, mitt útsýni er alltaf jafn gott. Hagkaup er lifandi vinnustaður. Hér er prýði- legur andi og gott að vera.“ Þetta finnst fleirum en Bryndísi því Hagkaup hefur árum saman verið í hópi vin- sælustu fyrirtækja landsins og kemur það glöggt fram í árlegri könnun sem Frjáls verslun gerir á vinsældum fyrirtækja og viðhorfi al- mennings til þeirra. Bryndís hóf störf sem aðalbókari hjá Hofi sf. 1994 en við skipulagsbreytingar sem gerðar voru 1996 færðist hún til Hagkaupa sem fjár- málastjóri. Það má segja að náin kynni Bryndísar af Hag- kaupum eigi sér lengri sögu því árið 1990 hóf hún störf hjá KPMG Endurskoðun hf. og fékk fljótlega það verkefni að sjá um Hagkaup. Bryndís útskrifaðist úr viðskiptafræði í Háskólanum 1989 og starfaði síðan í Ox- ford sem nokkurs konar skiptinemi í eitt ár áður en hún fór til KPMG Endur- skoðunar hf.. „Mér fannst mjög góður skóli að vinna hjá KPMG og er mjög ánægð með að hafa aflað mér þeirrar þekkingar sem ég hlaut þar. Eg stefndi að því að verða löggiltur endurskoðandi og fór þess vegna aftur í Háskólann og tók alla endurskoðunarkúrs- ana sem ég hafði sleppt í viðskiptafræðinni. Þegar ég réðist síðan til starfa hjá Hofi lagði ég á hilluna fyrri áform mín um að verða löggiltur endurskoðandi." UNDIR LÁTRABJARGI Þótt Bryndís sé innfædd- ur Reykvíkingur dvaldi hún mörg sumur í æsku sinni á Látrum í Rauðasandshreppi hjá Þórði Jónssyni, afa sín- um. Hún lítur þess vegna á sig sem Vestfirðing að hálfu stundir gefist ekki ýkja margar í annasömu ábyrgð- arstarfi en hún reynir samt að sinna ýmsum hugð- arefnum. „Eg reyni að halda mér í þjálfun og skrepp í World Class stöku sinnum í há- deginu. Svo fer ég reglu- lega í jógatíma í Heimsljós sem mér finnast afar gagn- legir og hjálpa mér til að slaka vel á. Við sonur minn förum stundum í langar ferðir um Þing- holtin, hann á þríhjólinu og ég á fæti, og við ijöl- skyldan förum saman á skíði á veturna.“ Bryndís segist halda við þekkingu sinni á fræðunum með því að sækja endur- menntunarnámskeið og lesa bækur um það sem nýtt er í faginu. Hún hefur hugleitt framhaldsnám en ekkert ákveðið enn. „Mín skoðun er sú að endurmenntun sé nauðsyn- leg því viðskiptafræði menntun úreldist á sjö til tíu árum ef henni er ekki haldið við.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.